Djammið enn með Covid-einkenni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 20:01 Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/Vésteinn Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. Verslunarmannahelgin er farin af stað, með tilheyrandi skemmtunum og djammi um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin róleg og virðast hátíðargestir hafa skemmt sér fallega. Tólf fíkniefnamál komu til kasta lögreglu, þar af eitt meiriháttar. Þá var ekkert ofbeldisbrot á borði lögreglunnar í Eyjum eftir gærkvöldið og nóttina. Í samtali við fréttastofu sagði Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri, að óvenju lítið hafi verið að gera miðað við fyrri þjóðhátíðir. Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. Samkvæmt upplýsingum þaðan var þó nokkuð um ölvun og vímuefnaneyslu. Heilt yfir hafi fólk þó skemmt sér prúðmannlega. Á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan nokkuð að gera. „En heilt yfir var bara gærkvöldið mjög gott og það sem stendur aðallega upp úr er að það var ekkert alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys. Það er nú það sem stendur upp úr eftir nóttina,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En hver eru skilaboðin til þeirra sem ætla að taka snúning á djamminu í kvöld? „Bara að skemmta sér og fara varlega.“ Spurning hvort djammið breytist með haustinu Skúli segir skemmtanahald hafa breytt um farveg í faraldrinum, en þær breytingar ekki gengið til baka. „Skemmtanahaldið er nú þannig að fólk fer fyrr út, bæði út að borða og allt það, og fer fyrr út að skemmta sér. Það fer aðeins fyrr heim. En við vitum svo sem ekki hvernig framtíðin á eftir að þróast í þessu, hvort að þetta eigi eftir að breytast með haustinu. Fólk greinilega fer aðeins fyrr heim, það er alveg ljóst.“ Og þið kannski vonið að þetta haldist svona, frekar en ekki? „Ja, þetta er reyndar bara ágætt svona held ég,“ segir Skúli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Sjá meira
Verslunarmannahelgin er farin af stað, með tilheyrandi skemmtunum og djammi um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin róleg og virðast hátíðargestir hafa skemmt sér fallega. Tólf fíkniefnamál komu til kasta lögreglu, þar af eitt meiriháttar. Þá var ekkert ofbeldisbrot á borði lögreglunnar í Eyjum eftir gærkvöldið og nóttina. Í samtali við fréttastofu sagði Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri, að óvenju lítið hafi verið að gera miðað við fyrri þjóðhátíðir. Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. Samkvæmt upplýsingum þaðan var þó nokkuð um ölvun og vímuefnaneyslu. Heilt yfir hafi fólk þó skemmt sér prúðmannlega. Á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan nokkuð að gera. „En heilt yfir var bara gærkvöldið mjög gott og það sem stendur aðallega upp úr er að það var ekkert alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys. Það er nú það sem stendur upp úr eftir nóttina,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En hver eru skilaboðin til þeirra sem ætla að taka snúning á djamminu í kvöld? „Bara að skemmta sér og fara varlega.“ Spurning hvort djammið breytist með haustinu Skúli segir skemmtanahald hafa breytt um farveg í faraldrinum, en þær breytingar ekki gengið til baka. „Skemmtanahaldið er nú þannig að fólk fer fyrr út, bæði út að borða og allt það, og fer fyrr út að skemmta sér. Það fer aðeins fyrr heim. En við vitum svo sem ekki hvernig framtíðin á eftir að þróast í þessu, hvort að þetta eigi eftir að breytast með haustinu. Fólk greinilega fer aðeins fyrr heim, það er alveg ljóst.“ Og þið kannski vonið að þetta haldist svona, frekar en ekki? „Ja, þetta er reyndar bara ágætt svona held ég,“ segir Skúli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Sjá meira