Sjáðu markaflóð Þróttara, fyrstu mörk Selfyssinga í langan tíma og endurkomu Keflavíkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 08:01 Þróttur skoraði fimm gegn ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þar sem alls voru 13 mörk. Þróttur Reykjavík vann ÍBV 5-1, Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA og Keflavík kom til baka og vann Aftureldingu 3-2 í Mosfellsbæ. Þróttur R. og ÍBV mættust í því sem átti að vera hörkuleikur í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar en liðin voru í 4. og 5. sæti fyrir leikinn. Leikurinn var spennandi í upphafi en Þróttarar tóku öll völd á vellinum þegar líða tók á fyrri hálfleik. Andrea Rut Bjarnadóttir kom Þrótti yfir en Sandra Voitane jafnaði metin fyrir Eyjakonur á 18. mínútu. Eftir það lauk ÍBV leik ef svo má að orði komast. Danielle Julia Marcano skoraði tvívegis áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 3-1 er gengið var til búningsherbergja. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir bættu við mörkum í síðari hálfleik og fór það svo að Þróttur vann 5-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Þróttur R. 5-1 ÍBV Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA en fyrir leikinn hafði Selfoss ekki skorað í fimm leikjum í röð. Brenna Lovera gerði fyrra markið á 6. mínútu leiksins og Susanna Joy Friedrichs tryggði sigurinn með síðara marki liðsins á 77. mínútu. Klippa: Besta deild kvenna: Selfoss 2-0 Þór/KA Afturelding og Keflavík mættust í hörkuleik þar sem gestirnir höfðu betur. Ana Paula Santos Silva kom Keflavík yfir en Hildur Karítas Gunnarsdóttir jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Eyrún Vala Harðardóttir kom Aftureldingu yfir í síðari hálfleik en Keflavík svaraði með tveimur mörkum. Anita Lind Daníelsdótti jafnaði metin úr vítaspyrnu og Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmarkið þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Klippa: Besta deild kvenna: Afturelding 2-3 Keflavík Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Keflavík ÍF Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Þróttur R. og ÍBV mættust í því sem átti að vera hörkuleikur í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar en liðin voru í 4. og 5. sæti fyrir leikinn. Leikurinn var spennandi í upphafi en Þróttarar tóku öll völd á vellinum þegar líða tók á fyrri hálfleik. Andrea Rut Bjarnadóttir kom Þrótti yfir en Sandra Voitane jafnaði metin fyrir Eyjakonur á 18. mínútu. Eftir það lauk ÍBV leik ef svo má að orði komast. Danielle Julia Marcano skoraði tvívegis áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 3-1 er gengið var til búningsherbergja. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir bættu við mörkum í síðari hálfleik og fór það svo að Þróttur vann 5-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Þróttur R. 5-1 ÍBV Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA en fyrir leikinn hafði Selfoss ekki skorað í fimm leikjum í röð. Brenna Lovera gerði fyrra markið á 6. mínútu leiksins og Susanna Joy Friedrichs tryggði sigurinn með síðara marki liðsins á 77. mínútu. Klippa: Besta deild kvenna: Selfoss 2-0 Þór/KA Afturelding og Keflavík mættust í hörkuleik þar sem gestirnir höfðu betur. Ana Paula Santos Silva kom Keflavík yfir en Hildur Karítas Gunnarsdóttir jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Eyrún Vala Harðardóttir kom Aftureldingu yfir í síðari hálfleik en Keflavík svaraði með tveimur mörkum. Anita Lind Daníelsdótti jafnaði metin úr vítaspyrnu og Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmarkið þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Klippa: Besta deild kvenna: Afturelding 2-3 Keflavík Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Keflavík ÍF Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira