Blóðgaði Ólaf en telur „margar ástæður“ fyrir rauða spjaldinu Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 10:01 Kian Williams kíkir undir takkaskóna eftir að hafa brotið á Ólafi Guðmundssyni sem lá eftir. Ólafur hélt áfram leik en var með höfuðið vafið í sárabindum. Stöð 2 Sport Kian Williams, leikmaður Keflavíkur, var enn harður á því eftir leikinn við FH í Bestu deildinni í gærkvöld að hann hefði ekki átt að fá rautt spjald. Hann gaf í skyn að dómari leiksins hefði haft fleiri ástæður til að lyfta rauða spjaldinu en aðeins þá að fara eftir reglum. Williams fékk rauða spjaldið eftir aðeins nokkurra mínútna leik í gær og eftirleikurinn var auðveldur fyrir FH-inga sem unnu afar kærkominn 3-0 sigur. Hann var rekinn af velli fyrir að fara með sólann á undan sér í andlit Ólafs Guðmundssonar, varnarmanns FH, sem blóðgaðist við það en atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Kian Williams rekinn af velli Eftir leik tók Williams til skrifta en vildi þó greinilega skrifa meira en hann gerði um ákvörðun Péturs Guðmundssonar dómara. „Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum,“ skrifaði Williams og því erfitt að segja nánar til um hvað hann var að gefa í skyn. Hér að neðan má sjá skrif hans í heild og lauslega þýðingu blaðamanns. Kian Williams birti eftirfarandi skrif á Twitter eftir tap Keflavíkur gegn FH í gærkvöld.Skjáskot/@kpjwilliams7 „Til að byrja með vil ég biðja Ólaf afsökunar en ég ræddi við hann eftir leik til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með hann. Ég ætlaði aldrei að meiða neinn og ég held að allir sjái það skýrt. Ég vil einnig biðja liðsfélaga mína og stuðningsmenn afsökunar á að vera rekinn af velli því þannig skildi ég okkur eftir í brekku og mér líður svo illa yfir því. Að sama skapi er ég mjög svekktur því ég tel ekki að þetta hafi verið rautt spjald… flestir myndu taka undir það. Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum. Í staðinn vil ég bara biðja liðsfélaga mína, starfsliðið og stuðningsmenn aftur afsökunar. Næsti leikur. Áfram Keflavík.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Úlfur: Búinn að vinna Keflavík með bæði FH og Njarðvík FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík. Þetta var fyrsti sigur FH-inga í Bestu deildinni síðan í 6. umferð. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og var í skýjunum eftir leik. 22. ágúst 2022 20:30 Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 22. ágúst 2022 20:40 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Williams fékk rauða spjaldið eftir aðeins nokkurra mínútna leik í gær og eftirleikurinn var auðveldur fyrir FH-inga sem unnu afar kærkominn 3-0 sigur. Hann var rekinn af velli fyrir að fara með sólann á undan sér í andlit Ólafs Guðmundssonar, varnarmanns FH, sem blóðgaðist við það en atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Kian Williams rekinn af velli Eftir leik tók Williams til skrifta en vildi þó greinilega skrifa meira en hann gerði um ákvörðun Péturs Guðmundssonar dómara. „Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum,“ skrifaði Williams og því erfitt að segja nánar til um hvað hann var að gefa í skyn. Hér að neðan má sjá skrif hans í heild og lauslega þýðingu blaðamanns. Kian Williams birti eftirfarandi skrif á Twitter eftir tap Keflavíkur gegn FH í gærkvöld.Skjáskot/@kpjwilliams7 „Til að byrja með vil ég biðja Ólaf afsökunar en ég ræddi við hann eftir leik til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með hann. Ég ætlaði aldrei að meiða neinn og ég held að allir sjái það skýrt. Ég vil einnig biðja liðsfélaga mína og stuðningsmenn afsökunar á að vera rekinn af velli því þannig skildi ég okkur eftir í brekku og mér líður svo illa yfir því. Að sama skapi er ég mjög svekktur því ég tel ekki að þetta hafi verið rautt spjald… flestir myndu taka undir það. Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum. Í staðinn vil ég bara biðja liðsfélaga mína, starfsliðið og stuðningsmenn aftur afsökunar. Næsti leikur. Áfram Keflavík.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Úlfur: Búinn að vinna Keflavík með bæði FH og Njarðvík FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík. Þetta var fyrsti sigur FH-inga í Bestu deildinni síðan í 6. umferð. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og var í skýjunum eftir leik. 22. ágúst 2022 20:30 Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 22. ágúst 2022 20:40 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Úlfur: Búinn að vinna Keflavík með bæði FH og Njarðvík FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík. Þetta var fyrsti sigur FH-inga í Bestu deildinni síðan í 6. umferð. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og var í skýjunum eftir leik. 22. ágúst 2022 20:30
Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 22. ágúst 2022 20:40