Vill herða löggjöf um skotvopn og hefur áhyggjur af fjölgun hnífamála Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 12:09 Jón Gunnarsson hefur miklar áhyggjur af fjölgun mála þar sem hnífar koma við sögu. Þá vill hann herða vopnalöggjöfina. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að herða skotvopnalöggjöf hér á landi. Hann hefur jafnframt áhyggjur af fjölgun mála þar sem hnífar eru notaðir. Verið er að skoða hvort endurskoða þurfi vopnaburð lögreglu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra í gær þar sem meðal annars var rætt um getu lögreglu til að fást við óvenjulegar og erfiðar aðstæður og öryggi almennings. Jón segir að verið sé að endurskoða vopnalög og frumvarp væntanlegt í haust. Nú séu um 77 þúsund skotvopn skráð hér á landi sem sé ekki óvenjulega mikið. „Við erum rótgróið veiðimannasamfélag í margar aldir sem er auðvitað grunnur að því að skotvopn eru tiltölulega algeng hér. Það er hins vegar fátítt að einhver óhöpp eða atburðir séu sérstaklega tengdir því. Það er hlutfallslega ekki meira um alvarleg atvik vegna skotvopna hér á landi en hjá nágrannaþjóðum,“ segir Jón. Hann segir hins vegar brýnt að fara meðal annars yfir hvernig skotvopn almenningur megi eiga. „Það þarf að skoða eign almennings á margskotavopnum, þá hvort það sé eðlilegt að slík vopn séu á heimilum landsmanna. Fara yfir reglur um byssusöfnun og hvernig vopn eru geymd. Þá vitum við að það er brotalöm í skráningu vopna,“ segir Jón. Áhyggjur af auknum vopnaburði ungmenna Hann segist einnig hafa miklar áhyggjur af fjölgun mála þar sem eggvopn koma við sögu. „Það er aukning fyrst og fremst í eggvopnum en sú þróun er mikið áhyggjuefni bæði þegar kemur að öryggi almennra borgara og lögreglunnar. Þetta er í sérstakri skoðun“ segir Jón. Aðspurður um hvort verið sé að fara yfir vopnaburð lögreglu en eins og er þá bera lögreglumenn kylfur og sprey. „Það er allt í skoðun. Það er allt til umræðu í þessu en það er ekki til umræðu að lögreglan beri á sér skotvopn,“ segir Jón Gunnarsson. Manndráp á Blönduósi Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir „Við verðum að gera eitthvað, við eigum engan kost í stöðunni“ Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þá þróun sem eigi sér stað með skotvopn hér á landi. Tæplega níutíu þúsund skotvopn eru skráð hér á landi. Konu var banað og eiginmaður hennar særður í skotárás á Blönduósi aðfaranótt sunnudags. 22. ágúst 2022 16:54 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Ofurölvi bílstjórar óku inn í mannmergðina á Menningarnótt Mikil mildi þykir að tveir ofurölvi ökumenn hafi ekki valdið stórslysum á Menningarnótt þegar þeir óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi. Lögreglan segir gríðarleg vonbrigði að enn eitt hnífaárásarmálið hafi komið upp. Borgarstjóri vill bregðast við auknum hnífaárásum ungmenna. 22. ágúst 2022 19:04 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra í gær þar sem meðal annars var rætt um getu lögreglu til að fást við óvenjulegar og erfiðar aðstæður og öryggi almennings. Jón segir að verið sé að endurskoða vopnalög og frumvarp væntanlegt í haust. Nú séu um 77 þúsund skotvopn skráð hér á landi sem sé ekki óvenjulega mikið. „Við erum rótgróið veiðimannasamfélag í margar aldir sem er auðvitað grunnur að því að skotvopn eru tiltölulega algeng hér. Það er hins vegar fátítt að einhver óhöpp eða atburðir séu sérstaklega tengdir því. Það er hlutfallslega ekki meira um alvarleg atvik vegna skotvopna hér á landi en hjá nágrannaþjóðum,“ segir Jón. Hann segir hins vegar brýnt að fara meðal annars yfir hvernig skotvopn almenningur megi eiga. „Það þarf að skoða eign almennings á margskotavopnum, þá hvort það sé eðlilegt að slík vopn séu á heimilum landsmanna. Fara yfir reglur um byssusöfnun og hvernig vopn eru geymd. Þá vitum við að það er brotalöm í skráningu vopna,“ segir Jón. Áhyggjur af auknum vopnaburði ungmenna Hann segist einnig hafa miklar áhyggjur af fjölgun mála þar sem eggvopn koma við sögu. „Það er aukning fyrst og fremst í eggvopnum en sú þróun er mikið áhyggjuefni bæði þegar kemur að öryggi almennra borgara og lögreglunnar. Þetta er í sérstakri skoðun“ segir Jón. Aðspurður um hvort verið sé að fara yfir vopnaburð lögreglu en eins og er þá bera lögreglumenn kylfur og sprey. „Það er allt í skoðun. Það er allt til umræðu í þessu en það er ekki til umræðu að lögreglan beri á sér skotvopn,“ segir Jón Gunnarsson.
Manndráp á Blönduósi Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir „Við verðum að gera eitthvað, við eigum engan kost í stöðunni“ Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þá þróun sem eigi sér stað með skotvopn hér á landi. Tæplega níutíu þúsund skotvopn eru skráð hér á landi. Konu var banað og eiginmaður hennar særður í skotárás á Blönduósi aðfaranótt sunnudags. 22. ágúst 2022 16:54 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Ofurölvi bílstjórar óku inn í mannmergðina á Menningarnótt Mikil mildi þykir að tveir ofurölvi ökumenn hafi ekki valdið stórslysum á Menningarnótt þegar þeir óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi. Lögreglan segir gríðarleg vonbrigði að enn eitt hnífaárásarmálið hafi komið upp. Borgarstjóri vill bregðast við auknum hnífaárásum ungmenna. 22. ágúst 2022 19:04 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
„Við verðum að gera eitthvað, við eigum engan kost í stöðunni“ Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þá þróun sem eigi sér stað með skotvopn hér á landi. Tæplega níutíu þúsund skotvopn eru skráð hér á landi. Konu var banað og eiginmaður hennar særður í skotárás á Blönduósi aðfaranótt sunnudags. 22. ágúst 2022 16:54
Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23
Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57
Ofurölvi bílstjórar óku inn í mannmergðina á Menningarnótt Mikil mildi þykir að tveir ofurölvi ökumenn hafi ekki valdið stórslysum á Menningarnótt þegar þeir óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi. Lögreglan segir gríðarleg vonbrigði að enn eitt hnífaárásarmálið hafi komið upp. Borgarstjóri vill bregðast við auknum hnífaárásum ungmenna. 22. ágúst 2022 19:04
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent