Sérfræðingar Stúkunnar skildu reiði KA-manna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2022 10:00 Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var rekinn af velli fyrir mótmæli í leiknum gegn KR í gær. vísir/pawel KA-menn voru vægast sagt ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í uppbótartíma í leiknum gegn KR-ingum í Bestu deild karla í gær. Sérfræðingar Stúkunnar sögðu að Akureyringar hefðu ýmislegt til síns máls. Á fjórðu mínútu uppbótartíma tæklaði Atli Sigurjónsson Gaber Dobrovoljc inni í vítateig KR. Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi ekki neitt nema hornspyrnu. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, mótmælti kröftuglega og fékk rauða spjaldið. Hann var einnig rekinn af velli í fyrri leiknum gegn KR og er því á leið í tveggja leikja bann. „Þetta er bara víti, að mínu mati,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni eftir leikinn í gær. Hann skýrði svo mál sitt frekar. „Eina sem getur kannski blekkt augað okkar er hvort Atli hafi farið utan við hann, eða fyrir framan hann, þannig að hann sé að sparka hér en hann virðist fara undir sólann. Það er alltaf brot.“ Klippa: Stúkan - vítið sem KA vildi fá Í viðtali eftir leikinn lét Arnar gamminn geysa og beindi athygli sinni meðal annars að fjórða dómaranum, Sveini Arnarssyni, og sagði hann ekki starfi sínu vaxinn. Engin tilfinning fyrir leiknum „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu,“ sagði Arnar. „Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá KR síðan í maí, eða í 66 daga. Þetta var aftur á móti fyrsta tap KA síðan 20. júní. KA-menn eru í 3. sæti Bestu deildarinnar með 27 stig eftir fimmtán leiki. Besta deild karla KA KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. 3. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Á fjórðu mínútu uppbótartíma tæklaði Atli Sigurjónsson Gaber Dobrovoljc inni í vítateig KR. Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi ekki neitt nema hornspyrnu. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, mótmælti kröftuglega og fékk rauða spjaldið. Hann var einnig rekinn af velli í fyrri leiknum gegn KR og er því á leið í tveggja leikja bann. „Þetta er bara víti, að mínu mati,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni eftir leikinn í gær. Hann skýrði svo mál sitt frekar. „Eina sem getur kannski blekkt augað okkar er hvort Atli hafi farið utan við hann, eða fyrir framan hann, þannig að hann sé að sparka hér en hann virðist fara undir sólann. Það er alltaf brot.“ Klippa: Stúkan - vítið sem KA vildi fá Í viðtali eftir leikinn lét Arnar gamminn geysa og beindi athygli sinni meðal annars að fjórða dómaranum, Sveini Arnarssyni, og sagði hann ekki starfi sínu vaxinn. Engin tilfinning fyrir leiknum „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu,“ sagði Arnar. „Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá KR síðan í maí, eða í 66 daga. Þetta var aftur á móti fyrsta tap KA síðan 20. júní. KA-menn eru í 3. sæti Bestu deildarinnar með 27 stig eftir fimmtán leiki.
Besta deild karla KA KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. 3. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. 3. ágúst 2022 09:00