Frá þessu er greint í Fréttablaðinu.
Áslaug segir úthlutunina hafa gengið vel en mest sé um að börnin vanti skólatöskur og útiföt.
„Fólk hefur verið mjög duglegt að koma með útiföt og skólatöskur til okkar svo við eigum nóg fyrir alla. Það er dásamlegt hvernig fólk hefur brugðist við og aðsóknin er það mikil að við munum hafa opið aftur á föstudaginn,“ segir Áslaug.
Opið verður hjá Hjálparstarfinu á morgun, milli 10 og tólf.
Stór hluti þeirra sem leitar aðstoðar er flóttafólk frá Úkraínu, að sögn Áslaugar.
„Bæði það og fólk frá öðrum löndum sem er kannski ekki alveg komið inn í samfélagið og komið með vinnu og svona en börnin komin í skóla. Svo komu líka margir hingað í flýti og tóku ekki allt sitt dót með, eins og skólatösku og vetrarföt.“