Hver þorir að eignast barn í Reykjavík? Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 08:01 Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra. Nú er öldin önnur og ekki er hjúskaparstaðan lengur til fyrirstöðu heldur áratugalangt ráðaleysi hjá meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Þegar ég átti frumburðinn minn fyrir 12 árum heyrði ég fyrst loforðið um leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Samfylkingin hafði þá tekið við stjórn borgarinnar og til stóð að leggja niður dagforeldrakerfið því að þess í stað kæmu ungbarnaleikskólar. Því miður virðist engu skipta með hvaða flokki meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar er: Vinstri Grænum, Pírötum, Viðreisn, Besta flokknum, Bjartri framtíð eða Framsókn, alltaf reynist verkefnið þeim ofviða. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn boðaði fyrir síðustu kosningar nýjar og fjölbreyttari lausnir í þágu þess að efna þetta loforð varð borgarfulltrúa Pírata ekki um sel og hóf þá að ásaka Sjálfstæðisflokkinn um lygar og tækifærismennsku. Leikskólavandinn væri alveg við það að fara leysast eins og fyrri árin og Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að reyna að stela þeirra árangri. Augljóslega varð engum árangri stolið af Pírötum, vandinn er enn óleystur, enda hefur aldrei verið útlit fyrir endanlega lausn á honum í áætlunum borgarinnar. Píratar geta því haldið áfram að lofa úrbótum sem þeir efna aldrei. Frjálslynd viðhorf leysa vandann. Ekki forræðishyggja og einsleitni Sú stefna að grafa undan dagforeldrastéttinni hefur gengið ágætlega hjá öllum borgarstjórnarmeirihlutum Samfylkingarinnar síðan 2010 og nú er staðan orðin sú að börn fá hvorki pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Í kjölfarið hafa foreldrar fundið sig neydda til að hörfa af atvinnumarkaðnum eða minnka við sig vinnu, líkt og árið 1991. Það kostar þessi heimili 3,9 milljónir króna að meðaltali í töpuðum launatekjum. Til að bregðast við þessu lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að greiða þeim fjölskyldum sem eru fórnarlömb loforðasvikanna mánaðarlega 200.000 kr. í biðlistabætur. Því barneignir í Reykjavík eiga ekki að verða til þess að festa fjölskyldur í fjárhagslegri spennitreyju. Í þessu kristallast munurinn á hugmyndafræði allra vinstri meirihlutanna í borgarstjórn og Sjálfstæðisflokksins. Okkar hugmyndafræði byggir á því að þjónustuþörfum fjölskyldna sé best mætt með frjálslyndi að leiðarljósi. Við viljum ekki ákveða fyrir fjölskyldur hvernig þau ráðstafa degi barna sinna heldur að tryggja að þeim mæti fjölbreytt framboð á möguleikum tildagvistunar svo fjölskyldur hafi raunverulegt val. Framþróun á sviði dagvistunar þarf að geta svarað ólíkum þörfum. Einhverjar fjölskyldur vilja helst hafa börn sín á leikskóla á meðan aðrar vilja frekar hafa börn sín hjá dagforeldri. Það er munur á milli dagforeldra eins og leikskóla og einhver dagforeldri gætu ákveðið að bjóða upp á sértækari þjónustu en þá sem leikskólar geta boðið upp á. Ef við styðjum við fjölbreytt framboð af möguleikum til dagvistunar tryggjum við jafnframt að allir finni sér eitthvað við sitt hæfi. Það á ekki að refsa foreldrum fjárhagslega fyrir að fá pláss hjá dagforeldrum og þess vegna lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo kostnaðurinn sé til jafns við leikskólagjöld. Síðastliðinn áratug hafa forræðishyggja og einsleitni vinstri meirihlutans í borgarstjórn einkennt alla stefnumörkun í málefnum dagvistunar. Það er komin tími á frjálslynd viðhorf í dagvistunarmálum í Reykjavík því að áframhald á þessari braut eru skilaboð til foreldra um að hætta sér ekki í barneignir. Höfundur er Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra. Nú er öldin önnur og ekki er hjúskaparstaðan lengur til fyrirstöðu heldur áratugalangt ráðaleysi hjá meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Þegar ég átti frumburðinn minn fyrir 12 árum heyrði ég fyrst loforðið um leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Samfylkingin hafði þá tekið við stjórn borgarinnar og til stóð að leggja niður dagforeldrakerfið því að þess í stað kæmu ungbarnaleikskólar. Því miður virðist engu skipta með hvaða flokki meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar er: Vinstri Grænum, Pírötum, Viðreisn, Besta flokknum, Bjartri framtíð eða Framsókn, alltaf reynist verkefnið þeim ofviða. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn boðaði fyrir síðustu kosningar nýjar og fjölbreyttari lausnir í þágu þess að efna þetta loforð varð borgarfulltrúa Pírata ekki um sel og hóf þá að ásaka Sjálfstæðisflokkinn um lygar og tækifærismennsku. Leikskólavandinn væri alveg við það að fara leysast eins og fyrri árin og Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að reyna að stela þeirra árangri. Augljóslega varð engum árangri stolið af Pírötum, vandinn er enn óleystur, enda hefur aldrei verið útlit fyrir endanlega lausn á honum í áætlunum borgarinnar. Píratar geta því haldið áfram að lofa úrbótum sem þeir efna aldrei. Frjálslynd viðhorf leysa vandann. Ekki forræðishyggja og einsleitni Sú stefna að grafa undan dagforeldrastéttinni hefur gengið ágætlega hjá öllum borgarstjórnarmeirihlutum Samfylkingarinnar síðan 2010 og nú er staðan orðin sú að börn fá hvorki pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Í kjölfarið hafa foreldrar fundið sig neydda til að hörfa af atvinnumarkaðnum eða minnka við sig vinnu, líkt og árið 1991. Það kostar þessi heimili 3,9 milljónir króna að meðaltali í töpuðum launatekjum. Til að bregðast við þessu lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að greiða þeim fjölskyldum sem eru fórnarlömb loforðasvikanna mánaðarlega 200.000 kr. í biðlistabætur. Því barneignir í Reykjavík eiga ekki að verða til þess að festa fjölskyldur í fjárhagslegri spennitreyju. Í þessu kristallast munurinn á hugmyndafræði allra vinstri meirihlutanna í borgarstjórn og Sjálfstæðisflokksins. Okkar hugmyndafræði byggir á því að þjónustuþörfum fjölskyldna sé best mætt með frjálslyndi að leiðarljósi. Við viljum ekki ákveða fyrir fjölskyldur hvernig þau ráðstafa degi barna sinna heldur að tryggja að þeim mæti fjölbreytt framboð á möguleikum tildagvistunar svo fjölskyldur hafi raunverulegt val. Framþróun á sviði dagvistunar þarf að geta svarað ólíkum þörfum. Einhverjar fjölskyldur vilja helst hafa börn sín á leikskóla á meðan aðrar vilja frekar hafa börn sín hjá dagforeldri. Það er munur á milli dagforeldra eins og leikskóla og einhver dagforeldri gætu ákveðið að bjóða upp á sértækari þjónustu en þá sem leikskólar geta boðið upp á. Ef við styðjum við fjölbreytt framboð af möguleikum til dagvistunar tryggjum við jafnframt að allir finni sér eitthvað við sitt hæfi. Það á ekki að refsa foreldrum fjárhagslega fyrir að fá pláss hjá dagforeldrum og þess vegna lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo kostnaðurinn sé til jafns við leikskólagjöld. Síðastliðinn áratug hafa forræðishyggja og einsleitni vinstri meirihlutans í borgarstjórn einkennt alla stefnumörkun í málefnum dagvistunar. Það er komin tími á frjálslynd viðhorf í dagvistunarmálum í Reykjavík því að áframhald á þessari braut eru skilaboð til foreldra um að hætta sér ekki í barneignir. Höfundur er Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun