Opinber smánun í boði Nóa Síríus og Sýnar Björn Steinbekk skrifar 25. ágúst 2022 13:30 Fyrir rúmri vikur var ég sagður ræningi í hlaðvarpi sem er í eigu Sýnar og birtist á hlaðvarpsvettvangnum Tal sem Sýn á og rekur. DV birti frétt um málið sem var síðan tekin úr birtingu og ég beðinn afsökunar á að fréttinn hafi farið í loftið af hálfu ritstjóra DV en skaðinn var skeður. Fyrirsögnin sagði, meðan hún stóð, að ég væri dæmdur ræningi. Eftir að hafa ítrekað beðið yfirmenn og á endanum forstjóra og stjórnendur hjá Sýn um gögn sem færa mætti rök fyrir þeirri staðhæfingu að ég væri dæmdur fyrir rán og staðhæft var í áðurnefndu hlaðvarpi var mér lofað að ég yrði beðinn afsökunar á þeim ummælum sem féllu. Viðkomandi sem lét þau falla vildi þó ekki hitta mig og biðjast afsökunar, ræða málið, útskýra, hlusta á mína hlið. Afsökunarbeiðnin kom en var með einu forboðnu orði sem fólk notar ekki í afsökunarbeiðnum, ef það sannarlega iðrast en það er orðið „en“ því meðan viðkomandi þóttist vera að biðjast afsökunar þá var hann að réttlæta sjálfan sig, ummælin og snúa út úr staðreyndum og halda áfram að brigsla mig um afbrot og Sýn heldur áfram að samþykkja, leggja blessun yfir þessi vinnubrögð með að leyfa þessu að birtast á sínum vettvangi. Það að ég þurfi að búast við að þurfa, ef ég viðra skoðanir eða er í fjölmiðlum vegna starfa minna, að útskýra, bera hendur fyrir mig og vernda börn mín og fjölskyldu vegna atburðar þar sem ég sannarlega brást fólki og mun marka mitt líf það sem eftir er orðið óþolandi en mest um vert, þegar ummælin eru rógburður og gífuryrði er þörf á aðgerðum. Bæði af minni hálfu og þeirra sem vilja rekar fyrirtæki sem birtir slík gífuryrði og gefur fólki sem þessu vettvang fyrir meiðyrði og sleggjudóma án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Svo er það hitt, hvers vegna leggja fyrirtæki auglýsingafé í þátt sem þennan þar sem fólk, oft ungt, er rifið niður, smánað af einhverjum miðaldra köllum sem sitja í hljóðveri við Suðurlandsbraut því það átti ekki kannski sinn besta dag á einhverjum fótboltavelli eða í mínu tilfelli, vegna mistaka sem ég gerði og færði mig inn á geðdeild í sjálfsmorðhugsunum eftir að hafa misst mannorðið, fyrirtækið og heimili. Á tímum sem við köllum eftir sterkari og jákvæðari fyrirmyndum fyrir unga drengi er þáttur á vettvangi Sýnar þar sem eitruð menningin búningsklefa og ábyrgðarleysi ræður ríkjum og styrktur af fyrirtækjum sem framleiða til dæmis nammi og nikótín púða sem kannski okkar unga fólk þarf ekki stöðuga áminningu um. Að lokum er vert að hrósa CCEP (Coke Cola á Íslandi) sem var einn af kostendum þáttarins. Þau tóku við erindi mínu um meiðyrði og smánun og eftir að hafa kynnt sér málið þótti það sem um mig var sagt ekki falla að gildum félagsins og slitu samstarfi við þáttinn. Þar sýndi fyrirtæki ábyrgð og festu. Það væri óskandi að framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Nóa Síríus myndi svara ítrekuðum tölvupósti um sama mál. Höfundur vinnur við markaðsmál og flýgur stundum drónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Steinbekk Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmri vikur var ég sagður ræningi í hlaðvarpi sem er í eigu Sýnar og birtist á hlaðvarpsvettvangnum Tal sem Sýn á og rekur. DV birti frétt um málið sem var síðan tekin úr birtingu og ég beðinn afsökunar á að fréttinn hafi farið í loftið af hálfu ritstjóra DV en skaðinn var skeður. Fyrirsögnin sagði, meðan hún stóð, að ég væri dæmdur ræningi. Eftir að hafa ítrekað beðið yfirmenn og á endanum forstjóra og stjórnendur hjá Sýn um gögn sem færa mætti rök fyrir þeirri staðhæfingu að ég væri dæmdur fyrir rán og staðhæft var í áðurnefndu hlaðvarpi var mér lofað að ég yrði beðinn afsökunar á þeim ummælum sem féllu. Viðkomandi sem lét þau falla vildi þó ekki hitta mig og biðjast afsökunar, ræða málið, útskýra, hlusta á mína hlið. Afsökunarbeiðnin kom en var með einu forboðnu orði sem fólk notar ekki í afsökunarbeiðnum, ef það sannarlega iðrast en það er orðið „en“ því meðan viðkomandi þóttist vera að biðjast afsökunar þá var hann að réttlæta sjálfan sig, ummælin og snúa út úr staðreyndum og halda áfram að brigsla mig um afbrot og Sýn heldur áfram að samþykkja, leggja blessun yfir þessi vinnubrögð með að leyfa þessu að birtast á sínum vettvangi. Það að ég þurfi að búast við að þurfa, ef ég viðra skoðanir eða er í fjölmiðlum vegna starfa minna, að útskýra, bera hendur fyrir mig og vernda börn mín og fjölskyldu vegna atburðar þar sem ég sannarlega brást fólki og mun marka mitt líf það sem eftir er orðið óþolandi en mest um vert, þegar ummælin eru rógburður og gífuryrði er þörf á aðgerðum. Bæði af minni hálfu og þeirra sem vilja rekar fyrirtæki sem birtir slík gífuryrði og gefur fólki sem þessu vettvang fyrir meiðyrði og sleggjudóma án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Svo er það hitt, hvers vegna leggja fyrirtæki auglýsingafé í þátt sem þennan þar sem fólk, oft ungt, er rifið niður, smánað af einhverjum miðaldra köllum sem sitja í hljóðveri við Suðurlandsbraut því það átti ekki kannski sinn besta dag á einhverjum fótboltavelli eða í mínu tilfelli, vegna mistaka sem ég gerði og færði mig inn á geðdeild í sjálfsmorðhugsunum eftir að hafa misst mannorðið, fyrirtækið og heimili. Á tímum sem við köllum eftir sterkari og jákvæðari fyrirmyndum fyrir unga drengi er þáttur á vettvangi Sýnar þar sem eitruð menningin búningsklefa og ábyrgðarleysi ræður ríkjum og styrktur af fyrirtækjum sem framleiða til dæmis nammi og nikótín púða sem kannski okkar unga fólk þarf ekki stöðuga áminningu um. Að lokum er vert að hrósa CCEP (Coke Cola á Íslandi) sem var einn af kostendum þáttarins. Þau tóku við erindi mínu um meiðyrði og smánun og eftir að hafa kynnt sér málið þótti það sem um mig var sagt ekki falla að gildum félagsins og slitu samstarfi við þáttinn. Þar sýndi fyrirtæki ábyrgð og festu. Það væri óskandi að framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Nóa Síríus myndi svara ítrekuðum tölvupósti um sama mál. Höfundur vinnur við markaðsmál og flýgur stundum drónum.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun