Breiðablik vann 3-1 sigur á ÍA í fimmtándu umferðinni og er þar með níu stiga forskot á toppi deildarinnar en Skagamenn eru áfram í botnsætinu. Blikrnir hafa unnið tólf af fimmtán deildarleikjum sínum í sumar.
Gísli Laxdal Unnarsson kom Skaganum i 1-0 eftir 54 markalausar mínútur en Blikar svöruðu með þremur mörkum frá 62. til 71. mínútu en þau skoruðu Kristinn Steindórsson, Damir Muminovic og Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær var að skora sitt tólfta mark í Bestu deildinni í sumar og er hann nú einn markahæstur með einu marki meira en Framarinn Guðmundur Magnússon.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin fjögur úr leiknum í gær.