Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 21:38 Lúxussnekkja í eigu Dmitry Pumpyansky hefur verið seld á uppboði á Gíbraltar. Getty/Mikhail Svetlov Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. Yfirvöld í Gíbraltar lögðu hald á snekkjuna, sem ber heitið Axioma, í mars eftir að bandaríski bankinn JP Morgan gaf það út að meintur eigandi hennar, Dmitry Pumpyansky, hefði brotið skilmála 20 milljóna dala láns hjá bankanum. Snekkjan, sem er 72,5 metra löng, var seld á uppboði af dómstóli flotamálaráðuneytis Gíbraltar en nöfn þeirra sem gerðu tilboð í snekkjuna hafa ekki verið gefin upp. Tólf geta sofið um borð í snekkjunni sem hefur sex svefnherbergi. Þar er að auki að finna sundlaug, heilsulind, bíósal og ýmis skemmtitæki. Samkvæmt dómskjölum sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum lánaði JP Morgan fyrirtækinu Pyrene Investments Ltd, sem skráð er á Bresku Jómfrúrareyjum, 20,5 milljónir dala eða um 2,9 milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Furdberg Holding Ltd sem er svo í eigu Pumpyansky. Samkvæmt gögnunum voru skilmálar lánsins sviknir þegar Pumpyansky seldi hlut sinn í Furdberg til þriðja aðila í mars á þessu ári og í kjölfarið lagðar á hann viðskiptaþvinganir, sem komu í veg fyrir að hann gæti endurgreitt lánið. Hinn 58 ára gamli Pumpyansky er einn þeirra fjölmörgu ólígarka sem vesturveldin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna stríðs Rússlands í Úkraínu. Samkvæmt fjármálatímaritinu Forbes er auður Pumpyansky metinn á um tvo milljarða dala, eða um 280 billjónir króna (280.000.000.000 króna). Hann var þar til í mars eigandi og stjórnarformaður OAO TMK, sem framleiðir stálpípur, þar á meðal fyrir rússneska orkufyrirtækið Gazprom. Að sögn fyrirtækisins hefur Pumpyansky látið af störfum innan fyrirtækisins. Axioma er fyrsta lúxussnekkjan, sem lagt hefur verið hald á vegna viðskiptaþvingana gegn Rússum, sem hefur verið sett á uppboð. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Gíbraltar Tengdar fréttir Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. 20. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Yfirvöld í Gíbraltar lögðu hald á snekkjuna, sem ber heitið Axioma, í mars eftir að bandaríski bankinn JP Morgan gaf það út að meintur eigandi hennar, Dmitry Pumpyansky, hefði brotið skilmála 20 milljóna dala láns hjá bankanum. Snekkjan, sem er 72,5 metra löng, var seld á uppboði af dómstóli flotamálaráðuneytis Gíbraltar en nöfn þeirra sem gerðu tilboð í snekkjuna hafa ekki verið gefin upp. Tólf geta sofið um borð í snekkjunni sem hefur sex svefnherbergi. Þar er að auki að finna sundlaug, heilsulind, bíósal og ýmis skemmtitæki. Samkvæmt dómskjölum sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum lánaði JP Morgan fyrirtækinu Pyrene Investments Ltd, sem skráð er á Bresku Jómfrúrareyjum, 20,5 milljónir dala eða um 2,9 milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Furdberg Holding Ltd sem er svo í eigu Pumpyansky. Samkvæmt gögnunum voru skilmálar lánsins sviknir þegar Pumpyansky seldi hlut sinn í Furdberg til þriðja aðila í mars á þessu ári og í kjölfarið lagðar á hann viðskiptaþvinganir, sem komu í veg fyrir að hann gæti endurgreitt lánið. Hinn 58 ára gamli Pumpyansky er einn þeirra fjölmörgu ólígarka sem vesturveldin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna stríðs Rússlands í Úkraínu. Samkvæmt fjármálatímaritinu Forbes er auður Pumpyansky metinn á um tvo milljarða dala, eða um 280 billjónir króna (280.000.000.000 króna). Hann var þar til í mars eigandi og stjórnarformaður OAO TMK, sem framleiðir stálpípur, þar á meðal fyrir rússneska orkufyrirtækið Gazprom. Að sögn fyrirtækisins hefur Pumpyansky látið af störfum innan fyrirtækisins. Axioma er fyrsta lúxussnekkjan, sem lagt hefur verið hald á vegna viðskiptaþvingana gegn Rússum, sem hefur verið sett á uppboð.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Gíbraltar Tengdar fréttir Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. 20. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. 20. ágúst 2022 18:49