Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2022 10:01 Harðarmenn fagna sigri í Grill 66 deildinni og sæti í Olís-deildinni. hörður Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðinu takist ekki að halda sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Tímabilið 2022-23 verður allavega sögulegt að einu leyti því í fyrsta sinn verður lið frá Ísafirði í efstu deild. Uppgangur Harðar síðustu ár hefur verið eftirtektarverður. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar en eru nú komnir upp í Olís-deildina eftir að hafa unnið Grill 66 deildina á síðasta tímabili. Hörður teflir fram mjög svo fjölþjóðlegu liði en í leikmannahópi liðsins eru leikmenn frá sex löndum. Þjálfari liðsins og helsti lykilmaðurinn í sókn Harðar á undanförnum árum er Spánverjinn Carlos Martin Santos. Hann hefur gert frábæra hluti fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfar hann yngri flokka félagsins. Orðin óskrifað blað verða eflaust notuð óspart um Hörð í vetur enda eru leikmenn liðsins lítt þekktir. Það er þó ýmislegt í þá spunnið. Ísfirðingar misstu Kenya Kasahara, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu, en fengu efnilegan Spánverja, Victor Iturrino, á línuna í hans stað og franska skyttan Noah Bardou lofar góðu. Harðarmenn skortir sárlega reynslu úr Olís-deildinni og hefðu sennilega þurft að ná sér í menn sem búa yfir henni til að auka möguleika sína á að halda sér réttu megin við strikið. Hörður virðist vera með sterkara lið en ÍR en hætt er við að bilið milli þeirra og liðanna sem fyrir voru í Olísdeildinni sé of breitt. Gengi Harðar síðasta áratuginn 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Lettnesku landsliðsmennirnir Guntis Pilpuks og Rolands Lebedevs taka slaginn áfram með Herði.hörður Guntis Pilpuks er örvhent skytta sem hefur átt sæti í lettneska landsliðinu. Er Herði gríðarlega mikilvægur og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili með hundrað mörk. Afar áhugavert verður að sjá hvernig Guntis spjarar sig í deild þeirra bestu þegar hann snýr aftur eftir meiðsli. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Möguleikarnir eru svo sem ekki margir hérna. En gamla KA-hetjan Jakob Jónsson stoppaði við á Ísafirði á sínum langa og viðburðarríka ferli. Hann myndi eflaust nýtast Harðarmönnum vel í baráttunni sem framundan er og hjálpa þeim að róa lífróðurinn. Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðinu takist ekki að halda sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Tímabilið 2022-23 verður allavega sögulegt að einu leyti því í fyrsta sinn verður lið frá Ísafirði í efstu deild. Uppgangur Harðar síðustu ár hefur verið eftirtektarverður. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar en eru nú komnir upp í Olís-deildina eftir að hafa unnið Grill 66 deildina á síðasta tímabili. Hörður teflir fram mjög svo fjölþjóðlegu liði en í leikmannahópi liðsins eru leikmenn frá sex löndum. Þjálfari liðsins og helsti lykilmaðurinn í sókn Harðar á undanförnum árum er Spánverjinn Carlos Martin Santos. Hann hefur gert frábæra hluti fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfar hann yngri flokka félagsins. Orðin óskrifað blað verða eflaust notuð óspart um Hörð í vetur enda eru leikmenn liðsins lítt þekktir. Það er þó ýmislegt í þá spunnið. Ísfirðingar misstu Kenya Kasahara, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu, en fengu efnilegan Spánverja, Victor Iturrino, á línuna í hans stað og franska skyttan Noah Bardou lofar góðu. Harðarmenn skortir sárlega reynslu úr Olís-deildinni og hefðu sennilega þurft að ná sér í menn sem búa yfir henni til að auka möguleika sína á að halda sér réttu megin við strikið. Hörður virðist vera með sterkara lið en ÍR en hætt er við að bilið milli þeirra og liðanna sem fyrir voru í Olísdeildinni sé of breitt. Gengi Harðar síðasta áratuginn 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Lettnesku landsliðsmennirnir Guntis Pilpuks og Rolands Lebedevs taka slaginn áfram með Herði.hörður Guntis Pilpuks er örvhent skytta sem hefur átt sæti í lettneska landsliðinu. Er Herði gríðarlega mikilvægur og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili með hundrað mörk. Afar áhugavert verður að sjá hvernig Guntis spjarar sig í deild þeirra bestu þegar hann snýr aftur eftir meiðsli. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Möguleikarnir eru svo sem ekki margir hérna. En gamla KA-hetjan Jakob Jónsson stoppaði við á Ísafirði á sínum langa og viðburðarríka ferli. Hann myndi eflaust nýtast Harðarmönnum vel í baráttunni sem framundan er og hjálpa þeim að róa lífróðurinn.
2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með
Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00