FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2022 10:41 Alec Baldwin við tökur kvikmyndarinnar Rust. Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. Þetta kemur fram í skýrslu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) þar sem einnig segir að dauði Hutchins sé slys. Ákvörðunin um hvort einhver verði ákærður í málinu er þó á höndum saksóknara í Nýju Mexíkó. Samkvæmt frétt Sky News komust rannsakendur FBI að þeirri niðurstöðu að ekki væri mögulegt að skot hefði hlaupið úr byssunni, án þess að tekið væri í gikk hennar. Aðrir höfðu áður komist að sömu niðurstöðu en Baldwin segist ekki hafa tekið í gikkinn. Hann segist hafa verið að æfa sig í því að draga byssuna úr hulstrinu og Hutchins hafi verið á bakvið myndavélina og sagt honum að draga hamarinn á byssunni aftur þegar hann dró byssuna úr hulstrinu og beina henni að myndavélinni. Við það hljóp skotið úr byssunni. Enn liggur ekki fyrir hvernig raunverulegt byssuskot rataði í byssuna á tökustað. FBI segir þó að engar vísbendingar hafi fundist um að einhver hafi viljandi sett raunverulegt skot í byssuna. Bæði vopnavörður kvikmyndarinnar og aðstoðarleikstjóri áttu að hafa skoðað byssuna áður en hún endaði í höndum Baldwins og þegar Dave Halls, aðstoðarleikstjórinn rétti leikaranum vopnið sagði hann „köld byssa“ sem þýðir að hún átti að vera tóm. Lögreglan hefur sagt að öryggisráðstöfunum vegna skotvopna hafi ekki verið framfylgt fyllilega á tökustaðnum og var hald lagt á um fimm hundruð skot. Þar á meðal púðurskot, tóm skothylki og hefðbundin skot, sem eiga ekki að finnast á tökustað. Starfsmenn höfðu einnig kvartað undan öryggisráðstöfunum og sparnaði og nokkrum klukkustundum fyrir banaskotið lögðu nokkrir þeirra niður störf. Baldwin, sem var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, hefur sagt að hann hafi aldrei heyrt af slíkum kvörtunum. Hann sagðist einnig ekki telja að sparnaður við framleiðslu kvikmyndarinnar hefði dregið úr öryggi á tökustað. Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) þar sem einnig segir að dauði Hutchins sé slys. Ákvörðunin um hvort einhver verði ákærður í málinu er þó á höndum saksóknara í Nýju Mexíkó. Samkvæmt frétt Sky News komust rannsakendur FBI að þeirri niðurstöðu að ekki væri mögulegt að skot hefði hlaupið úr byssunni, án þess að tekið væri í gikk hennar. Aðrir höfðu áður komist að sömu niðurstöðu en Baldwin segist ekki hafa tekið í gikkinn. Hann segist hafa verið að æfa sig í því að draga byssuna úr hulstrinu og Hutchins hafi verið á bakvið myndavélina og sagt honum að draga hamarinn á byssunni aftur þegar hann dró byssuna úr hulstrinu og beina henni að myndavélinni. Við það hljóp skotið úr byssunni. Enn liggur ekki fyrir hvernig raunverulegt byssuskot rataði í byssuna á tökustað. FBI segir þó að engar vísbendingar hafi fundist um að einhver hafi viljandi sett raunverulegt skot í byssuna. Bæði vopnavörður kvikmyndarinnar og aðstoðarleikstjóri áttu að hafa skoðað byssuna áður en hún endaði í höndum Baldwins og þegar Dave Halls, aðstoðarleikstjórinn rétti leikaranum vopnið sagði hann „köld byssa“ sem þýðir að hún átti að vera tóm. Lögreglan hefur sagt að öryggisráðstöfunum vegna skotvopna hafi ekki verið framfylgt fyllilega á tökustaðnum og var hald lagt á um fimm hundruð skot. Þar á meðal púðurskot, tóm skothylki og hefðbundin skot, sem eiga ekki að finnast á tökustað. Starfsmenn höfðu einnig kvartað undan öryggisráðstöfunum og sparnaði og nokkrum klukkustundum fyrir banaskotið lögðu nokkrir þeirra niður störf. Baldwin, sem var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, hefur sagt að hann hafi aldrei heyrt af slíkum kvörtunum. Hann sagðist einnig ekki telja að sparnaður við framleiðslu kvikmyndarinnar hefði dregið úr öryggi á tökustað.
Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira