Sport

Dagskráin: Serie A, Besta-deildin, PGA og NFL

Atli Arason skrifar
Mun markahæsti leikmaður Bestu-deildarinnar, Nökkvi Þeyr Þórisson, skora gegn Íslandsmeisturnum í dag?
Mun markahæsti leikmaður Bestu-deildarinnar, Nökkvi Þeyr Þórisson, skora gegn Íslandsmeisturnum í dag? VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Það er nóg um að vera í sportinu á þessum sunnudegi en Stöð 2 Sport verður alls með 21 beina útsendingu í dag.

Stöð 2 Sport

KA og Víkingur eigast við í toppslag Bestu-deildar karla og hefst útsendingin klukkan 15.45.

Viðureign Breiðabliks og Leiknis í Bestu-deild karla hefst klukkan 19.05.

Stúkan gerir svo upp alla leiki dagsins í Bestu-deild karla í beinni útsendingu klukkan 21.15.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 12.55 er bein útsending frá leik Kristianstad og Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu.

Leikur Hellas Verona og Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni hefst klukkan 16.20.

Klukkkan 18.35 er á dagskrá viðureign Fiorentina og Napoli í ítölsku úvalsdeildinni.

Stöð 2 Sport 3

Viðureign Salernitana og Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni er í beinni útsendingu frá klukkan 16.20.

Klukkan 18.35 er leikur Lecce og Empoli, einnig í ítölsku úrvalsdeildinni.

Stöð 2 Sport 4

Skafto Open mótið á LET mótaröðinni í golfi er á dagskrá klukkan 11.30.

Canadian Pacific Wome‘s Open á LPGA mótaröðinni hefst klukkan 16.00.

Pittsburgh Steelers og Detroit Lions eigast við á undirbúningstímabili NFL deildarinnar klukkan 20.30.

Stöð 2 Golf

Omega European Master á DP World Tour er á dagskrá klukkan 11.00.

Tour Championship á PGA mótaröðinni heldur áfram klukkan 16.00.

Stöð 2 Sport BD

ÍBV og Stjarnan mætast í Bestu-deild karla klukkan 13.55 í beinni vefútsendingu.

Leikur KR og FH er á dagskrá klukkan 16.55.

Á sama tíma, 16.55, hefst viðureign Keflavíkur og ÍA.

Stöð 2 eSport

Upphitun fyrir dag sjö í úrslitakeppni BLAST Premier hefst klukkan 10.30.

Síðasti séns G10 á BLAST Premier er í beinni útsendingu klukkan 11.00.

Síðasti séns G11 tekur svo við klukkan 14.30.

Klukkan 18.00 er útsláttarleikur G12 á BLAST Premier.

Sandkassinn er á dagskrá klukkan 21.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×