Komust á brott með fokdýrar merkjavörur Árni Sæberg skrifar 11. ágúst 2022 11:20 Ýr Guðjohnsen er framkvæmdastjóri Attikk, þar sem þjófar létu greipar sópa í morgun. Aðsend Bíræfnir innbrotsþjófar brutust inn í verslunina Attikk á Laugavegi í morgun. Framkvæmdastjórinn telur þjófana hafa stolið varningi, sem er í eigu þriðju aðila, að andvirði einnar milljónar króna. Verslunin Attikk á Laugavegi 90 selur merkjavörur í umboðssölu fyrir einstaklinga. Klukkan 06:19 í morgun brutu innbrotsþjófar sér leið í gegnum aðaldyr verslunarinnar og létu greipar sópa þegar þangað var inn komið. Þjófarnir brutu rúðu í aðaldyrum verslunarinnar.Aðsend Ýr Guðjohnsen, framkvæmdastjóri og eigandi Attikk áætlar að andvirði merkjavarnings sem stolið var nemi um einni milljón króna. Þá er ótalið það tjón sem unnið var á versluninni sjálfri. Ýr segir þó að verslunin sé vel tryggð fyrir innbrotum og því ætti allt að blessast á endanum. Hún segir, í samtali við Vísi, að starfsfólk verslunarinnar vinni nú að því að bera kennsl á þær vörur sem er saknað og hafa samband við eigendur þeirra. „Þetta verður að sjálfsögðu allt greitt út,“ segir hún. Einstakar vörur Ýr segir að innbrotið sé sér nokkuð áfall, sér í lagi þar sem fyrirtækið hefur aðeins verið starfrækt í tæplega eitt ár. Hún segir þó að lögregla hafi þegar einn í haldi grunaðan um innbrotið og því sé ekki borin von að fá vörurnar til baka. Hún segir að vörurnar sem stolið var séu að öllum líkindum einstakar eða til í fáum eintökum hér á landi, enda um dýrar merkjavörur að ræða. „Ég veit ekki hvað innbrotsþjófarnir ætla að gera við þessar vörur,“ segir hún. Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Verslunin Attikk á Laugavegi 90 selur merkjavörur í umboðssölu fyrir einstaklinga. Klukkan 06:19 í morgun brutu innbrotsþjófar sér leið í gegnum aðaldyr verslunarinnar og létu greipar sópa þegar þangað var inn komið. Þjófarnir brutu rúðu í aðaldyrum verslunarinnar.Aðsend Ýr Guðjohnsen, framkvæmdastjóri og eigandi Attikk áætlar að andvirði merkjavarnings sem stolið var nemi um einni milljón króna. Þá er ótalið það tjón sem unnið var á versluninni sjálfri. Ýr segir þó að verslunin sé vel tryggð fyrir innbrotum og því ætti allt að blessast á endanum. Hún segir, í samtali við Vísi, að starfsfólk verslunarinnar vinni nú að því að bera kennsl á þær vörur sem er saknað og hafa samband við eigendur þeirra. „Þetta verður að sjálfsögðu allt greitt út,“ segir hún. Einstakar vörur Ýr segir að innbrotið sé sér nokkuð áfall, sér í lagi þar sem fyrirtækið hefur aðeins verið starfrækt í tæplega eitt ár. Hún segir þó að lögregla hafi þegar einn í haldi grunaðan um innbrotið og því sé ekki borin von að fá vörurnar til baka. Hún segir að vörurnar sem stolið var séu að öllum líkindum einstakar eða til í fáum eintökum hér á landi, enda um dýrar merkjavörur að ræða. „Ég veit ekki hvað innbrotsþjófarnir ætla að gera við þessar vörur,“ segir hún.
Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira