Bjóða Rússum skipti á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 07:30 Brittney Griner hefur setið í fangelsi í Rússlandi síðan í febrúar. Getty/Pavel Pavlov Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner heim og nú berast fréttir um að bandarísk yfirvöld hafi nú gert Rússum tilboð. CNN Exclusive: The US has offered to swap convicted Russian arms dealer Viktor Bout as part of an exchange for imprisoned Americans Brittney Griner and Paul Whelan. @kylieatwood @evanperez & @jmhansler reporthttps://t.co/Xjb4iighWp— CNN NationalSecurity (@NatSecCNN) July 27, 2022 Bandaríkjamenn vilja endurheimta hana og annan Bandaríkjamann að nafni Paul Whelan í skiptum fyrir rússneska vopnasölumanninn Viktor Bout. Bandarískir fjölmiðlar eins og CNN slá þessu upp en hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna voru tilbúin að greina frá innihaldi tilboðsins. New York Times segir frá því að Bandaríkjamenn hafi boðið þessi skipti í síðasta mánuði og að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið þeim samþykkur. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Áður höfðu borist fréttir af því að Rússar hafi áhuga á slíkum skiptum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að ræða tilboðið í samtali við utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, en þeir hafa ekki rætt saman síðan stríðið í Úkraínu hófst. Viktor But hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Hann hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldamótin. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. Who is Viktor Bout, Russia's 'Merchant of Death' who could be freed in prisoner swap for Brittney Griner? https://t.co/VUlM2VWouf— Fox News (@FoxNews) July 28, 2022 Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem hún notaði til rafrettureykinga. Hún var þá á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Griner er stórstjarna í WNBA deildinni og hefur misst af 2022 tímabilinu en þær bestu fara líka til Evrópu milli tímabili því þar fá þær miklu betur borgað en í WNBA-deildinni. Trevor Reed, the former U.S. Marine who was detained in Russia until he was released through a prisoner swap in April, speaks with Jake Tapper about the Biden administration's latest effort to get WNBA star Brittney Griner and American Paul Whelan back home pic.twitter.com/9gez4BxkqD— The Lead CNN (@TheLeadCNN) July 27, 2022 Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum. Mál Brittney Griner Körfubolti NBA Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
CNN Exclusive: The US has offered to swap convicted Russian arms dealer Viktor Bout as part of an exchange for imprisoned Americans Brittney Griner and Paul Whelan. @kylieatwood @evanperez & @jmhansler reporthttps://t.co/Xjb4iighWp— CNN NationalSecurity (@NatSecCNN) July 27, 2022 Bandaríkjamenn vilja endurheimta hana og annan Bandaríkjamann að nafni Paul Whelan í skiptum fyrir rússneska vopnasölumanninn Viktor Bout. Bandarískir fjölmiðlar eins og CNN slá þessu upp en hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna voru tilbúin að greina frá innihaldi tilboðsins. New York Times segir frá því að Bandaríkjamenn hafi boðið þessi skipti í síðasta mánuði og að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið þeim samþykkur. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Áður höfðu borist fréttir af því að Rússar hafi áhuga á slíkum skiptum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að ræða tilboðið í samtali við utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, en þeir hafa ekki rætt saman síðan stríðið í Úkraínu hófst. Viktor But hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Hann hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldamótin. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. Who is Viktor Bout, Russia's 'Merchant of Death' who could be freed in prisoner swap for Brittney Griner? https://t.co/VUlM2VWouf— Fox News (@FoxNews) July 28, 2022 Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem hún notaði til rafrettureykinga. Hún var þá á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Griner er stórstjarna í WNBA deildinni og hefur misst af 2022 tímabilinu en þær bestu fara líka til Evrópu milli tímabili því þar fá þær miklu betur borgað en í WNBA-deildinni. Trevor Reed, the former U.S. Marine who was detained in Russia until he was released through a prisoner swap in April, speaks with Jake Tapper about the Biden administration's latest effort to get WNBA star Brittney Griner and American Paul Whelan back home pic.twitter.com/9gez4BxkqD— The Lead CNN (@TheLeadCNN) July 27, 2022 Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum.
Mál Brittney Griner Körfubolti NBA Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum