Lortur beið lögreglu eftir innbrot í Árbæ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 06:42 Nóg var um að vera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Lögreglan var til að mynda kölluð til vegna innbrots í fyrirtæki í Árbæ. Í stað þess að mæta innbrotsmanninum við komuna á vettvang tók lortur á gólfi fyrirtækisins á móti lögreglunni og innbrotsmaðurinn hvergi sjáanlegur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að 68 mál hafi verið skráð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Nokkuð var um innbrot í fyrirtæki, þar á meaðl í hverfi 105 þar sem innbrotsmaður stal peningakassa en var handtekinn skömmu síðar og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þá var tilkynnt um innbrot í verslun í hverfi 108 og reyndi innbrotsþjófurinn að hlaupa undan lögreglu, sem hljóp hann uppi. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir voru þá handteknir sem grunaðir eru um reiðhjólaþjófnað. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Tilkynnt var um umferðaslys á Grenimel í Vesturbæ. Ekki kemur fram hvort slysið hafi verið alvarlegt. Þá var tilkynnt um árekstur og afstungu við Smáralind. Þá var tilkynnt um umferðaslys í Kópavogi en engin slys urðu á fólki þó ökutæki hefðu skemmst. Tilkynnt var um annan árekstur og afstungu í Grafarvogi en ökumaðurinn sá að sér og viðurkenndi brotið skömmu síðar. Tveir ökumenn voru þá sektaðir við umferðareftirlit lögreglu á Stekkjarbakka vegna of hraðs aksturs. Skráningarmerki voru fjarlægð af öðru ökutækjanna vegna trygginga. Þá var ökumaður stöðvaður í Kópavogu en hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Lagt var hald á falsað ökuskírteini sem hann framvísaði. Þá var einn stöðvaður sem reyndist sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað verið kærður fyrir að keyra sviptur þeim. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Einn var þá sektaður fyrir að aka á 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 80. Þá var nokkuð um að vera hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það var kallað til vegna elds í ruslatunnu og vegna leka af þriðju hæð í fjölbýli. Íbúi þar hafði látið renna í bað og gleymt sér þannig að upp úr flæddi. Slökkviliðið mætti á staðinn og hreinsaði íbúðina. Einnig þurfti slökkviliðið að sinna gróðureldi við Rauðavatn sem tókst ágætlega að slökkva. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að 68 mál hafi verið skráð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Nokkuð var um innbrot í fyrirtæki, þar á meaðl í hverfi 105 þar sem innbrotsmaður stal peningakassa en var handtekinn skömmu síðar og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þá var tilkynnt um innbrot í verslun í hverfi 108 og reyndi innbrotsþjófurinn að hlaupa undan lögreglu, sem hljóp hann uppi. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir voru þá handteknir sem grunaðir eru um reiðhjólaþjófnað. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Tilkynnt var um umferðaslys á Grenimel í Vesturbæ. Ekki kemur fram hvort slysið hafi verið alvarlegt. Þá var tilkynnt um árekstur og afstungu við Smáralind. Þá var tilkynnt um umferðaslys í Kópavogi en engin slys urðu á fólki þó ökutæki hefðu skemmst. Tilkynnt var um annan árekstur og afstungu í Grafarvogi en ökumaðurinn sá að sér og viðurkenndi brotið skömmu síðar. Tveir ökumenn voru þá sektaðir við umferðareftirlit lögreglu á Stekkjarbakka vegna of hraðs aksturs. Skráningarmerki voru fjarlægð af öðru ökutækjanna vegna trygginga. Þá var ökumaður stöðvaður í Kópavogu en hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Lagt var hald á falsað ökuskírteini sem hann framvísaði. Þá var einn stöðvaður sem reyndist sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað verið kærður fyrir að keyra sviptur þeim. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Einn var þá sektaður fyrir að aka á 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 80. Þá var nokkuð um að vera hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það var kallað til vegna elds í ruslatunnu og vegna leka af þriðju hæð í fjölbýli. Íbúi þar hafði látið renna í bað og gleymt sér þannig að upp úr flæddi. Slökkviliðið mætti á staðinn og hreinsaði íbúðina. Einnig þurfti slökkviliðið að sinna gróðureldi við Rauðavatn sem tókst ágætlega að slökkva.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira