Eldgos hafið við Fagradalsfjall Ritstjórn skrifar 3. ágúst 2022 13:34 Göngugarpar nutu sín vel nærri gosinu í dag. Eyþór Árnason Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Jarðeldar sáust greinilega á vefmyndavélum frá svæðinu og staðfestu sérfræðingar Veðurstofunnar í framhaldinu að um eldgos væri að ræða. Samkvæmt þeim er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi.Vísir/Sara Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir gosið sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. Gostungan teygir sig um fimm hundruð metra og kvikustrókurinn er um tíu til fimmtán metrar. Sprungan teygir sig frá norðnorðvestur af Meradölum og upp fyrir hæðina þar fyrir norðan. Almenningur er beðinn um að halda sig fjarri gossvæðinu á meðan viðbragðsaðilar eru að ná áttum, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar. Horfa má á brot úr útsendingu Vísis frá gosstöðvunum í spilaranum. Fylgst er með nýjustu vendingum í vaktinni hér að neðan.
Samkvæmt þeim er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi.Vísir/Sara Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir gosið sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. Gostungan teygir sig um fimm hundruð metra og kvikustrókurinn er um tíu til fimmtán metrar. Sprungan teygir sig frá norðnorðvestur af Meradölum og upp fyrir hæðina þar fyrir norðan. Almenningur er beðinn um að halda sig fjarri gossvæðinu á meðan viðbragðsaðilar eru að ná áttum, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar. Horfa má á brot úr útsendingu Vísis frá gosstöðvunum í spilaranum. Fylgst er með nýjustu vendingum í vaktinni hér að neðan.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira