Ekkert útivistarveður við gosstöðvarnar í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 17. ágúst 2022 09:56 Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu þegar gosstöðvarnar opna að nýju. Vísir/Vilhelm Lokað er inn á gossvæðið í Meradölum í dag og verða allir sem ætla Suðurstrandarveginn stoppaðir og rætt við þá. Spáð er vonskuveðri í dag, allt að 23 metrum á sekúndu ásamt talsverðri rigningu. „Þeir sem ætla að laumast framhjá, þeir fá tiltal frá lögreglu og verður vísað í burtu af svæðinu,“ sagði Guðbrandur Örn Arnarson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Alls fóru 4.847 manns um gossvæðið í gær samkvæmt tölum Ferðamálastofu en viðbragðsaðilar segja að gera megi ráð fyrir að þessar tölur séu í raun mun hærri. Þrátt fyrir margmenni var róleg vakt hjá viðbragðsaðilum í gær, einungis þrjú atvik skráð. Í öllum þeim var um að ræða göngumenn sem höfðu meitt sig lítillega. „Þar er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi, fimmtán til 23 metrar á sekúndu, og talsverðri rigningu. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 metrum á sekúndu,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar um veðrið á Suðurlandi í dag. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þeir sem ætla að laumast framhjá, þeir fá tiltal frá lögreglu og verður vísað í burtu af svæðinu,“ sagði Guðbrandur Örn Arnarson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Alls fóru 4.847 manns um gossvæðið í gær samkvæmt tölum Ferðamálastofu en viðbragðsaðilar segja að gera megi ráð fyrir að þessar tölur séu í raun mun hærri. Þrátt fyrir margmenni var róleg vakt hjá viðbragðsaðilum í gær, einungis þrjú atvik skráð. Í öllum þeim var um að ræða göngumenn sem höfðu meitt sig lítillega. „Þar er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi, fimmtán til 23 metrar á sekúndu, og talsverðri rigningu. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 metrum á sekúndu,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar um veðrið á Suðurlandi í dag.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36