Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 09:01 Harry Maguire er fyrirliði Manchester United. EPA-EFE/Peter Powell Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. Martin Ziegler, yfirmaður íþróttadeildar The Times, ræddi við Sky Sports um stöðu mála hjá Man United. „Ég tel það skiljanlegt að leikmenn á borð við Harry Maguire geti lýst yfir áhyggjum sínum [á skorti á nýjum leikmönnum], sérstaklega er kemur að breidd leikmannahópsins. Það er þó kaldhæðnislegt þar sem það eru leikmennirnir sem eru ekki að standa sig. Þeir eru að biðja aðra leikmenn um að koma inn og taka sæti þeirra í byrjunarliðinu.“ „Það vita allir hversu erfitt verkefni er framundan hjá Man United, þeir þurfa að sækja virkilega góða leikmenn ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir.“ „Glazer fjölskyldan hefur aldrei verið hrædd við að setja pening í leikmannahóp félagsins. Á síðustu tíu árum hefur félagið eytt jafn miklu og hver annar. Vandamálið er að fá inn réttu leikmennina. Félagið þarf að komast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, það er það sem venjulega rekur eigendurna í að setja pening í leikmannakaup.“ „Það er alltaf stór áskorun að fara til Man United. Kannski vissi Erik ten Hag ekki hversu erfitt þetta yrði. Hann vissi ekki hvernig leikmennirnir væru eða hvernig samheldnin í hópnum væri, hvernig mótherjar liðsins væru eða hvort leikmenn væru ósáttir með stöðu sína í liðinu. Hann er án efa í áfalli eftir hörmungarbyrjun liðsins.“ „Ef þú horfir á Brentford leikinn, það voru nokkrir leikmenn sem virkuðu hægir og orkulausir. Þeir litu út fyrir að vera sigraðir um leið og fyrsta markið kom,“ sagði Ziegler að lokum við Sky Sports. Manchester United fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn kemur. Liðin hafa bæði byrjað illa á leiktíðinni og gæti sá leikur verið hin fullkomna leið til að koma tímabilinu af stað fyrir alvöru. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. 15. ágúst 2022 16:00 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. 14. ágúst 2022 10:00 Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. 13. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Martin Ziegler, yfirmaður íþróttadeildar The Times, ræddi við Sky Sports um stöðu mála hjá Man United. „Ég tel það skiljanlegt að leikmenn á borð við Harry Maguire geti lýst yfir áhyggjum sínum [á skorti á nýjum leikmönnum], sérstaklega er kemur að breidd leikmannahópsins. Það er þó kaldhæðnislegt þar sem það eru leikmennirnir sem eru ekki að standa sig. Þeir eru að biðja aðra leikmenn um að koma inn og taka sæti þeirra í byrjunarliðinu.“ „Það vita allir hversu erfitt verkefni er framundan hjá Man United, þeir þurfa að sækja virkilega góða leikmenn ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir.“ „Glazer fjölskyldan hefur aldrei verið hrædd við að setja pening í leikmannahóp félagsins. Á síðustu tíu árum hefur félagið eytt jafn miklu og hver annar. Vandamálið er að fá inn réttu leikmennina. Félagið þarf að komast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, það er það sem venjulega rekur eigendurna í að setja pening í leikmannakaup.“ „Það er alltaf stór áskorun að fara til Man United. Kannski vissi Erik ten Hag ekki hversu erfitt þetta yrði. Hann vissi ekki hvernig leikmennirnir væru eða hvernig samheldnin í hópnum væri, hvernig mótherjar liðsins væru eða hvort leikmenn væru ósáttir með stöðu sína í liðinu. Hann er án efa í áfalli eftir hörmungarbyrjun liðsins.“ „Ef þú horfir á Brentford leikinn, það voru nokkrir leikmenn sem virkuðu hægir og orkulausir. Þeir litu út fyrir að vera sigraðir um leið og fyrsta markið kom,“ sagði Ziegler að lokum við Sky Sports. Manchester United fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn kemur. Liðin hafa bæði byrjað illa á leiktíðinni og gæti sá leikur verið hin fullkomna leið til að koma tímabilinu af stað fyrir alvöru.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. 15. ágúst 2022 16:00 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. 14. ágúst 2022 10:00 Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. 13. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. 15. ágúst 2022 16:00
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30
De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. 14. ágúst 2022 10:00
Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. 13. ágúst 2022 20:51