Ómar Ingi: Létum Breiðablik hafa fyrir hlutnum Andri Már Eggertsson skrifar 19. ágúst 2022 22:30 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, í leik kvöldsins gegn Breiðabliki. Vísir/Hulda Margrét HK er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 0-1 tap gegn Breiðabliki í Kórnum. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, bar höfuðið hátt eftir naumt tap gegn toppliði Bestu deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan að mestu leyti góð. Við vildum reyna að setja pressu á þá og halda í boltann. Mér fannst við láta þá hafa mikið fyrir því að fara áfram í kvöld,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Vísi eftir leik. Ómar var ánægður með hvernig hans menn leystu pressu Breiðabliks í fyrri hálfleik þar sem þeir héldu boltanum inn á vallarhelmingi HK. „Við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst að við þyrftum að spila aftarlega. Við höfum séð það gerast hjá öllum andstæðingum Breiðabliks á tímabilinu. Við ræddum það fyrir leik að þá yrðum við að vera þéttir fyrir og verja leiðirnar að markinu sem mér fannst ganga upp.“ Omar Sowe kom Breiðabliki yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Ómar Ingi hefði viljað sjá sína menn spila betri varnarleik á því augnabliki. „Við hefðum átt að koma í veg fyrir það. Auðvitað er það þannig að alltaf þegar þú færð á þig mark þá klikkar eitthvað. Við vissum að þeir myndu nýta sér þessa leið og ef ég hefði fengið að velja þá hefði ég kosið að fá á mig mark á öðruvísi hátt.“ Ómar var ánægður með hvernig HK spilaði eftir að hafa fengið á sig mark og var allt annar bragur á liðinu miðað við síðasta leik. „Mér fannst viðbrögðin góð eftir að við fengum á okkur mark. Ég held að Blikarnir hafi fundið það að þeir myndu ekki valta yfir okkur þrátt fyrir að hafa komist marki yfir. Mér fannst viðbrögðin við markinu í kvöld töluvert betri heldur en í síðasta leik gegn Þór Akureyri. Það var töluvert meira vinnuframlag frá liðinu í kvöld sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta leik.“ Heimamenn freistuðu þess að ná inn jöfnunarmarki og koma leiknum í framlengingu og var Ómar nokkuð sáttur með færin sem liðið skapaði sér á síðustu mínútunum. „Ég var ánægður með færin sem við sköpuðum okkur undir lokin. Mér fannst við fá besta færið okkar undir lok fyrri hálfleiks þegar Teitur [Magnússon] skallaði í slána og síðan björgðu þeir á línu,“ sagði Ómar Ingi að lokum. HK Mjólkurbikar karla Breiðablik Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan að mestu leyti góð. Við vildum reyna að setja pressu á þá og halda í boltann. Mér fannst við láta þá hafa mikið fyrir því að fara áfram í kvöld,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Vísi eftir leik. Ómar var ánægður með hvernig hans menn leystu pressu Breiðabliks í fyrri hálfleik þar sem þeir héldu boltanum inn á vallarhelmingi HK. „Við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst að við þyrftum að spila aftarlega. Við höfum séð það gerast hjá öllum andstæðingum Breiðabliks á tímabilinu. Við ræddum það fyrir leik að þá yrðum við að vera þéttir fyrir og verja leiðirnar að markinu sem mér fannst ganga upp.“ Omar Sowe kom Breiðabliki yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Ómar Ingi hefði viljað sjá sína menn spila betri varnarleik á því augnabliki. „Við hefðum átt að koma í veg fyrir það. Auðvitað er það þannig að alltaf þegar þú færð á þig mark þá klikkar eitthvað. Við vissum að þeir myndu nýta sér þessa leið og ef ég hefði fengið að velja þá hefði ég kosið að fá á mig mark á öðruvísi hátt.“ Ómar var ánægður með hvernig HK spilaði eftir að hafa fengið á sig mark og var allt annar bragur á liðinu miðað við síðasta leik. „Mér fannst viðbrögðin góð eftir að við fengum á okkur mark. Ég held að Blikarnir hafi fundið það að þeir myndu ekki valta yfir okkur þrátt fyrir að hafa komist marki yfir. Mér fannst viðbrögðin við markinu í kvöld töluvert betri heldur en í síðasta leik gegn Þór Akureyri. Það var töluvert meira vinnuframlag frá liðinu í kvöld sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta leik.“ Heimamenn freistuðu þess að ná inn jöfnunarmarki og koma leiknum í framlengingu og var Ómar nokkuð sáttur með færin sem liðið skapaði sér á síðustu mínútunum. „Ég var ánægður með færin sem við sköpuðum okkur undir lokin. Mér fannst við fá besta færið okkar undir lok fyrri hálfleiks þegar Teitur [Magnússon] skallaði í slána og síðan björgðu þeir á línu,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
HK Mjólkurbikar karla Breiðablik Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Sjá meira