Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2022 17:32 Ráðstefnan hefur staðið yfir í um heilan mánuð. EPA/JUSTIN LANE Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. Alls hefur 191 ríki átt aðild að samningi SÞ um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna en samkomulagið hefur jafnan verið endurskoðað á fimm ára fresti. Markmið þess er meðal annars að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu vopnanna en fulltrúar allra ríkjanna þurftu að samþykkja yfirlýsinguna. Fulltrúar Rússlands lögðust gegn hluta textans þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum af hernaðarumsvifum í kringum kjarnorkuver í Úkraínu, einkum við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia, sem rússneskar hersveitir náðu á sitt vald snemma í innrás sinni í Úkraínu. Í drögunum er einnig komið inn á að stjórnvöld í Úkraínu hafi misst stjórn á slíkum innviðum í kjölfar hernaðarumsvifa sem hafi mjög neikvæð áhrif á öryggi fólks. Igor Vishnevetsky, fulltrúi Rússa sagði textann pólitískan og kallaði eftir auknu „jafnvægi.“ Sátt náðist ekki heldur árið 2015 Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu að niðurstaðan valdi henni miklum vonbrigðum. „Rússland kom í veg fyrir framfarir með því að neita að gera málamiðlun og samþykkja texta sem hafði verið samþykktur af öllum öðrum ríkjum.“ Aðildarríkjunum mistókst sömuleiðis að komast að samkomulagi þegar samningurinn var síðast endurskoðaður árið 2015. Nýafstaðin ráðstefna átti upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bonnie Jenkins, fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnu SÞ, segir Bandaríkin harma þessa niðurstöðu og „enn fremur þær aðgerðir Rússa sem leiddu okkur á þennan stað í dag.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kjarnorka Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Alls hefur 191 ríki átt aðild að samningi SÞ um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna en samkomulagið hefur jafnan verið endurskoðað á fimm ára fresti. Markmið þess er meðal annars að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu vopnanna en fulltrúar allra ríkjanna þurftu að samþykkja yfirlýsinguna. Fulltrúar Rússlands lögðust gegn hluta textans þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum af hernaðarumsvifum í kringum kjarnorkuver í Úkraínu, einkum við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia, sem rússneskar hersveitir náðu á sitt vald snemma í innrás sinni í Úkraínu. Í drögunum er einnig komið inn á að stjórnvöld í Úkraínu hafi misst stjórn á slíkum innviðum í kjölfar hernaðarumsvifa sem hafi mjög neikvæð áhrif á öryggi fólks. Igor Vishnevetsky, fulltrúi Rússa sagði textann pólitískan og kallaði eftir auknu „jafnvægi.“ Sátt náðist ekki heldur árið 2015 Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu að niðurstaðan valdi henni miklum vonbrigðum. „Rússland kom í veg fyrir framfarir með því að neita að gera málamiðlun og samþykkja texta sem hafði verið samþykktur af öllum öðrum ríkjum.“ Aðildarríkjunum mistókst sömuleiðis að komast að samkomulagi þegar samningurinn var síðast endurskoðaður árið 2015. Nýafstaðin ráðstefna átti upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bonnie Jenkins, fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnu SÞ, segir Bandaríkin harma þessa niðurstöðu og „enn fremur þær aðgerðir Rússa sem leiddu okkur á þennan stað í dag.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kjarnorka Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent