Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2022 20:00 Heiðdís Dögg Eiríksdóttir er formaður Félags heyrnarlausra. aðsend Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. Í gær greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs hefur kært leikskóla sonar síns til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hún telur skólann ekki koma til móts við þarfir hans eins og lög gera ráð fyrir. Hún sagði að oft treysti hún sér ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Lög sett en síðan lítið gerst Formaður félags heyrnarlausra segir að fréttin hafi ekki komið á óvart þar sem þjónusta fyrir heyrnarlaus börn sé oft bágborin. Ellefu ár séu síðan lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmál voru sett á Alþingi en síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fjölskyldur gefist upp á þjónustuleysinu á Íslandi og flúið út Þá segir hún að bara á síðustu tveimur árum hafi að minnsta kosti þrjár fjölskyldur fundið sig knúnar til að flytja úr landi í leit að betri táknmálsþjónustu fyrir börn sín. Þrjár fjölskyldur, er það ekki hellingur miðað við þá sem eru heyrnarlausir á Íslandi, miðað við fjöldann? „Jú það er í rauninni mjög mikið. Þetta er mjög stór hluti og mikið skorið af íslenska táknmálssamfélaginu.“ Of dreifð ábyrgð Heiðdís segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt hér á landi og að ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifð. Ríkið hafi sett lögin og hvorki fjármagn né aðgerðarpakki fylgt. Sveitarfélögunum sé svo falið að meta þjónustuþörfina hverju sinni en þau séu misjafnlega vel í stakk búin til að veita sérþekkingu. Heiðdís vill að ríkið sjái alfarið um málaflokkinn því nú sé hætta á að heyrnarlausum börnum verði mismunað eftir búsetu. „Það er það og þekkingin er mismunandi á milli sveitarfélaga. Það er mikil áhætta sem því fylgir því börnin eiga öll rétt á þessari þjónustu sem krefst svo mikillar sérþekkingar.“ Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Í gær greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs hefur kært leikskóla sonar síns til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hún telur skólann ekki koma til móts við þarfir hans eins og lög gera ráð fyrir. Hún sagði að oft treysti hún sér ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Lög sett en síðan lítið gerst Formaður félags heyrnarlausra segir að fréttin hafi ekki komið á óvart þar sem þjónusta fyrir heyrnarlaus börn sé oft bágborin. Ellefu ár séu síðan lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmál voru sett á Alþingi en síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fjölskyldur gefist upp á þjónustuleysinu á Íslandi og flúið út Þá segir hún að bara á síðustu tveimur árum hafi að minnsta kosti þrjár fjölskyldur fundið sig knúnar til að flytja úr landi í leit að betri táknmálsþjónustu fyrir börn sín. Þrjár fjölskyldur, er það ekki hellingur miðað við þá sem eru heyrnarlausir á Íslandi, miðað við fjöldann? „Jú það er í rauninni mjög mikið. Þetta er mjög stór hluti og mikið skorið af íslenska táknmálssamfélaginu.“ Of dreifð ábyrgð Heiðdís segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt hér á landi og að ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifð. Ríkið hafi sett lögin og hvorki fjármagn né aðgerðarpakki fylgt. Sveitarfélögunum sé svo falið að meta þjónustuþörfina hverju sinni en þau séu misjafnlega vel í stakk búin til að veita sérþekkingu. Heiðdís vill að ríkið sjái alfarið um málaflokkinn því nú sé hætta á að heyrnarlausum börnum verði mismunað eftir búsetu. „Það er það og þekkingin er mismunandi á milli sveitarfélaga. Það er mikil áhætta sem því fylgir því börnin eiga öll rétt á þessari þjónustu sem krefst svo mikillar sérþekkingar.“
Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00