Reiknar með áherslu á Ævintýraborgirnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 11:58 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir er bjartsýn á breytingar. Vísir/Vilhelm Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. Ráðgert er að fundi borgarráðs ljúki klukkan hálf eitt og fulltrúar meirihlutans kynni þá fréttamönnum og foreldrum tillögurnar. Slétt vika er nú síðan foreldrar mótmæltu fyrst með börn sín í ráðhúsinu. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði brá sér út af fundinum sem hófst á tíunda tímanum í morgun - og segir að tillögur meirihlutans, sem ekki hafa verið birtar opinberlega, séu ágætar - en gera megi meira. „Ég hugsa að þetta sé svolítið á þeim línum sem hefur verið rætt áður, að bregðast við því sem má bregðast við, að það lúti helst að þessum ævintýraborgum,“ segir Ragnhildur Alda. Þannig má leiða að því líkum að meirihlutinn hyggi á undanþágur til að opna Ævintýraborgirnar svokölluðu, nýja leikskóla sem áttu að veita 340 börnum pláss í byrjun árs. Slíka tillögu mátti einnig finna í tillögum sem Sjálfstæðismenn kynntu í gær - en þeir fóru jafnframt fram á það að þær tillögur yrðu einnig teknar fyrir á fundinum í dag. Nokkuð bar á gagnrýni í garð þeirra tillagna Sjálfstæðismanna sem sneru að mönnun í gær; að koma á fót bakvarðarsveit og bjóða starfsfólki frístundaheimila vinnu á leikskólum fyrir hádegi. Vandinn lægi í laununum; þau þurfi einfaldlega að hækka. Ragnhildur Alda segir þann lið ekki umflúinn. „Þetta er eitthvað sem Reykjavíkurborg þarf að skoða, sem er bara hvernig getum við bætt starfsaðstæður. Og það er ekki held ég ein lausn. En launin hafa mikið að segja því fólk þarf að geta unnið þessa vinnu án þess að vera með aukavinnur. Þannig að það er stór næsta spurning. Og held ég verður tekin fyrir í komandi kjarasamningum.“ En hún er í öllu falli bjartsýn á breytingar. „Ég hugsa að núna þá kannski fari fólk að átta sig á því að við getum ekki lofað og lofað og verið með sömu lausnirnar. Það er alltaf sama aðferðarfræðin og sama nálgunin. Það er alltaf bara þessi lausn en ekki þessi lausn.“ Fréttin hefur verið uppfærð en horfa mátti á beina útsendingu frá kynningu á tillögunum í fréttinni. Nánar má lesa um tillögurnar hér að neðan. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Ráðgert er að fundi borgarráðs ljúki klukkan hálf eitt og fulltrúar meirihlutans kynni þá fréttamönnum og foreldrum tillögurnar. Slétt vika er nú síðan foreldrar mótmæltu fyrst með börn sín í ráðhúsinu. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði brá sér út af fundinum sem hófst á tíunda tímanum í morgun - og segir að tillögur meirihlutans, sem ekki hafa verið birtar opinberlega, séu ágætar - en gera megi meira. „Ég hugsa að þetta sé svolítið á þeim línum sem hefur verið rætt áður, að bregðast við því sem má bregðast við, að það lúti helst að þessum ævintýraborgum,“ segir Ragnhildur Alda. Þannig má leiða að því líkum að meirihlutinn hyggi á undanþágur til að opna Ævintýraborgirnar svokölluðu, nýja leikskóla sem áttu að veita 340 börnum pláss í byrjun árs. Slíka tillögu mátti einnig finna í tillögum sem Sjálfstæðismenn kynntu í gær - en þeir fóru jafnframt fram á það að þær tillögur yrðu einnig teknar fyrir á fundinum í dag. Nokkuð bar á gagnrýni í garð þeirra tillagna Sjálfstæðismanna sem sneru að mönnun í gær; að koma á fót bakvarðarsveit og bjóða starfsfólki frístundaheimila vinnu á leikskólum fyrir hádegi. Vandinn lægi í laununum; þau þurfi einfaldlega að hækka. Ragnhildur Alda segir þann lið ekki umflúinn. „Þetta er eitthvað sem Reykjavíkurborg þarf að skoða, sem er bara hvernig getum við bætt starfsaðstæður. Og það er ekki held ég ein lausn. En launin hafa mikið að segja því fólk þarf að geta unnið þessa vinnu án þess að vera með aukavinnur. Þannig að það er stór næsta spurning. Og held ég verður tekin fyrir í komandi kjarasamningum.“ En hún er í öllu falli bjartsýn á breytingar. „Ég hugsa að núna þá kannski fari fólk að átta sig á því að við getum ekki lofað og lofað og verið með sömu lausnirnar. Það er alltaf sama aðferðarfræðin og sama nálgunin. Það er alltaf bara þessi lausn en ekki þessi lausn.“ Fréttin hefur verið uppfærð en horfa mátti á beina útsendingu frá kynningu á tillögunum í fréttinni. Nánar má lesa um tillögurnar hér að neðan.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira