Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2022 00:03 Fangelsið og allt sem var þar inni er rústir einar eftir árásina á fangelsið. Rúm og menn orðin að ösku. AP Stríðsfangelsi í bænum Olenivka í Donetsk-héraði sem er á valdi Rússa varð fyrir loftárás á föstudag með þeim afleiðingum að 53 úkraínskir stríðsfangar létust og 75 særðust. Rauði krossinn segir yfirvöld ekki enn hafa orðið við beiðni samtakanna um að heimsækja fangelsið. Ljósmyndir af fangelsinu utan frá. Skemmdirnar virðast ekki svo miklar séð utan frá en fyrir innan blasir við hryllileg eyðilegging.AP Rauði krossinn hefur séð um að skipuleggja brottflutning almennra borgara frá stríðshrjáðum svæðum eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Samtökin hafa einnig fylgst með meðferð á stríðsföngum í vörslu landanna tveggja og núna hafa þau óskað eftir aðgangi að fangelsinu í Olenivka til að „meta heilsu og ásigkomulag alls fólksins sem var á staðnum þegar árásin átti sér stað.“ Hins vegar sé ekki enn búið að verða við beiðni þeirra um aðgang að fangelsinu. Samtökin segja að þau hafi í forgangi að tryggja að hinir særðu hljóti aðhlynningu og að gengið verði frá líkömum þeirra sem misstu lífið á mannsæmandi hátt. Í færslu sem samtökin birtu á Twitter segja þau að samkvæmt Genfarsáttmálanum sé það skylda stríðandi landa að gefa Rauða krossinum aðgang að stríðsföngum. All prisoners of war, wherever they are held, are protected under international humanitarian law. They are no longer part of the fight and should not be attacked. We've been able to visit some POWs and other detainees, but we haven't been granted access to visit them all.— ICRC (@ICRC) July 29, 2022 „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Eftir árásina á fangelsið skiptust Rússar og Úkraínumenn á að saka hvor aðra um að bera ábyrgð á árásinni. Zelenskyy tekur sjálfu af sér með særðum hermanni í Ódesa.AP Báðar þjóðir hafa haldið því fram að árásin hefði verið framin til að geta sakað Úkraínumenn um stríðsglæpi ásamt því að þagga niður í úkraínskum föngum og eyða sönnunargögnum. Úkraínumenn segja Rússa hafa framið árásina til að hylma yfir pyntingar og aftökur á úkraínskum föngum. Vólódímír Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði árásina vera stríðsglæp framinn af ásettu ráði og kallaði eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Einnig kallaði hann eftir því að Rússland yrði gert að yfirlýstu hryðjuverkaríki. „Þetta var rússneskur stríðsglæpur framinn af ásettu ráði, fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum framið af ásettu ráði,“ sagði Zelenskyy um árásina. Í frétt Reuters hafa mannslíkamar innan úr fangelsinu verið hulnir.reuters Jafnframt sagði hann að fordæming á árásinni á formi pólitísks orðagjálfurs væri ekki „fullnægjandi fyrir þetta fjöldamorð.“ Segja árásina ögrun Úkraínumanna Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur aftur á móti haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á árásinni og að þeir hafi notast við flugskeyti frá Bandaríkjamönnum. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins lýsti árásinni sem „blóðugri ögrun“ í yfirlýsingu. Rannsakendur skoða lík stríðsfanganna eftir árásina á fangelsið.AP Yfirvöld aðskilnaðarsinna í Donetsk og rússneskir fulltrúar segja að 53 stríðsfangar hafi látist í árásinni og 75 stríðsfangar hafi særst. Varnarmálaráðuneytið birti tilkynningu á laugardag þar sem það birti nöfn 48 fanga sem þau telja sig hafa borið kennsl á. Einnig lýsti ráðuneytið því yfir að á meðal látnu fanganna væru liðsmenn Azov-herdeildarinnar sem tóku þátt í að verja Azov-stálverksmiðjuna í Mariupol. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að herdeildin sé skipuð nýnasistum og nú síðast í dag birti varnarmálaráðuneytið færslu á Twitter þar sem kom fram að hermenn deildarinnar ættu skilið að vera hengdir. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Ljósmyndir af fangelsinu utan frá. Skemmdirnar virðast ekki svo miklar séð utan frá en fyrir innan blasir við hryllileg eyðilegging.AP Rauði krossinn hefur séð um að skipuleggja brottflutning almennra borgara frá stríðshrjáðum svæðum eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Samtökin hafa einnig fylgst með meðferð á stríðsföngum í vörslu landanna tveggja og núna hafa þau óskað eftir aðgangi að fangelsinu í Olenivka til að „meta heilsu og ásigkomulag alls fólksins sem var á staðnum þegar árásin átti sér stað.“ Hins vegar sé ekki enn búið að verða við beiðni þeirra um aðgang að fangelsinu. Samtökin segja að þau hafi í forgangi að tryggja að hinir særðu hljóti aðhlynningu og að gengið verði frá líkömum þeirra sem misstu lífið á mannsæmandi hátt. Í færslu sem samtökin birtu á Twitter segja þau að samkvæmt Genfarsáttmálanum sé það skylda stríðandi landa að gefa Rauða krossinum aðgang að stríðsföngum. All prisoners of war, wherever they are held, are protected under international humanitarian law. They are no longer part of the fight and should not be attacked. We've been able to visit some POWs and other detainees, but we haven't been granted access to visit them all.— ICRC (@ICRC) July 29, 2022 „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Eftir árásina á fangelsið skiptust Rússar og Úkraínumenn á að saka hvor aðra um að bera ábyrgð á árásinni. Zelenskyy tekur sjálfu af sér með særðum hermanni í Ódesa.AP Báðar þjóðir hafa haldið því fram að árásin hefði verið framin til að geta sakað Úkraínumenn um stríðsglæpi ásamt því að þagga niður í úkraínskum föngum og eyða sönnunargögnum. Úkraínumenn segja Rússa hafa framið árásina til að hylma yfir pyntingar og aftökur á úkraínskum föngum. Vólódímír Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði árásina vera stríðsglæp framinn af ásettu ráði og kallaði eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Einnig kallaði hann eftir því að Rússland yrði gert að yfirlýstu hryðjuverkaríki. „Þetta var rússneskur stríðsglæpur framinn af ásettu ráði, fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum framið af ásettu ráði,“ sagði Zelenskyy um árásina. Í frétt Reuters hafa mannslíkamar innan úr fangelsinu verið hulnir.reuters Jafnframt sagði hann að fordæming á árásinni á formi pólitísks orðagjálfurs væri ekki „fullnægjandi fyrir þetta fjöldamorð.“ Segja árásina ögrun Úkraínumanna Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur aftur á móti haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á árásinni og að þeir hafi notast við flugskeyti frá Bandaríkjamönnum. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins lýsti árásinni sem „blóðugri ögrun“ í yfirlýsingu. Rannsakendur skoða lík stríðsfanganna eftir árásina á fangelsið.AP Yfirvöld aðskilnaðarsinna í Donetsk og rússneskir fulltrúar segja að 53 stríðsfangar hafi látist í árásinni og 75 stríðsfangar hafi særst. Varnarmálaráðuneytið birti tilkynningu á laugardag þar sem það birti nöfn 48 fanga sem þau telja sig hafa borið kennsl á. Einnig lýsti ráðuneytið því yfir að á meðal látnu fanganna væru liðsmenn Azov-herdeildarinnar sem tóku þátt í að verja Azov-stálverksmiðjuna í Mariupol. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að herdeildin sé skipuð nýnasistum og nú síðast í dag birti varnarmálaráðuneytið færslu á Twitter þar sem kom fram að hermenn deildarinnar ættu skilið að vera hengdir.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
„Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51