Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 09:01 Harry Maguire er fyrirliði Manchester United. EPA-EFE/Peter Powell Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. Martin Ziegler, yfirmaður íþróttadeildar The Times, ræddi við Sky Sports um stöðu mála hjá Man United. „Ég tel það skiljanlegt að leikmenn á borð við Harry Maguire geti lýst yfir áhyggjum sínum [á skorti á nýjum leikmönnum], sérstaklega er kemur að breidd leikmannahópsins. Það er þó kaldhæðnislegt þar sem það eru leikmennirnir sem eru ekki að standa sig. Þeir eru að biðja aðra leikmenn um að koma inn og taka sæti þeirra í byrjunarliðinu.“ „Það vita allir hversu erfitt verkefni er framundan hjá Man United, þeir þurfa að sækja virkilega góða leikmenn ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir.“ „Glazer fjölskyldan hefur aldrei verið hrædd við að setja pening í leikmannahóp félagsins. Á síðustu tíu árum hefur félagið eytt jafn miklu og hver annar. Vandamálið er að fá inn réttu leikmennina. Félagið þarf að komast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, það er það sem venjulega rekur eigendurna í að setja pening í leikmannakaup.“ „Það er alltaf stór áskorun að fara til Man United. Kannski vissi Erik ten Hag ekki hversu erfitt þetta yrði. Hann vissi ekki hvernig leikmennirnir væru eða hvernig samheldnin í hópnum væri, hvernig mótherjar liðsins væru eða hvort leikmenn væru ósáttir með stöðu sína í liðinu. Hann er án efa í áfalli eftir hörmungarbyrjun liðsins.“ „Ef þú horfir á Brentford leikinn, það voru nokkrir leikmenn sem virkuðu hægir og orkulausir. Þeir litu út fyrir að vera sigraðir um leið og fyrsta markið kom,“ sagði Ziegler að lokum við Sky Sports. Manchester United fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn kemur. Liðin hafa bæði byrjað illa á leiktíðinni og gæti sá leikur verið hin fullkomna leið til að koma tímabilinu af stað fyrir alvöru. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. 15. ágúst 2022 16:00 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. 14. ágúst 2022 10:00 Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. 13. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Martin Ziegler, yfirmaður íþróttadeildar The Times, ræddi við Sky Sports um stöðu mála hjá Man United. „Ég tel það skiljanlegt að leikmenn á borð við Harry Maguire geti lýst yfir áhyggjum sínum [á skorti á nýjum leikmönnum], sérstaklega er kemur að breidd leikmannahópsins. Það er þó kaldhæðnislegt þar sem það eru leikmennirnir sem eru ekki að standa sig. Þeir eru að biðja aðra leikmenn um að koma inn og taka sæti þeirra í byrjunarliðinu.“ „Það vita allir hversu erfitt verkefni er framundan hjá Man United, þeir þurfa að sækja virkilega góða leikmenn ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir.“ „Glazer fjölskyldan hefur aldrei verið hrædd við að setja pening í leikmannahóp félagsins. Á síðustu tíu árum hefur félagið eytt jafn miklu og hver annar. Vandamálið er að fá inn réttu leikmennina. Félagið þarf að komast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, það er það sem venjulega rekur eigendurna í að setja pening í leikmannakaup.“ „Það er alltaf stór áskorun að fara til Man United. Kannski vissi Erik ten Hag ekki hversu erfitt þetta yrði. Hann vissi ekki hvernig leikmennirnir væru eða hvernig samheldnin í hópnum væri, hvernig mótherjar liðsins væru eða hvort leikmenn væru ósáttir með stöðu sína í liðinu. Hann er án efa í áfalli eftir hörmungarbyrjun liðsins.“ „Ef þú horfir á Brentford leikinn, það voru nokkrir leikmenn sem virkuðu hægir og orkulausir. Þeir litu út fyrir að vera sigraðir um leið og fyrsta markið kom,“ sagði Ziegler að lokum við Sky Sports. Manchester United fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn kemur. Liðin hafa bæði byrjað illa á leiktíðinni og gæti sá leikur verið hin fullkomna leið til að koma tímabilinu af stað fyrir alvöru.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. 15. ágúst 2022 16:00 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. 14. ágúst 2022 10:00 Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. 13. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. 15. ágúst 2022 16:00
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30
De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. 14. ágúst 2022 10:00
Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. 13. ágúst 2022 20:51
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti