Er of miklu eytt í heilbrigðiskerfið? Mun það aldrei fá nóg? Steinunn Þórðardóttir skrifar 7. ágúst 2022 17:01 Umræða um fjármögnun heilbrigðiskerfisins hérlendis hefur í mörgum tilvikum því miður frekar verið byggð á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Ítrekað er því haldið fram að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít sem þurfi að veita stöðugt aðhald, annars muni það á endanum soga til sín alla sameiginlega sjóði landsmanna. Þegar heilbrigðisstarsfólk talar um fjárskort í heilbrigðiskerfinu er framangreindum rökum oftast fleygt fram og fullyrt að ástæða þess að við sem störfum innan kerfisins finnum daglega fyrir herfilegri stöðu þess sé vegna sóunar og lélegs rekstrar, ekki vegna fjárskorts. Umræðan nær því miður yfirleitt ekki lengra en þetta og almenningur þarf bara að gera upp við sig hverju hann trúir. En hvað segja tölurnar? Getur verið að heilbrigðiskerfið sé alltaf offjármagnað sama hversu vanfjármagnað það verður? Er alltaf hægt að beita þeim rökum? Í desember 2021 kom út ný McKinsey skýrsla þar sem farið var yfir stöðu Landspítalans og hann borinn saman við svipuð sjúkrahús í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er því ekki úr vegi að halda sig við samanburð við þessi lönd. Skv. tölum OECD var Ísland með lægsta landsframleiðslu miðað við höfðatölu árið 2021, þegar þessi fjögur lönd eru borin saman. Á sama tíma eyddum við Íslendingar lægstu hlutfalli landsframleiðslunnar í heilbrigðiskerfið miðað við hin löndin þrjú. Ísland er hins vegar með næst hæstu meðallaunin innan OECD (eingöngu Bandaríkin eru ofar) og dýrast þessara fjögurra landa að búa í. Magnús Karl Magnússon prófessor var í viðtali á Sprengisandi 7. ágúst 2022 og kom þar inn á mjög mikilvægan punkt í þessu samhengi: „Ef við tökum allan annan rekstur – ef við horfum á einkarekstur á Íslandi – hvar sem við berum niður erum við sennilega hæst eða næst hæst í Evrópu – hvort sem við horfum á vexti, það sem við borgum fyrir lánin okkar, tryggingar, matarinnkaupin, allt saman. Ef við spyrjum viðkomandi rekstraraðila af hverju það er þá er það launakostnaður sem er hár og við erum með lítinn markað – en þau rök eru aldrei notuð þegar um opinberan rekstur er að ræða. Þá krefjast pólitíkusar þess að kostnaðurinn sé umtalsvert lægri eða sambærilegur því sem gildir í öðrum samfélögum.“ Þarna hittir Magnús Karl svo sannarlega naglann á höfuðið. Við, sem erum með hæstan launakostnað og dýrasta samfélagið að búa í, óhagstæða, litla og dreifbýla rekstrareiningu, erum samt að reka heilbrigðiskerfið fyrir lang minnstu fjármunina. Þrátt fyrir þetta koma reglulega fram raddir sem telja kerfið ofalið. Hvernig má það vera þegar tugir þúsunda Íslendinga eiga ekki fastan heimilislækni? Rúmanýting á sjúkrahúsum landsins er stöðugt í kringum 100%? Tugir sjúklinga liggja á göngum og í gluggalausum rýmum bráðamóttöku Landspítalans dögum saman vegna rúmaskorts á spítalanum? Kalla þarf heilbrigðisstarfsfólk inn úr sumarfríum vegna manneklu, sama fólkið og hefur stritað í gegnum fjölmargar bylgjur heimsfaraldurs með tilheyrandi álagi? Biðlistar eftir vissum aðgerðum hafa aldrei verið lengri? Bið barna eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöðinni getur farið upp í 22 mánuði? Engin sérhæfð geðþjónusta er til fyrir aldraða í landinu? Svo fáein dæmi séu nefnd. Er þetta vegna sóunar innan kerfis sem er ofalið og offjármagnað? Ég lýsi eftir tölulegum gögnum um þessa meintu sóun í heilbrigðiskerfinu og hvar hana er helst að finna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umræða um fjármögnun heilbrigðiskerfisins hérlendis hefur í mörgum tilvikum því miður frekar verið byggð á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Ítrekað er því haldið fram að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít sem þurfi að veita stöðugt aðhald, annars muni það á endanum soga til sín alla sameiginlega sjóði landsmanna. Þegar heilbrigðisstarsfólk talar um fjárskort í heilbrigðiskerfinu er framangreindum rökum oftast fleygt fram og fullyrt að ástæða þess að við sem störfum innan kerfisins finnum daglega fyrir herfilegri stöðu þess sé vegna sóunar og lélegs rekstrar, ekki vegna fjárskorts. Umræðan nær því miður yfirleitt ekki lengra en þetta og almenningur þarf bara að gera upp við sig hverju hann trúir. En hvað segja tölurnar? Getur verið að heilbrigðiskerfið sé alltaf offjármagnað sama hversu vanfjármagnað það verður? Er alltaf hægt að beita þeim rökum? Í desember 2021 kom út ný McKinsey skýrsla þar sem farið var yfir stöðu Landspítalans og hann borinn saman við svipuð sjúkrahús í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er því ekki úr vegi að halda sig við samanburð við þessi lönd. Skv. tölum OECD var Ísland með lægsta landsframleiðslu miðað við höfðatölu árið 2021, þegar þessi fjögur lönd eru borin saman. Á sama tíma eyddum við Íslendingar lægstu hlutfalli landsframleiðslunnar í heilbrigðiskerfið miðað við hin löndin þrjú. Ísland er hins vegar með næst hæstu meðallaunin innan OECD (eingöngu Bandaríkin eru ofar) og dýrast þessara fjögurra landa að búa í. Magnús Karl Magnússon prófessor var í viðtali á Sprengisandi 7. ágúst 2022 og kom þar inn á mjög mikilvægan punkt í þessu samhengi: „Ef við tökum allan annan rekstur – ef við horfum á einkarekstur á Íslandi – hvar sem við berum niður erum við sennilega hæst eða næst hæst í Evrópu – hvort sem við horfum á vexti, það sem við borgum fyrir lánin okkar, tryggingar, matarinnkaupin, allt saman. Ef við spyrjum viðkomandi rekstraraðila af hverju það er þá er það launakostnaður sem er hár og við erum með lítinn markað – en þau rök eru aldrei notuð þegar um opinberan rekstur er að ræða. Þá krefjast pólitíkusar þess að kostnaðurinn sé umtalsvert lægri eða sambærilegur því sem gildir í öðrum samfélögum.“ Þarna hittir Magnús Karl svo sannarlega naglann á höfuðið. Við, sem erum með hæstan launakostnað og dýrasta samfélagið að búa í, óhagstæða, litla og dreifbýla rekstrareiningu, erum samt að reka heilbrigðiskerfið fyrir lang minnstu fjármunina. Þrátt fyrir þetta koma reglulega fram raddir sem telja kerfið ofalið. Hvernig má það vera þegar tugir þúsunda Íslendinga eiga ekki fastan heimilislækni? Rúmanýting á sjúkrahúsum landsins er stöðugt í kringum 100%? Tugir sjúklinga liggja á göngum og í gluggalausum rýmum bráðamóttöku Landspítalans dögum saman vegna rúmaskorts á spítalanum? Kalla þarf heilbrigðisstarfsfólk inn úr sumarfríum vegna manneklu, sama fólkið og hefur stritað í gegnum fjölmargar bylgjur heimsfaraldurs með tilheyrandi álagi? Biðlistar eftir vissum aðgerðum hafa aldrei verið lengri? Bið barna eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöðinni getur farið upp í 22 mánuði? Engin sérhæfð geðþjónusta er til fyrir aldraða í landinu? Svo fáein dæmi séu nefnd. Er þetta vegna sóunar innan kerfis sem er ofalið og offjármagnað? Ég lýsi eftir tölulegum gögnum um þessa meintu sóun í heilbrigðiskerfinu og hvar hana er helst að finna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun