Lítið hægt að gera ef „menn hverfa í hraunið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2022 19:16 Fólkið fór út á hraunið og gekk ansi nærri flæðandi kvikunni. Vísir/Ísak Það er nánast ógjörningur fyrir viðbragðsaðila við gosstöðvarnar í Meradölum að koma fólki til bjargar, ef það lendir í sjálfheldu úti á sjálfu hrauninu. Myndband sem sýnir ferðamenn hætta sér ískyggilega nálægt gígunum hefur vakið athygli. Drónamyndirnar sem sjá má í spilaranum hér að neðan voru fangaðar af myndbandasmiðnum Ísak Atla Finnbogasyni í gær. Hann var að streyma myndefni úr dróna sem sveif yfir gosstöðvunum í Meradölum, þegar hann kom auga á tvo ferðamenn sem stóðu úti á nýju hrauni, ekki langt frá gígnum í Meradölum. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ísak að hann hefði ákveðið að nota drónann til að gera fólkinu ljóst að það væri í hættu, enda nokkur háskaleikur að standa ofan á svo til nýstorknuðu hrauni, sem gæti verið það eina sem skilur frá eldheitri kvikunni sem rennur undir niðri. Tilraunir Ísaks virðast hafa borið árangur, enda lét fólkið sig hverfa fljótlega eftir að það kom auga á flygildið. Lítið hægt að gera ef fólk hverfur í hraunið Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að erfitt væri að bjarga fólki sem lendir í vanda úti á sjálfu hrauninu. Heilt yfir hafi starf á svæðinu við gosstöðvarnar gengið vel. „Þetta hefur svo sem gengið ágætlega, en það er alltaf einn og einn sem vill stíga út á hraunið. Það er auðvitað okkur ekki að skapi og þeir sem gera það, þeir eru auðvitað á eigin vegum. Nú ef menn hverfa í hraunið, þá er svo sem lítið sem við getum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Heimilt er að sekta fólk sem ekki fer að fyrirmælum lögreglu. Þannig má sjá fyrir sér að ef fólki hefur verið sagt að fara ekki út á hraunið, en gerir það samt, væri hægt að sekta það. Það er þó ekki ákjósanlegur kostur að sögn Úlfars. Úlfar er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Vísir/Baldur „Við höfum reynt að vinna þetta með þeim hætti að við forðumst það að sekta fólk. Við höfum ekki gert það hingað til og okkur hefur bara gengið vel. Fólk lætur segjast, það fer að fyrirmælum.“ Þá sé ekki hlaupið að því að eltast við fólk sem hættir sér svo nálægt gígunum. „Það er voðalega erfitt fyrir okkur að hafa hendur í hári þessara einstaklinga. Við reynum auðvitað að koma þeim niður, en við sendum ekki viðbragðsaðila inn á hættusvæði. Það gerum við ekki, við tryggjum auðvitað alltaf fyrst okkar fólk áður en við hugum að því að bjarga öðrum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Sjá meira
Drónamyndirnar sem sjá má í spilaranum hér að neðan voru fangaðar af myndbandasmiðnum Ísak Atla Finnbogasyni í gær. Hann var að streyma myndefni úr dróna sem sveif yfir gosstöðvunum í Meradölum, þegar hann kom auga á tvo ferðamenn sem stóðu úti á nýju hrauni, ekki langt frá gígnum í Meradölum. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ísak að hann hefði ákveðið að nota drónann til að gera fólkinu ljóst að það væri í hættu, enda nokkur háskaleikur að standa ofan á svo til nýstorknuðu hrauni, sem gæti verið það eina sem skilur frá eldheitri kvikunni sem rennur undir niðri. Tilraunir Ísaks virðast hafa borið árangur, enda lét fólkið sig hverfa fljótlega eftir að það kom auga á flygildið. Lítið hægt að gera ef fólk hverfur í hraunið Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að erfitt væri að bjarga fólki sem lendir í vanda úti á sjálfu hrauninu. Heilt yfir hafi starf á svæðinu við gosstöðvarnar gengið vel. „Þetta hefur svo sem gengið ágætlega, en það er alltaf einn og einn sem vill stíga út á hraunið. Það er auðvitað okkur ekki að skapi og þeir sem gera það, þeir eru auðvitað á eigin vegum. Nú ef menn hverfa í hraunið, þá er svo sem lítið sem við getum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Heimilt er að sekta fólk sem ekki fer að fyrirmælum lögreglu. Þannig má sjá fyrir sér að ef fólki hefur verið sagt að fara ekki út á hraunið, en gerir það samt, væri hægt að sekta það. Það er þó ekki ákjósanlegur kostur að sögn Úlfars. Úlfar er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Vísir/Baldur „Við höfum reynt að vinna þetta með þeim hætti að við forðumst það að sekta fólk. Við höfum ekki gert það hingað til og okkur hefur bara gengið vel. Fólk lætur segjast, það fer að fyrirmælum.“ Þá sé ekki hlaupið að því að eltast við fólk sem hættir sér svo nálægt gígunum. „Það er voðalega erfitt fyrir okkur að hafa hendur í hári þessara einstaklinga. Við reynum auðvitað að koma þeim niður, en við sendum ekki viðbragðsaðila inn á hættusvæði. Það gerum við ekki, við tryggjum auðvitað alltaf fyrst okkar fólk áður en við hugum að því að bjarga öðrum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Sjá meira
Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40