Ætlar til Rússlands til að krefjast lausnar Griner Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2022 21:06 Dennis Rodman. vísir/getty Körfuboltamaðurinn fyrrverandi Dennis Rodman kveðst hafa fengið leyfi til þess að ferðast til Rússlands í þeim tilgangi að krefjast lausnar annarrar körfuboltastjörnu, Brittney Griner, úr fangelsi. Körfuboltakonan Brittney Griner var fyrr í þessum mánuði dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi fyrir eiturlyfjasmygl. Hún var handtekin með minna en eitt gramm af hassolíu í farangri sínum á leið um Moskvu flugvöll 17. febrúar síðastliðinn. Hún var á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Lögfræðingar hennar segja viðræður hafnar um möguleg fangaskipti Bandaríkjamanna og Rússa og nú hefur Dennis Rodman skorist í leikinn. „Ég fékk leyfi til þess að fara til Rússlands til að hjálpa stelpunni,“ segir Rodman í samtali við NBC fréttaveituna. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Rodman leitar til þjóðhöfðingja sem á í eldfimu sambandi við Bandarísk stjórnvöld. Rodman á í sérkennilegu sambandi við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu og hefur ítrekað heimsótt landið. Eftir heimsókn sína til Rússlands árið 2014 sagði Rodman Vladímír Pútín Rússlandsforseta vera „kúl“. Þá sást hann einnig á hliðarlínunni við heimsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er hann heimsótti Norður Kóreu árið 2018. Dómurinn yfir Griner bætti gráu ofan á svart samband Rússa og Bandaríkjamanna eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Dennis Rodman var sagður hafa átt þátt í lausn Kenneth Bae, fanga í Norður Kóreu, með því að beina sjónum að fangelsisdómi hans árið 2016. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Bandaríkin Tengdar fréttir Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44 Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Körfuboltakonan Brittney Griner var fyrr í þessum mánuði dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi fyrir eiturlyfjasmygl. Hún var handtekin með minna en eitt gramm af hassolíu í farangri sínum á leið um Moskvu flugvöll 17. febrúar síðastliðinn. Hún var á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Lögfræðingar hennar segja viðræður hafnar um möguleg fangaskipti Bandaríkjamanna og Rússa og nú hefur Dennis Rodman skorist í leikinn. „Ég fékk leyfi til þess að fara til Rússlands til að hjálpa stelpunni,“ segir Rodman í samtali við NBC fréttaveituna. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Rodman leitar til þjóðhöfðingja sem á í eldfimu sambandi við Bandarísk stjórnvöld. Rodman á í sérkennilegu sambandi við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu og hefur ítrekað heimsótt landið. Eftir heimsókn sína til Rússlands árið 2014 sagði Rodman Vladímír Pútín Rússlandsforseta vera „kúl“. Þá sást hann einnig á hliðarlínunni við heimsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er hann heimsótti Norður Kóreu árið 2018. Dómurinn yfir Griner bætti gráu ofan á svart samband Rússa og Bandaríkjamanna eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Dennis Rodman var sagður hafa átt þátt í lausn Kenneth Bae, fanga í Norður Kóreu, með því að beina sjónum að fangelsisdómi hans árið 2016.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Bandaríkin Tengdar fréttir Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44 Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44
Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52