Töluvert stærra gos og virðist byrja af meiri krafti Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2022 18:53 Magnús Tumi Guðmundsson frá Háskóla Íslands, Elín Björk Jónasdóttir frá Veðurstofu Íslands og Víðir Reynisson frá Almannavörnum voru viðstödd upplýsingafundinn. Vísir/Hallgerður Eldgosið sem hófst við Geldingadali í dag er töluvert stærra en það sem sást í fyrra og virðist byrja af meiri krafti. Þrátt fyrir það telst gosið vera lítið og er lítil hætta á því að það ógni byggð eða innviðum á nærliggjandi svæði. Gera má ráð fyrir því að nú muni draga úr skjálftavirkninni sem fannst í aðdraganda gossins og er talið ólíklegt að það fari að gjósa á öðrum stað. Þetta kom fram í máli Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, á upplýsingafundi almannavarna sem fram fór síðdegis í dag. Hann telur að gosið sé um fimm til tíu sinnum stærra en það sem hófst á svipuðum slóðum í mars í fyrra. Um er að ræða í kringum 300 metra langa sprungu sem er töluvert stærri en sú fyrri. Gosstöðin og gígarnir eru skammt frá norðurenda sprungnanna sem voru virkar í fyrra en eru nú staðsett aðeins austar. Gígarnir eru í Meradölum og ná aðeins upp í hlíðar Kistufells sem er einn af Meradalahnjúkunum. Frá eldgosinu á fjórða tímanum í dag.Vísir/Arnar Halldórs „Þarna er að verða til hrauntjörn og það eru allar líkur á því að svona fyrsta kastið muni gosið renna út í Meradali og svo er bara spurning hversu lengi það stendur og hversu mikið þetta verður. Byrjunin er töluvert kröftugri, þetta eru kannski tuttugu til fimmtíu rúmmetrar á sekúndu,“ sagði Magnús Tumi. Áfram sé unnið að því safna upplýsingum og loftmyndum af svæðinu og verði vel náið fylgst með þróun mála. „Þannig að þessi atburðarás til hvers leiðir hún er ekki gott að segja en þó eru engir innviðir í hættu þarna. Þetta er heldur lengra frá vegi og byggð heldur en var í fyrra og ef þetta heldur áfram svona þá er töluverður tími áður en þetta fer að ógna innviðum,“ sagði Magnús Tumi. Reynslan hafi þó sýnt að erfitt sé að leggja mat á það hversu lengi gosið muni standa. „Við verðum bara að bíða og sjá og fylgjast vel með þessu og reyna að passa upp á að hlutir gangi snurðulaust og vel. Þetta er ofan í dæld og þarna getur gas safnast fyrir og það er margt sem þarf að passa sig á.“ Mikilvægt sé að fólk sem fari að svæðinu fylgi leiðbeiningum og tilmælum frá almannavörnum. Hægt er að horfa á upplýsingafund almannavarna í heild sinni í spilaranum. Meira gasflæði nú sem getur reynst hættulegt Samhliða auknu hraunflæði streymir töluvert meira gas úr gosstöðinni samanborið við í fyrra. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, sagði á upplýsingafundinum að fólk sem vilji bera gosið eigin augum þurfi að fara varlega á svæðinu. Auðvelt sé að finna fyrir einkennum ef farið er of nálægt og fólk á ferðinni eigi alls ekki að fara ofan í dalinn þar sem sprungan liggi og gasið safnist saman. Best sé að halda sig ofarlega á hnjúkunum í kring. Á næstu dögum verður unnið að því að koma upp sjálfvirkum gasmælum á svæðinu sem gera Veðurstofunni kleift að leggja betur mat á styrk gassins. Elín Björk sagði ekki útlit fyrir að gasið muni hafa áhrif í byggð á næstu dögum. Veðurstofan hefur birt hraunflæðislíkan fyrir svæðið en samkvæmt því er ólíklegt að gosið ógni mikilvægum innviðum ef rennslið verður svipað og gosið stendur óbreytt í allt að 200 daga. Gosið hefur ekki áhrif á innanlands- eða alþjóðaflug þar sem ekki er um að ræða öskugos. Elín Björk minnti þó á að búið væri að loka vissu svæði vegna vísindaflugs og bað einkaflugmenn um að kynna sér þær takmarkanir áður en farið væri á svæðið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hvatti fólk til þess að bíða frekar með að fara á svæðið á meðan áfram er unnið að því að meta stöðuna. Gosið hluti af næsta fasa Magnús Tumi sagði gosið sem hófst í dag vera næsta fasa þess tímabils sem nú er hafið á Reykjanesskaga. Eldarnir hafi byrjað með gosinu í mars í fyrra og staðið í sex mánuði. Næst hafi komið kvikuinnskot í desember og litlu munað á því að það byrjaði að gjósa í annað sinn. Atburðarásin núna hafi ekki beinlínis komið á óvart. Víðir ítrekaði að gosið væri á mjög heppilegum stað og að samráðshópur hafi verið myndaður á vegum stjórnvalda til að skoða varnir innviða og afhendingaröryggi raforku. „Þetta gos er afskaplega vel staðsett fyrir okkur og eins og fram hefur komið eru engir innviðir í hættu, það eru engir vegir þarna í nágrenninu eða lagnir eða neinar virkjanir eða slíkt. Þannig að þarna gæti gosið í umtalsverðan tíma án þess það fari að valda okkur vandræðum,“ sagði Víðir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Gera má ráð fyrir því að nú muni draga úr skjálftavirkninni sem fannst í aðdraganda gossins og er talið ólíklegt að það fari að gjósa á öðrum stað. Þetta kom fram í máli Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, á upplýsingafundi almannavarna sem fram fór síðdegis í dag. Hann telur að gosið sé um fimm til tíu sinnum stærra en það sem hófst á svipuðum slóðum í mars í fyrra. Um er að ræða í kringum 300 metra langa sprungu sem er töluvert stærri en sú fyrri. Gosstöðin og gígarnir eru skammt frá norðurenda sprungnanna sem voru virkar í fyrra en eru nú staðsett aðeins austar. Gígarnir eru í Meradölum og ná aðeins upp í hlíðar Kistufells sem er einn af Meradalahnjúkunum. Frá eldgosinu á fjórða tímanum í dag.Vísir/Arnar Halldórs „Þarna er að verða til hrauntjörn og það eru allar líkur á því að svona fyrsta kastið muni gosið renna út í Meradali og svo er bara spurning hversu lengi það stendur og hversu mikið þetta verður. Byrjunin er töluvert kröftugri, þetta eru kannski tuttugu til fimmtíu rúmmetrar á sekúndu,“ sagði Magnús Tumi. Áfram sé unnið að því safna upplýsingum og loftmyndum af svæðinu og verði vel náið fylgst með þróun mála. „Þannig að þessi atburðarás til hvers leiðir hún er ekki gott að segja en þó eru engir innviðir í hættu þarna. Þetta er heldur lengra frá vegi og byggð heldur en var í fyrra og ef þetta heldur áfram svona þá er töluverður tími áður en þetta fer að ógna innviðum,“ sagði Magnús Tumi. Reynslan hafi þó sýnt að erfitt sé að leggja mat á það hversu lengi gosið muni standa. „Við verðum bara að bíða og sjá og fylgjast vel með þessu og reyna að passa upp á að hlutir gangi snurðulaust og vel. Þetta er ofan í dæld og þarna getur gas safnast fyrir og það er margt sem þarf að passa sig á.“ Mikilvægt sé að fólk sem fari að svæðinu fylgi leiðbeiningum og tilmælum frá almannavörnum. Hægt er að horfa á upplýsingafund almannavarna í heild sinni í spilaranum. Meira gasflæði nú sem getur reynst hættulegt Samhliða auknu hraunflæði streymir töluvert meira gas úr gosstöðinni samanborið við í fyrra. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, sagði á upplýsingafundinum að fólk sem vilji bera gosið eigin augum þurfi að fara varlega á svæðinu. Auðvelt sé að finna fyrir einkennum ef farið er of nálægt og fólk á ferðinni eigi alls ekki að fara ofan í dalinn þar sem sprungan liggi og gasið safnist saman. Best sé að halda sig ofarlega á hnjúkunum í kring. Á næstu dögum verður unnið að því að koma upp sjálfvirkum gasmælum á svæðinu sem gera Veðurstofunni kleift að leggja betur mat á styrk gassins. Elín Björk sagði ekki útlit fyrir að gasið muni hafa áhrif í byggð á næstu dögum. Veðurstofan hefur birt hraunflæðislíkan fyrir svæðið en samkvæmt því er ólíklegt að gosið ógni mikilvægum innviðum ef rennslið verður svipað og gosið stendur óbreytt í allt að 200 daga. Gosið hefur ekki áhrif á innanlands- eða alþjóðaflug þar sem ekki er um að ræða öskugos. Elín Björk minnti þó á að búið væri að loka vissu svæði vegna vísindaflugs og bað einkaflugmenn um að kynna sér þær takmarkanir áður en farið væri á svæðið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hvatti fólk til þess að bíða frekar með að fara á svæðið á meðan áfram er unnið að því að meta stöðuna. Gosið hluti af næsta fasa Magnús Tumi sagði gosið sem hófst í dag vera næsta fasa þess tímabils sem nú er hafið á Reykjanesskaga. Eldarnir hafi byrjað með gosinu í mars í fyrra og staðið í sex mánuði. Næst hafi komið kvikuinnskot í desember og litlu munað á því að það byrjaði að gjósa í annað sinn. Atburðarásin núna hafi ekki beinlínis komið á óvart. Víðir ítrekaði að gosið væri á mjög heppilegum stað og að samráðshópur hafi verið myndaður á vegum stjórnvalda til að skoða varnir innviða og afhendingaröryggi raforku. „Þetta gos er afskaplega vel staðsett fyrir okkur og eins og fram hefur komið eru engir innviðir í hættu, það eru engir vegir þarna í nágrenninu eða lagnir eða neinar virkjanir eða slíkt. Þannig að þarna gæti gosið í umtalsverðan tíma án þess það fari að valda okkur vandræðum,“ sagði Víðir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46