Arnar Bergmann: Ótrúlegt að Nikolaj hafi getað byrjað þennan leik Hjörvar Ólafsson skrifar 30. júlí 2022 16:56 Arnar Bergmann Gunnlaugsson hrósaði andstæðingum sínum hástert eftir leikinn. Vísir/Hulda Margrét Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki viss þegar hann var spurður hvort hann sæi glasið hálffullt eða hálftómt eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í 14. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. „Ég er ekki alveg viss hvort ég meti þetta sem tvö töpuð stig eða eitt unnið. Það verður eiginlega bara að koma í ljós þegar nær dregur haustinu. Við megum ekki gleyma því að við erum að spila á erfiðum útivelli eftir mikla leikjatörn," sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. „Við erum vissulega svekktir með að hafa ekki náð að klára þetta eftir að hafa komist tvisvar yfir og brennum svo af vítaspyrnu og nokkrum góðum færum sem hefðu getað komið okkar í þægilega stöðu. Það verður hins vegar að hrósa Stjörnunni bæði fyrir spilamennskuna og að koma til baka," sagði þjálfarinn enn fremur. „Þrátt fyrir mikið leikjaálag hjá okkur undanfarið fannst mér leikmenn liðsins ferskir og það var góð ákefð í þessum leik hjá báðum liðum. Það er hvort í senn mjög skemmtilegt og eiginlega óþolandi að spila við Stjörnuna. Þetta er lið með svipaðan leikstíl og hafa boðið upp á tvo mjög fjöruga leiki í sumar," sagði Arnar Bergmann. Nikolaj Hansen fór af velli strax í kjölfar þess að hann braut ísinn í leiknum. Arnar Bergmenn segir að veikindi hafi legið að baki þeirri skiptingu. „Það er í raun ótrúlegt að Nikolaj hafi getað byrjað þennan leik. Hann er búinn að vera veikur alla vikuna og ældi fyrir leik og í hálfleik. Hann fékk höfuðhögg í markinu og gat ekki haldið áfram. Annars eru allir leikmenn fyrir utan Halldór Smára meiðslalausir og ferskir fyrir komandi verkefni," sagði hann um ástandið á Víkingsliðinu. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
„Ég er ekki alveg viss hvort ég meti þetta sem tvö töpuð stig eða eitt unnið. Það verður eiginlega bara að koma í ljós þegar nær dregur haustinu. Við megum ekki gleyma því að við erum að spila á erfiðum útivelli eftir mikla leikjatörn," sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. „Við erum vissulega svekktir með að hafa ekki náð að klára þetta eftir að hafa komist tvisvar yfir og brennum svo af vítaspyrnu og nokkrum góðum færum sem hefðu getað komið okkar í þægilega stöðu. Það verður hins vegar að hrósa Stjörnunni bæði fyrir spilamennskuna og að koma til baka," sagði þjálfarinn enn fremur. „Þrátt fyrir mikið leikjaálag hjá okkur undanfarið fannst mér leikmenn liðsins ferskir og það var góð ákefð í þessum leik hjá báðum liðum. Það er hvort í senn mjög skemmtilegt og eiginlega óþolandi að spila við Stjörnuna. Þetta er lið með svipaðan leikstíl og hafa boðið upp á tvo mjög fjöruga leiki í sumar," sagði Arnar Bergmann. Nikolaj Hansen fór af velli strax í kjölfar þess að hann braut ísinn í leiknum. Arnar Bergmenn segir að veikindi hafi legið að baki þeirri skiptingu. „Það er í raun ótrúlegt að Nikolaj hafi getað byrjað þennan leik. Hann er búinn að vera veikur alla vikuna og ældi fyrir leik og í hálfleik. Hann fékk höfuðhögg í markinu og gat ekki haldið áfram. Annars eru allir leikmenn fyrir utan Halldór Smára meiðslalausir og ferskir fyrir komandi verkefni," sagði hann um ástandið á Víkingsliðinu.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira