Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2022 06:30 Guðni var ánægður eftir flugið og hafði orð á því að minni læti væru í rafmagnsvélinni en öðrum sambærilegum vélum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vísir/Arnar Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. Guðni Th. Jóhannesson hélt fyrstur upp í háloftin með flugmanninum Matthíasi Sveinbjörnssyni, á vélinni TF-KWH, sem útlista mætti sem TF-Kílóvattstund. Matthías stofnaði ásamt Friðriki Pálssyni fyrirætkuð Rafmagnsflug, sem flutti vélina til landsins með það að markmiði að taka frumkvæði að orkuskiptum í flugi. Guðni segir flugið í senn hafa verið ánægjulegt og táknrænt. „Sú tíð kemur að rafflugvélum fjölgar. Þær verða langdrægari, geta borið fleiri farþega og ég hygg að þessi þróun verði hraðari með ári hverju,“ sagði Guðni að flugferðinni lokinni. Búast megi við því að Ísland komi til með að spila nokkuð stórt hlutverk í orkuskiptum í flugi á alþjóðavísu, þó flugvélarnar verið seint framleiddar hér á landi, heldur mikið notaðar. „Ég hygg hins vegar líka að það geti gerst að Ísland verði stikla, á miðju Atlantshafi, eins og landið var í árdaga alþjóðaflugs þegar flugvélar þurftu að koma hér við á leið sinni yfir Atlantshafið. Við munum sjá rafknúnar farþegaflugvélar, sem ná ekki fyrsta kastið yfir hafið og þurfa að koma hér við.“ Næst fór í loftið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Að flugi loknu sagði hún tilfinninguna góða, þó almennt sé hún ekki mikið fyrir flug í litlum vélum. „Það að hafa farið í þennan flugtúr sannfærir mig um það að við erum komin alveg ótrúlega nærri því að stíga fyrstu skrefin í orkuskiptum í flugi og ég er alveg sannfærð um það að á næsta áratug munum við sjá innanlandsflugið á Íslandi færast yfir í græna orku,“ sagði Katrín. Katrín segist sannfærð um að á næsta áratug verði innanlandsflug hér á landi farið að færast yfir í græna orku.Vísir/Arnar Fréttir af flugi Forseti Íslands Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson hélt fyrstur upp í háloftin með flugmanninum Matthíasi Sveinbjörnssyni, á vélinni TF-KWH, sem útlista mætti sem TF-Kílóvattstund. Matthías stofnaði ásamt Friðriki Pálssyni fyrirætkuð Rafmagnsflug, sem flutti vélina til landsins með það að markmiði að taka frumkvæði að orkuskiptum í flugi. Guðni segir flugið í senn hafa verið ánægjulegt og táknrænt. „Sú tíð kemur að rafflugvélum fjölgar. Þær verða langdrægari, geta borið fleiri farþega og ég hygg að þessi þróun verði hraðari með ári hverju,“ sagði Guðni að flugferðinni lokinni. Búast megi við því að Ísland komi til með að spila nokkuð stórt hlutverk í orkuskiptum í flugi á alþjóðavísu, þó flugvélarnar verið seint framleiddar hér á landi, heldur mikið notaðar. „Ég hygg hins vegar líka að það geti gerst að Ísland verði stikla, á miðju Atlantshafi, eins og landið var í árdaga alþjóðaflugs þegar flugvélar þurftu að koma hér við á leið sinni yfir Atlantshafið. Við munum sjá rafknúnar farþegaflugvélar, sem ná ekki fyrsta kastið yfir hafið og þurfa að koma hér við.“ Næst fór í loftið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Að flugi loknu sagði hún tilfinninguna góða, þó almennt sé hún ekki mikið fyrir flug í litlum vélum. „Það að hafa farið í þennan flugtúr sannfærir mig um það að við erum komin alveg ótrúlega nærri því að stíga fyrstu skrefin í orkuskiptum í flugi og ég er alveg sannfærð um það að á næsta áratug munum við sjá innanlandsflugið á Íslandi færast yfir í græna orku,“ sagði Katrín. Katrín segist sannfærð um að á næsta áratug verði innanlandsflug hér á landi farið að færast yfir í græna orku.Vísir/Arnar
Fréttir af flugi Forseti Íslands Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33