Atli Viðar kallar eftir símtali í einn mann: Það lélegasta hjá FH í tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2022 12:30 Markhæsti leikmaðurinn í sögu FH í efstu deild vill að Forsvarsmenn FH hringi neyðarkall í Pétur Viðarsson. Vísir/Hulda Margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, spilaði með FH-liðinu í næstum því tuttugu ár og er markahæsti og næstleikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Atli þekkir því FH út og inn og hann bauð upp á sannkallaða eldræðu eftir enn eitt tap FH-liðins í Bestu deildinni, nú 4-1 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum. „Ég er búinn að hugsa þetta svolítið mikið í dag og ég held að mér sé alveg óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn sé það lélegasta sem FH hefur í sýnt í tuttugu ár,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Á þessari öld síðan FH kom aftur upp þá fann ég ekki lélegri frammistöðu hjá FH heldur en þennan fyrri hálfleik. Ég hef séð býsna marga af þessum leikjum,“ sagði Atli Viðar. „ÍBV var komið í 2-0 eftir tólf mínútur. Áður en þeir skora fyrsta markið sitt á níundu mínútu þá eru þeir búnir að fá tvö dauðafæri. Þjálfararnir hjá FH lýstu því yfir fyrir leikinn að þeir væru að fara til Eyja í stríð. Fyrir mér eru það mistök því þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð,“ sagði Atli Viðar. „Þú verður einhvern veginn að nálgast þennan leik aðeins öðruvísi því þú sást langar leiðir hvað þeir voru gíraðir og tilbúnir í þetta. Þessi yfirlýsing að FH ætluðu að koma til Vestmannaeyja til að fara í stríð gerði ekkert annað en að vera bensín á það bál að þeir yrðu gíraðir í þennan leik,“ sagði Atli Viðar eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Atli Viðar: Þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð Atli Viðar skoðaði einnig slæma líkamstjáningu leikmanna FH-liðsins og fór yfir það sérstaklega þegar Stúkan ræddi það hvort Hafnfirðingar séu á heljarþröm. „Ég sé vandamál í hverju horni en þegar maður rýndi í leikinn í gær þá horfði ég mikið í líkamstjáningu leikmanna. Mér finnst eldri menn, svona fimm leikmenn í byrjunarliðinu á móti ÍBV, vera leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en þeir eru að gera. Mér finnst þeir allir bera sig eins og þeir séu með allar heimsins áhyggjur á herðunum. Það er enginn þeirra sem er líklegur til að stíga upp og bera liðið í gegnum þennan skafl sem þeir eru í,“ sagði Atli Viðar. Hann er þar að tala um reynsluboltana Steven Lennon, Kristinn Freyr Sigurðsson, Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson og Guðmundur Kristjánsson. „Þessir leikmenn verða að breyta líkamstjáningu og hvernig þeir koma fram ef þeir ætla að ná að snúa þessu við. Ég hef pínulítið á tilfinningunni að þeir séu búnir að gefast upp sjálfir. Þeir hafa ekki trú á því að þeir geti snúið þessu við og erum að bíða eftir utanaðkomandi hjálp,“ sagði Atli Viðar. „Forsvarsmenn FH ættu að leggja allt stolt til hliðar núna. Það er bara massíft björgunarstarf fram undan í tvo mánuði við að bjarga félaginu frá falli. Partur af því er að hringja í Pétur Viðarsson. Pétur hefur þá eiginleika sem vantar í FH-liðið í dag. Hann sýnir stolt, hann mun berja inn liðsheild og hann mun koma inn með baráttu og sýna að honum er ekki sama. Það eru atriði sem vantar í FH-liðið í dag,“ sagði Atli Viðar en það má sjá allt innslagið um stöðu FH hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Hafnfirðingar á heljarþröm Besta deild karla FH Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Atli þekkir því FH út og inn og hann bauð upp á sannkallaða eldræðu eftir enn eitt tap FH-liðins í Bestu deildinni, nú 4-1 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum. „Ég er búinn að hugsa þetta svolítið mikið í dag og ég held að mér sé alveg óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn sé það lélegasta sem FH hefur í sýnt í tuttugu ár,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Á þessari öld síðan FH kom aftur upp þá fann ég ekki lélegri frammistöðu hjá FH heldur en þennan fyrri hálfleik. Ég hef séð býsna marga af þessum leikjum,“ sagði Atli Viðar. „ÍBV var komið í 2-0 eftir tólf mínútur. Áður en þeir skora fyrsta markið sitt á níundu mínútu þá eru þeir búnir að fá tvö dauðafæri. Þjálfararnir hjá FH lýstu því yfir fyrir leikinn að þeir væru að fara til Eyja í stríð. Fyrir mér eru það mistök því þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð,“ sagði Atli Viðar. „Þú verður einhvern veginn að nálgast þennan leik aðeins öðruvísi því þú sást langar leiðir hvað þeir voru gíraðir og tilbúnir í þetta. Þessi yfirlýsing að FH ætluðu að koma til Vestmannaeyja til að fara í stríð gerði ekkert annað en að vera bensín á það bál að þeir yrðu gíraðir í þennan leik,“ sagði Atli Viðar eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Atli Viðar: Þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð Atli Viðar skoðaði einnig slæma líkamstjáningu leikmanna FH-liðsins og fór yfir það sérstaklega þegar Stúkan ræddi það hvort Hafnfirðingar séu á heljarþröm. „Ég sé vandamál í hverju horni en þegar maður rýndi í leikinn í gær þá horfði ég mikið í líkamstjáningu leikmanna. Mér finnst eldri menn, svona fimm leikmenn í byrjunarliðinu á móti ÍBV, vera leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en þeir eru að gera. Mér finnst þeir allir bera sig eins og þeir séu með allar heimsins áhyggjur á herðunum. Það er enginn þeirra sem er líklegur til að stíga upp og bera liðið í gegnum þennan skafl sem þeir eru í,“ sagði Atli Viðar. Hann er þar að tala um reynsluboltana Steven Lennon, Kristinn Freyr Sigurðsson, Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson og Guðmundur Kristjánsson. „Þessir leikmenn verða að breyta líkamstjáningu og hvernig þeir koma fram ef þeir ætla að ná að snúa þessu við. Ég hef pínulítið á tilfinningunni að þeir séu búnir að gefast upp sjálfir. Þeir hafa ekki trú á því að þeir geti snúið þessu við og erum að bíða eftir utanaðkomandi hjálp,“ sagði Atli Viðar. „Forsvarsmenn FH ættu að leggja allt stolt til hliðar núna. Það er bara massíft björgunarstarf fram undan í tvo mánuði við að bjarga félaginu frá falli. Partur af því er að hringja í Pétur Viðarsson. Pétur hefur þá eiginleika sem vantar í FH-liðið í dag. Hann sýnir stolt, hann mun berja inn liðsheild og hann mun koma inn með baráttu og sýna að honum er ekki sama. Það eru atriði sem vantar í FH-liðið í dag,“ sagði Atli Viðar en það má sjá allt innslagið um stöðu FH hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Hafnfirðingar á heljarþröm
Besta deild karla FH Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram