Mikil gleði þegar helsta fyrirmyndin fékk flugvél nefnda eftir sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2022 22:45 Systurnar Erna Kristín og Hrefna Kristrún Jónasdætur eru barnabörn Ernu. Hér eru þær ásamt Jónasi Knútssyni, sem er einmitt sonur Ernu. Þau eru öll afar stolt af Ernu og segja hana sína helstu fyrirmynd. Vísir/Arnar Flugakademía Íslands heiðraði í dag Ernu Hjaltalín, sem var fyrsta konan til að taka einkaflugmannspróf og atvinnuflugmannspróf hér á landi. Afkomendur hennar segja það mikinn heiður að ein kennsluvéla akademíunnar sé nú nefnd eftir Ernu. Nafn flugvélarinnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í flugskýli eitt á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélin er nefnd eftir Ernu en hún var fædd 12. mars 1932. Hún lést 14. maí síðastliðinn. Skólastjóri flugakademíunnar segir nafngiftina vel við hæfi. „Hún á það bara svo fyllilega skilið, að hafa verið fyrsta konan til að hljóta atvinnuflugmannsskírteini, þar sem við kennum nú bara langmest til atvinnuflugmannsins,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson er skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands.Vísir/Arnar Erna var einnig fyrst íslenskra kvenna til að einkaflugmannspróf og öðlast réttindi til loftsiglingafræðings. Afkomendur Ernu segja framtakið afar þýðingarmikið. „Mamma var aðeins á undan sinni samtíð, þannig að þessi heiður hann er mjög kærkominn,“ segir Jónas Knútsson, sonur Ernu. Erna var brautryðjandi í íslenskri flugsögu. „Hún var alltaf svo ótrúlega hógvær og vildi aldrei gorta sig af afrekum sínum,“ segir Erna Kristín, dóttir Jónasar og barnabarn Ernu. Það hafi orðið til þess að Erna yngri og systir hennar, Hrefna Kristrún, hefðu komist mjög seint að því hversu merkileg staða ömmu þeirra innan íslenskrar flugsögu væri í raun og veru. „Þannig að þetta hefur rosalega mikla þýðingu fyrir okkur fjölskylduna, að hún sé heiðruð á þennan hátt,“ segir Erna um ömmu sína og nöfnu. Þannig að hún hefði kannski mátt monta sig aðeins meira, eða hvað? „Algjörlega,“ segir Hrefna. Aðalfyrirmyndin Fjölskyldan þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Þær systur segja Ernu hafa verið afar hvetjandi og kennt þeim að elta drauma sína. „Hún er aðalfyrirmyndin okkar í lífinu,“ segir Hrefna. „Alltaf að segja okkur að gera það það sem við viljum, sama hvað,“ segir Erna. Fréttir af flugi Tímamót Skóla - og menntamál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Nafn flugvélarinnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í flugskýli eitt á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélin er nefnd eftir Ernu en hún var fædd 12. mars 1932. Hún lést 14. maí síðastliðinn. Skólastjóri flugakademíunnar segir nafngiftina vel við hæfi. „Hún á það bara svo fyllilega skilið, að hafa verið fyrsta konan til að hljóta atvinnuflugmannsskírteini, þar sem við kennum nú bara langmest til atvinnuflugmannsins,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson er skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands.Vísir/Arnar Erna var einnig fyrst íslenskra kvenna til að einkaflugmannspróf og öðlast réttindi til loftsiglingafræðings. Afkomendur Ernu segja framtakið afar þýðingarmikið. „Mamma var aðeins á undan sinni samtíð, þannig að þessi heiður hann er mjög kærkominn,“ segir Jónas Knútsson, sonur Ernu. Erna var brautryðjandi í íslenskri flugsögu. „Hún var alltaf svo ótrúlega hógvær og vildi aldrei gorta sig af afrekum sínum,“ segir Erna Kristín, dóttir Jónasar og barnabarn Ernu. Það hafi orðið til þess að Erna yngri og systir hennar, Hrefna Kristrún, hefðu komist mjög seint að því hversu merkileg staða ömmu þeirra innan íslenskrar flugsögu væri í raun og veru. „Þannig að þetta hefur rosalega mikla þýðingu fyrir okkur fjölskylduna, að hún sé heiðruð á þennan hátt,“ segir Erna um ömmu sína og nöfnu. Þannig að hún hefði kannski mátt monta sig aðeins meira, eða hvað? „Algjörlega,“ segir Hrefna. Aðalfyrirmyndin Fjölskyldan þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Þær systur segja Ernu hafa verið afar hvetjandi og kennt þeim að elta drauma sína. „Hún er aðalfyrirmyndin okkar í lífinu,“ segir Hrefna. „Alltaf að segja okkur að gera það það sem við viljum, sama hvað,“ segir Erna.
Fréttir af flugi Tímamót Skóla - og menntamál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira