Ökumaðurinn talinn hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 06:31 Bílarnir tveir eru mikið tjónaðir. Vísir/Vésteinn Einn var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa valdið hörðum árekstri tveggja bifreiða á Arnarnesbrú. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og að hafa ekki hagað akstri eftir aðstæðum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist í árekstrinum ásamt tveimur sonum sínum, sem voru farþegar. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem er óvenjulöng miðað við miðvikudagskvöld. Bátur strandaði við Álftanes Lítil trilla undir sex metrum á lengd strandaði við Álftanes á áttunda tímanum í gærkvöldi. Ekki var talið að hætta væri á ferð en björgunarsveitir voru samt sem áður kallaðar út og mættu með bátaflokk. Þeim tókst að losa bátinn og koma að bryggju um einni og hálfri klukkustund síðar. Þá var tilkynnt um slys í undirgöngum í Garðabæ rétt upp úr klukkan 17 en þar höfðu vespa og reiðhjól skollið saman. Hjólreiðamaðurinn var sextugur karlmaður og slasaðist hann lítillega á fæti. Tveir fimmtán ára drengir voru á vespunni og sluppu þeir ómeiddir. Lögregla ræddi við foreldra þeirra. Sautján ára á 156 kílómetra hraða Rétt upp úr klukkan 2 í nótt var sautján ára ökumaður stöðvaður á Kringlumýrarbraut eftir að hafa mælst á 156 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Pilturinn vildi ekki tjá sig um sakarefnið og var þ´vi færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Forráðamaður hans sótti hann á lögreglustöðina. Töluvert var um umferðalagabrot í gærkvöldi og í nótt. Þannig var annar ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en sá ók Kringlumýrarbraut á 114 kílómetra hraða á klukkustund. Alls voru sex ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um fólk að að nota fíkniefni í kyrrstæðri bifreið í Hafnarfirði upp úr klukkan 9 í gærkvöldi. Á vettvangi voru fimm ungir menn sem viðurkenndu neyslu fíkniefna en þeir höfðu klárað öll efni áður en lögreglu bar að garði. Ungu mennirnir voru allir eldri en átján ára. Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Harður árekstur á Arnarneshæð Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku vegna áreksturs á Arnarneshæð klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. 20. júlí 2022 22:05 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist í árekstrinum ásamt tveimur sonum sínum, sem voru farþegar. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem er óvenjulöng miðað við miðvikudagskvöld. Bátur strandaði við Álftanes Lítil trilla undir sex metrum á lengd strandaði við Álftanes á áttunda tímanum í gærkvöldi. Ekki var talið að hætta væri á ferð en björgunarsveitir voru samt sem áður kallaðar út og mættu með bátaflokk. Þeim tókst að losa bátinn og koma að bryggju um einni og hálfri klukkustund síðar. Þá var tilkynnt um slys í undirgöngum í Garðabæ rétt upp úr klukkan 17 en þar höfðu vespa og reiðhjól skollið saman. Hjólreiðamaðurinn var sextugur karlmaður og slasaðist hann lítillega á fæti. Tveir fimmtán ára drengir voru á vespunni og sluppu þeir ómeiddir. Lögregla ræddi við foreldra þeirra. Sautján ára á 156 kílómetra hraða Rétt upp úr klukkan 2 í nótt var sautján ára ökumaður stöðvaður á Kringlumýrarbraut eftir að hafa mælst á 156 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Pilturinn vildi ekki tjá sig um sakarefnið og var þ´vi færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Forráðamaður hans sótti hann á lögreglustöðina. Töluvert var um umferðalagabrot í gærkvöldi og í nótt. Þannig var annar ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en sá ók Kringlumýrarbraut á 114 kílómetra hraða á klukkustund. Alls voru sex ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um fólk að að nota fíkniefni í kyrrstæðri bifreið í Hafnarfirði upp úr klukkan 9 í gærkvöldi. Á vettvangi voru fimm ungir menn sem viðurkenndu neyslu fíkniefna en þeir höfðu klárað öll efni áður en lögreglu bar að garði. Ungu mennirnir voru allir eldri en átján ára.
Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Harður árekstur á Arnarneshæð Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku vegna áreksturs á Arnarneshæð klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. 20. júlí 2022 22:05 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Harður árekstur á Arnarneshæð Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku vegna áreksturs á Arnarneshæð klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. 20. júlí 2022 22:05