Skortur á Parkódín forte Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2022 12:04 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skortur er á Parkódín forte hér á landi. Vísir/Vilhelm Verkjalyfið Parkódín forte 500 mg/30 mg er ófáanlegt hjá heildsala í tuttugu, þrjátíu, fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum þar sem sendingar af lyfinu hafa ekki borist til landsins. Erfiðara hefur því reynst fyrir fólk að nálgast verkjalyfið í apótekum. Samkvæmt Lyfjastofnun eru enn til nægar birgðir af Parkódín forte 500 mg/30 mg í 200 stykkja pakkningum. Skortur hefur verið á tuttugu og þrjátíu stykkja pökkum frá því í lok maí og þann 20. júlí bárust upplýsingar um skort á fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum. Teva Pharma Iceland er umboðsaðili verkjalyfsins hér á landi. Í tilkynningu fyrirtækisins til Lyfjastofnunar segir að vandkvæði í framleiðslu lyfsins skýri skortinn en þau séu ekki gæðatengd. Fram kemur í svari frá Lyfjastofnun við fyrirspurn fréttastofu að miðað við þær upplýsingar sem hún hafi handbærar sé reiknað með því að sendingar af öllum pakkastærðunum fari að berast aftur til Íslands í byrjun ágúst. Í millitíðinni bendir Lyfjastofnun á undanþágulyfið Co-Dafalgan 500/30 mg sem fáanlegt er í 40 stykkja pakkningum. Ekki óvenjumikið um lyfjaskort Lyfjastofnun hefur birt sex tilkynningar um lyfjaskort á vef sínum það sem af er júlí en fram kemur í svari hennar að ekki hafi borist fleiri slíkar tilkynningar til stofnunarinnar en að jafnaði. Misjafnt sé hvort tilkynningar um skort séu birtar á vefnum og birtingarnar mismargar frá einum tíma til annars. Í byrjun þessa árs sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Fréttablaðið að áhyggjur væru uppi um mögulegan lyfjaskort á Íslandi og nauðsynlegt væri að vera vakandi fyrir ástandinu. Vísaði hún þá til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem hafi bæði raskað og tafið framleiðslu og innflutning lyfja. Verslun Lyf Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Samkvæmt Lyfjastofnun eru enn til nægar birgðir af Parkódín forte 500 mg/30 mg í 200 stykkja pakkningum. Skortur hefur verið á tuttugu og þrjátíu stykkja pökkum frá því í lok maí og þann 20. júlí bárust upplýsingar um skort á fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum. Teva Pharma Iceland er umboðsaðili verkjalyfsins hér á landi. Í tilkynningu fyrirtækisins til Lyfjastofnunar segir að vandkvæði í framleiðslu lyfsins skýri skortinn en þau séu ekki gæðatengd. Fram kemur í svari frá Lyfjastofnun við fyrirspurn fréttastofu að miðað við þær upplýsingar sem hún hafi handbærar sé reiknað með því að sendingar af öllum pakkastærðunum fari að berast aftur til Íslands í byrjun ágúst. Í millitíðinni bendir Lyfjastofnun á undanþágulyfið Co-Dafalgan 500/30 mg sem fáanlegt er í 40 stykkja pakkningum. Ekki óvenjumikið um lyfjaskort Lyfjastofnun hefur birt sex tilkynningar um lyfjaskort á vef sínum það sem af er júlí en fram kemur í svari hennar að ekki hafi borist fleiri slíkar tilkynningar til stofnunarinnar en að jafnaði. Misjafnt sé hvort tilkynningar um skort séu birtar á vefnum og birtingarnar mismargar frá einum tíma til annars. Í byrjun þessa árs sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Fréttablaðið að áhyggjur væru uppi um mögulegan lyfjaskort á Íslandi og nauðsynlegt væri að vera vakandi fyrir ástandinu. Vísaði hún þá til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem hafi bæði raskað og tafið framleiðslu og innflutning lyfja.
Verslun Lyf Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira