Dagforeldrastéttin sem brúar bilið Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 07:31 Dagforeldrar sem starfa í Reykjavík horfa nú uppá fyrirframséða stöðu foreldra í borginni. Það er með ólíkindum að sjá vanmátt þeirra sem ráðum ríkja og þykjast ekki hafa séð það fyrir. Við vitum öll að það koma tölur á hverju ári um hversu mörg börn fæðast og af þeim líkindum má ráða hversu mörgum börnum vantar gæslu ár hvert. Að horfa á umkomulausa stjórnendur þessa daggæslu/ leikskólasviðs, er með ólíkindum. Í áratugi hafa dagforeldrar brúað bilið. Við fáum þó aldrei hrós fyrir það. Við höfum sparað borginni miljarða, en hvergi erum við nefnd. Það er eins og við séum ekki til, en við erum þarna og ávallt reiðubúin og höfum verið. Metnaðarleysi borgarinnar í gegnum síðustu ár hefur breytt okkar starfsumhverfi og fálát svör borgarinnar gert það að verkum að daggæsla í heimahúsi með 5 börnum í gæslu er að hverfa. Fyrir nokkrum árum vorum við 300 starfandi. Við erum tæp 90 í dag og förum fækkandi. Sé horft til nærliggjandi sveitarfélaga er staðan allt önnur. Metnaðarfull niðurgreiðsla og Það að foreldrar hafi val um margmennar gæslur og eða fámenna hljóðláta gæslu í heimahúsi sem hefur leyfi til slíkra starfa er þar í hávegum höfð. Nei!! Borgin ákvað að við værum börn okkar tíma og stofnanir væru eina rétta leiðin... en hvað gleymdist í jöfnunni? Það þarf að manna leikskólabyggingar því þær manna sig ekki sjálfar. Nú erum við öll sjálfsagt undrandi. Því kosningaloforðin hljómuðu uppá fullt af leikskólum og glansmyndin var svo skýr... en grunnurinn að byggingunni var varla til staðar.Eitthvað þarf að laga svo starfsfólk sækist í að vinna á leikskólum. Metnaðurinn var semsagt bara: kosningaloforð sem átti að svíkja. Eins og staðan er núna hefði verið lag að við gætum rétt hjálparhönd svo foreldrar í borginni sitji ekki á vergangi með sín börn. Reykjavíkurborg ákvað að gleyma ykkur kæru foreldrar og okkur! Mín orð til borgarinnar: Hisjið upp um ykkur buxurnar og eflið dagforeldrastarfið sem samhliða gæslu. Mín stétt hefur staðist tímans tönn og með metnaði frá hendi borgarinnar væri hægt að brúa bilið svo öldurnar lægi um stund. Höfundur hefur starfað við daggæslu í heimahúsi í 33 ár og líklega gætt sirka 2.000 barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Dagforeldrar sem starfa í Reykjavík horfa nú uppá fyrirframséða stöðu foreldra í borginni. Það er með ólíkindum að sjá vanmátt þeirra sem ráðum ríkja og þykjast ekki hafa séð það fyrir. Við vitum öll að það koma tölur á hverju ári um hversu mörg börn fæðast og af þeim líkindum má ráða hversu mörgum börnum vantar gæslu ár hvert. Að horfa á umkomulausa stjórnendur þessa daggæslu/ leikskólasviðs, er með ólíkindum. Í áratugi hafa dagforeldrar brúað bilið. Við fáum þó aldrei hrós fyrir það. Við höfum sparað borginni miljarða, en hvergi erum við nefnd. Það er eins og við séum ekki til, en við erum þarna og ávallt reiðubúin og höfum verið. Metnaðarleysi borgarinnar í gegnum síðustu ár hefur breytt okkar starfsumhverfi og fálát svör borgarinnar gert það að verkum að daggæsla í heimahúsi með 5 börnum í gæslu er að hverfa. Fyrir nokkrum árum vorum við 300 starfandi. Við erum tæp 90 í dag og förum fækkandi. Sé horft til nærliggjandi sveitarfélaga er staðan allt önnur. Metnaðarfull niðurgreiðsla og Það að foreldrar hafi val um margmennar gæslur og eða fámenna hljóðláta gæslu í heimahúsi sem hefur leyfi til slíkra starfa er þar í hávegum höfð. Nei!! Borgin ákvað að við værum börn okkar tíma og stofnanir væru eina rétta leiðin... en hvað gleymdist í jöfnunni? Það þarf að manna leikskólabyggingar því þær manna sig ekki sjálfar. Nú erum við öll sjálfsagt undrandi. Því kosningaloforðin hljómuðu uppá fullt af leikskólum og glansmyndin var svo skýr... en grunnurinn að byggingunni var varla til staðar.Eitthvað þarf að laga svo starfsfólk sækist í að vinna á leikskólum. Metnaðurinn var semsagt bara: kosningaloforð sem átti að svíkja. Eins og staðan er núna hefði verið lag að við gætum rétt hjálparhönd svo foreldrar í borginni sitji ekki á vergangi með sín börn. Reykjavíkurborg ákvað að gleyma ykkur kæru foreldrar og okkur! Mín orð til borgarinnar: Hisjið upp um ykkur buxurnar og eflið dagforeldrastarfið sem samhliða gæslu. Mín stétt hefur staðist tímans tönn og með metnaði frá hendi borgarinnar væri hægt að brúa bilið svo öldurnar lægi um stund. Höfundur hefur starfað við daggæslu í heimahúsi í 33 ár og líklega gætt sirka 2.000 barna.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar