Skiptast á skotum við sveitir Írans í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2022 23:49 Bandarískir hermenn í þyrlu yfir Sýrlandi í fyrra. Getty/John Moore Þrír bandarískir hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í eldflaugaárásum á bandarískar herstöðvar í Sýrlandi. Það er í kjölfar þess að Bandaríkin gerðu loftárásir á vopnaðar sveitir í Sýrlandi sem studdar eru af Íran. Eldflaugum var skotið á tvær herstöðvar þar sem bandaríska hermenn má finna. Bandaríkjamenn svöruðu með árásum úr Apache-herþyrlum og segja forsvarsmenn Bandaríkjahers að þeir sem taldir eru hafa borið ábyrgð á árásunum hafi verið felldir. Tveir eða þrír menn eru sagðir hafa fallið í þyrluárásum Bandaríkjamanna og segjast þeir hafa grandað nokkrum farartækjum og búnaði sem notaður var til að gera árásirnar. Ekki er vitað hvaða hóp er um að ræða, samkvæmt frétt NBC News. Fyrr í dag gerðu Bandaríkjamenn þó loftárásir á sveitir sem sagðar eru tengjast Byltingarvörðum Írans. Þær árásir voru gerðar að skipan Joes Biden, forseta. AP fréttaveitan segir að markmiðið með þeim loftárásum hafi verið að svara árásum sem hafa verið gerðar á bandaríska hermenn á undanförnum mánuðum. Einn af forsvarsmönnum varnarmalaráðuneytis Bandaríkjanna sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkjamenn vildu gera Írönum og bandamönnum ljóst að árásum á þá yrði svarað. Miðað við muni sem hafi fundist eftir árásir á bandaríska hermenn, eins og brot úr drónum, sé fullvíst að Íranir hafi gert árásirnar. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Fregnir hafa borist af því á undanförnum mánuðum að umsvif ISIS-liða í Sýrlandi og Írak séu að aukast á nýjan leik. Bandaríkin Sýrland Hernaður Íran Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Eldflaugum var skotið á tvær herstöðvar þar sem bandaríska hermenn má finna. Bandaríkjamenn svöruðu með árásum úr Apache-herþyrlum og segja forsvarsmenn Bandaríkjahers að þeir sem taldir eru hafa borið ábyrgð á árásunum hafi verið felldir. Tveir eða þrír menn eru sagðir hafa fallið í þyrluárásum Bandaríkjamanna og segjast þeir hafa grandað nokkrum farartækjum og búnaði sem notaður var til að gera árásirnar. Ekki er vitað hvaða hóp er um að ræða, samkvæmt frétt NBC News. Fyrr í dag gerðu Bandaríkjamenn þó loftárásir á sveitir sem sagðar eru tengjast Byltingarvörðum Írans. Þær árásir voru gerðar að skipan Joes Biden, forseta. AP fréttaveitan segir að markmiðið með þeim loftárásum hafi verið að svara árásum sem hafa verið gerðar á bandaríska hermenn á undanförnum mánuðum. Einn af forsvarsmönnum varnarmalaráðuneytis Bandaríkjanna sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkjamenn vildu gera Írönum og bandamönnum ljóst að árásum á þá yrði svarað. Miðað við muni sem hafi fundist eftir árásir á bandaríska hermenn, eins og brot úr drónum, sé fullvíst að Íranir hafi gert árásirnar. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Fregnir hafa borist af því á undanförnum mánuðum að umsvif ISIS-liða í Sýrlandi og Írak séu að aukast á nýjan leik.
Bandaríkin Sýrland Hernaður Íran Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira