Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. ágúst 2022 12:25 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. Hópurinn sem samanstendur af ráðuneytisstjórum nokkurra ráðuneyta fundar með almannavörnum í dag til þess að fara yfir stöðuna vegna jarðhræringanna. Þetta er sami hópur og kom saman í kringum eldgosið í Fagradalsfjalli í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fundinn í dag fyrst og fremst hugsaðan til samhæfingar og upplýsinga. Hann segir að ýmsu að huga vegna mikilvægra innviða á svæðinu og ræddi áhrif á mögulegan flugvöll í Hvassahrauni við Morgunblaðið í dag. Í samtali við fréttastofu bendir hann á að í haust sé von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár og telur Sigurður Ingi að jarðhræringarnar gætu haft áhrif á næstu skref. „Ég held að þó að maður sé ekki jarðfræðingur eða sérfræðingur að þá sé það nokkuð ljóst miðað við hvernig menn hafa talað um að við þurfum að undirbúa okkur undir nýjan veruleika og að við séum að sjá í lengri tíma jarðhræringar, eða jarðskjálftavirkni eða eitthvað slíkt, minnki einfaldlega líkurnar á því að uppbygging á þessu svæði sé talin líkleg,“ segir Sigurður en bætir við að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Er þá líka hægt að segja að það séu auknar líkur á því að flugvöllur verði áfram í Reykjavík til lengri tíma? „Ég hef allan tímann sagt að jafnvel þó að það verði jákvætt að byggja upp í Hvassahrauni myndi það taka fimmtán til tuttugu ár og það er mikilvægt að menn horfist í augu við það. Ég er sannfærður um að á næstu fimm til sjö árum muni ýmislegt breytast í fluginu með tilkomu rafmagnsflugvéla og ég held kannski að við ættum í ljósi stöðunnar sem er að koma upp á Reykjanesinu, verandi með okkar lang stærsta alþjóðlega flugvöll þar og mikla innviði, að anda með nefinu,“ segir Sigurður. „Við getum bætt í innviðina á Egilsstöðum og á Akureyri hvað varðar flugið og við getum byggt upp flugstöð í Reykjavík til þess að hafa betri þjónustu og sterkari innviði.“ Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í samgöngunefnd Alþingis sagðist í samtali við Fréttablaðið í dag telja að kanna eigi möguleikann á flugstæði á Mýrum í Borgarnesi. Sigurður Ingi segir þetta geta komið til skoðunar. „Það hefur ekki verið sérstaklega rætt, það hefur aðallega verið skoðað í Flóanum sunnan við Selfoss. Einnig hafa menn verið með hugmyndir um flugvöll í Rangárvallasýslu og það er hugsanlegt að það væri líka hægt á Mýrum. En við höfum unnið samkvæmt því að það þurfi að vera tveir alþjóðlegir flugvellir vestan Hellisheiðar og þess vegna hafa menn verið að leita leiða til að finna einhvern annan völl hugsanlega í stað Reykjavíkurflugvallar og ég hef sagt að við verðum að halda Reykjavíkurflugvelli þangað til að slíkur flugvöllur finnst. Ef hann finnst ekki og ef menn eru tilbúnir að skoða hvort slíkt þurfi vestan Hellisheiðar þurfum við að fara í eitthvert slíkt staðarval.“ Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hópurinn sem samanstendur af ráðuneytisstjórum nokkurra ráðuneyta fundar með almannavörnum í dag til þess að fara yfir stöðuna vegna jarðhræringanna. Þetta er sami hópur og kom saman í kringum eldgosið í Fagradalsfjalli í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fundinn í dag fyrst og fremst hugsaðan til samhæfingar og upplýsinga. Hann segir að ýmsu að huga vegna mikilvægra innviða á svæðinu og ræddi áhrif á mögulegan flugvöll í Hvassahrauni við Morgunblaðið í dag. Í samtali við fréttastofu bendir hann á að í haust sé von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár og telur Sigurður Ingi að jarðhræringarnar gætu haft áhrif á næstu skref. „Ég held að þó að maður sé ekki jarðfræðingur eða sérfræðingur að þá sé það nokkuð ljóst miðað við hvernig menn hafa talað um að við þurfum að undirbúa okkur undir nýjan veruleika og að við séum að sjá í lengri tíma jarðhræringar, eða jarðskjálftavirkni eða eitthvað slíkt, minnki einfaldlega líkurnar á því að uppbygging á þessu svæði sé talin líkleg,“ segir Sigurður en bætir við að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Er þá líka hægt að segja að það séu auknar líkur á því að flugvöllur verði áfram í Reykjavík til lengri tíma? „Ég hef allan tímann sagt að jafnvel þó að það verði jákvætt að byggja upp í Hvassahrauni myndi það taka fimmtán til tuttugu ár og það er mikilvægt að menn horfist í augu við það. Ég er sannfærður um að á næstu fimm til sjö árum muni ýmislegt breytast í fluginu með tilkomu rafmagnsflugvéla og ég held kannski að við ættum í ljósi stöðunnar sem er að koma upp á Reykjanesinu, verandi með okkar lang stærsta alþjóðlega flugvöll þar og mikla innviði, að anda með nefinu,“ segir Sigurður. „Við getum bætt í innviðina á Egilsstöðum og á Akureyri hvað varðar flugið og við getum byggt upp flugstöð í Reykjavík til þess að hafa betri þjónustu og sterkari innviði.“ Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í samgöngunefnd Alþingis sagðist í samtali við Fréttablaðið í dag telja að kanna eigi möguleikann á flugstæði á Mýrum í Borgarnesi. Sigurður Ingi segir þetta geta komið til skoðunar. „Það hefur ekki verið sérstaklega rætt, það hefur aðallega verið skoðað í Flóanum sunnan við Selfoss. Einnig hafa menn verið með hugmyndir um flugvöll í Rangárvallasýslu og það er hugsanlegt að það væri líka hægt á Mýrum. En við höfum unnið samkvæmt því að það þurfi að vera tveir alþjóðlegir flugvellir vestan Hellisheiðar og þess vegna hafa menn verið að leita leiða til að finna einhvern annan völl hugsanlega í stað Reykjavíkurflugvallar og ég hef sagt að við verðum að halda Reykjavíkurflugvelli þangað til að slíkur flugvöllur finnst. Ef hann finnst ekki og ef menn eru tilbúnir að skoða hvort slíkt þurfi vestan Hellisheiðar þurfum við að fara í eitthvert slíkt staðarval.“
Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent