Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en viðbragðsaðilar funduðu í morgun um stöðu mála.
Tekin var ákvörðun um að gossvæðið yrði opið í dag en veðurspá á svæðinu lítur ágætlega út. Norðaustan fimm til tíu metrar á sekúndu. Gasmengunar gæti orðið vart í Grindavík en þegar líður á daginn er spáð norðvestlægri átt.