Þýskaland nýtti sér skelfileg mistök og fór í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2022 20:51 Lina Magull fagnar fyrra marki Þýskalands í leiknum sem hún skoraði. Getty/Sebastian Gollnow Austurríki hafði aðeins fengið á sig eitt mark á EM þar til kom að leiknum við Þýskaland í 8-liða úrslitum í kvöld en þar unnu Þjóðverjar hins vegar 2-0 sigur. Þýskaland hefur því enn ekki fengið á sig mark á mótinu en það stóð tæpt í kvöld. Þjóðverjar voru sterkari í fyrri hálfleiknum og Lina Magull kom þeim yfir á 25. mínútu þegar þær þýsku komust inn í sendingu og voru fljótar að refsa grönnum sínum. Staðan var því 1-0 í hálfleik og Þjóðverjar áttu svo stangarskot eftir 20 sekúndna leik í seinni hálfleik. Austurríki fór hins vegar að svara betur fyrir sig eftir þetta og Barbara Dunst átti stórhættulegt skot af löngu færi sem fór í þverslána. Sarah Puntigam átti svo annað ekki síður hættulegt skot sem fór í stöng og út. Þegar skammt var eftir af leiknum gerði Manuela Zinsberger hins vegar skelfileg mistök í marki Austurríkis þegar hún spyrnti boltanum út, beint í Alexöndru Popp sem skoraði auðveldlega seinna mark Þýskalands og innsiglaði sigurinn. Þýskaland mætir annað hvort Frakklandi eða Hollandi í undanúrslitunum í næstu viku, þann 27. júlí. Fótbolti EM 2022 í Englandi
Austurríki hafði aðeins fengið á sig eitt mark á EM þar til kom að leiknum við Þýskaland í 8-liða úrslitum í kvöld en þar unnu Þjóðverjar hins vegar 2-0 sigur. Þýskaland hefur því enn ekki fengið á sig mark á mótinu en það stóð tæpt í kvöld. Þjóðverjar voru sterkari í fyrri hálfleiknum og Lina Magull kom þeim yfir á 25. mínútu þegar þær þýsku komust inn í sendingu og voru fljótar að refsa grönnum sínum. Staðan var því 1-0 í hálfleik og Þjóðverjar áttu svo stangarskot eftir 20 sekúndna leik í seinni hálfleik. Austurríki fór hins vegar að svara betur fyrir sig eftir þetta og Barbara Dunst átti stórhættulegt skot af löngu færi sem fór í þverslána. Sarah Puntigam átti svo annað ekki síður hættulegt skot sem fór í stöng og út. Þegar skammt var eftir af leiknum gerði Manuela Zinsberger hins vegar skelfileg mistök í marki Austurríkis þegar hún spyrnti boltanum út, beint í Alexöndru Popp sem skoraði auðveldlega seinna mark Þýskalands og innsiglaði sigurinn. Þýskaland mætir annað hvort Frakklandi eða Hollandi í undanúrslitunum í næstu viku, þann 27. júlí.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti