Sjáðu markaflóð Þróttara, fyrstu mörk Selfyssinga í langan tíma og endurkomu Keflavíkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 08:01 Þróttur skoraði fimm gegn ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þar sem alls voru 13 mörk. Þróttur Reykjavík vann ÍBV 5-1, Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA og Keflavík kom til baka og vann Aftureldingu 3-2 í Mosfellsbæ. Þróttur R. og ÍBV mættust í því sem átti að vera hörkuleikur í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar en liðin voru í 4. og 5. sæti fyrir leikinn. Leikurinn var spennandi í upphafi en Þróttarar tóku öll völd á vellinum þegar líða tók á fyrri hálfleik. Andrea Rut Bjarnadóttir kom Þrótti yfir en Sandra Voitane jafnaði metin fyrir Eyjakonur á 18. mínútu. Eftir það lauk ÍBV leik ef svo má að orði komast. Danielle Julia Marcano skoraði tvívegis áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 3-1 er gengið var til búningsherbergja. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir bættu við mörkum í síðari hálfleik og fór það svo að Þróttur vann 5-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Þróttur R. 5-1 ÍBV Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA en fyrir leikinn hafði Selfoss ekki skorað í fimm leikjum í röð. Brenna Lovera gerði fyrra markið á 6. mínútu leiksins og Susanna Joy Friedrichs tryggði sigurinn með síðara marki liðsins á 77. mínútu. Klippa: Besta deild kvenna: Selfoss 2-0 Þór/KA Afturelding og Keflavík mættust í hörkuleik þar sem gestirnir höfðu betur. Ana Paula Santos Silva kom Keflavík yfir en Hildur Karítas Gunnarsdóttir jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Eyrún Vala Harðardóttir kom Aftureldingu yfir í síðari hálfleik en Keflavík svaraði með tveimur mörkum. Anita Lind Daníelsdótti jafnaði metin úr vítaspyrnu og Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmarkið þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Klippa: Besta deild kvenna: Afturelding 2-3 Keflavík Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Keflavík ÍF Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Þróttur R. og ÍBV mættust í því sem átti að vera hörkuleikur í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar en liðin voru í 4. og 5. sæti fyrir leikinn. Leikurinn var spennandi í upphafi en Þróttarar tóku öll völd á vellinum þegar líða tók á fyrri hálfleik. Andrea Rut Bjarnadóttir kom Þrótti yfir en Sandra Voitane jafnaði metin fyrir Eyjakonur á 18. mínútu. Eftir það lauk ÍBV leik ef svo má að orði komast. Danielle Julia Marcano skoraði tvívegis áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 3-1 er gengið var til búningsherbergja. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir bættu við mörkum í síðari hálfleik og fór það svo að Þróttur vann 5-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Þróttur R. 5-1 ÍBV Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA en fyrir leikinn hafði Selfoss ekki skorað í fimm leikjum í röð. Brenna Lovera gerði fyrra markið á 6. mínútu leiksins og Susanna Joy Friedrichs tryggði sigurinn með síðara marki liðsins á 77. mínútu. Klippa: Besta deild kvenna: Selfoss 2-0 Þór/KA Afturelding og Keflavík mættust í hörkuleik þar sem gestirnir höfðu betur. Ana Paula Santos Silva kom Keflavík yfir en Hildur Karítas Gunnarsdóttir jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Eyrún Vala Harðardóttir kom Aftureldingu yfir í síðari hálfleik en Keflavík svaraði með tveimur mörkum. Anita Lind Daníelsdótti jafnaði metin úr vítaspyrnu og Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmarkið þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Klippa: Besta deild kvenna: Afturelding 2-3 Keflavík Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Keflavík ÍF Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira