Hvalfjarðargöng með helming allrar umferðar um jarðgöng Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2022 22:01 Við gjaldhlið Hvalfjarðarganga daginn sem gjaldtöku Spalar lauk haustið 2018. Stöð 2/Skjáskot Hvalfjarðargöng yrðu megingjaldstofn boðaðra jarðgangatolla stjórnvalda enda er umferð um þau álíka mikil og í öllum öðrum göngum hérlendis til samans. Sérfróðir menn áætla að gjaldið þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem var í Hvalfjarðargöngum. Í fréttum Stöðvar 2 sást rifjað upp að Sigurður Ingi Jóhannsson sem samgönguráðherra var sá síðasti sem greiddi veggjald í Hvalfjarðargöng þegar innheimtu lauk haustið 2018. Núna hefur hann kynnt áform um að stofna opinbert hlutafélag með það helsta hlutverk að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum, en Sigurður Ingi sagði í síðustu viku að stefnt væri að gjaldtöku í öllum göngum landsins. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, býður Sigurði Inga Jóhannssyni að ganga inn í gjaldskýli Hvalfjarðarganga þann 28. september 2018 til að skrúfa fyrir gjaldtökuna.Stöð 2/Skjáskot Nýja hlutafélaginu verður einnig ætlað að halda utan um fjármögnun svokallaðra samvinnuverkefna en við sögðum í gær frá undirritun verksamnings um það fyrsta, sem er vegagerð um Hornafjörð. Í því verki felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. Samskonar fyrirkomulag verður haft um fimm önnur verkefni en af þeim eru Ölfusárbrú og Axarvegur næst í röðinni. Þegar gjaldtaka er boðuð í öllum jarðgöngum landsins blasir við að Hvalfjarðargöng yrðu að vera megingjaldstofninn. Þegar skoðuð er meðalumferð á dag sést að Hvalfjarðargöng gnæfa yfir önnur jarðgöng landsins með 7.600 bíla á sólarhring. Umferðin um þau er álíka mikil og um öll hin göngin samanlagt. Rétt er að hafa í huga að Dýrafjarðargöng, neðst á listanum, ná ekki fullu notagildi fyrr en búið verður að endurbyggja leiðina um Dynjandisheiði. Langmest umferð fer um Hvalfjarðargöng. Í öðru og þriðja sæti eru Vaðlaheiðargöng og Bolungarvíkurgöng og í fjórða sæti eru göngin undir Almannaskarð við Hornafjörð. Umferðartölur eru frá Vegagerðinni.Grafík/Stöð 2 En hvað þyrfti jarðgangagjald að verða hátt? Í fjármálaáætlun stjórnvalda er því lýst að stjórnvöld vilja ná 25 milljörðum króna af vegfarendum í jarðgangagjöld á 15 árum en það þýðir að fá þarf 1,7 milljarða króna á ári. Á síðasta heila ári sem rukkað var í Hvalfjarðargöng 2017 fékkst einn og hálfur milljarður króna í veggjöld. Áætlað er að Vaðlaheiðargöng fái 600 milljónir króna í veggjöld á þessu ári, til að gefa hugmynd um stærð tekjustofna í tveimur umferðarmestu göngum landsins. Sérfróðir menn sem Stöð 2 hefur rætt við telja að ef Hvalfjarðargöng eigi að standa undir helmingi jarðgangatolla megi gróflega áætla að gjald á hvern bíl þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem innheimt var síðustu árin, sem var milli 500 og 600 krónur. Þegar gjaldtaka hefjist að nýju sé ekki fjarri lagi að áætla að meðaltalsgjald þyrfti að bera á bilinu 250 til 300 krónur hvern á bíl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegtollar Hvalfjarðargöng Vegagerð Samgöngur Dýrafjarðargöng Vaðlaheiðargöng Sveitarfélagið Hornafjörður Hvalfjarðarsveit Akranes Reykjavík Tengdar fréttir Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 19. júlí 2022 17:52 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sást rifjað upp að Sigurður Ingi Jóhannsson sem samgönguráðherra var sá síðasti sem greiddi veggjald í Hvalfjarðargöng þegar innheimtu lauk haustið 2018. Núna hefur hann kynnt áform um að stofna opinbert hlutafélag með það helsta hlutverk að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum, en Sigurður Ingi sagði í síðustu viku að stefnt væri að gjaldtöku í öllum göngum landsins. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, býður Sigurði Inga Jóhannssyni að ganga inn í gjaldskýli Hvalfjarðarganga þann 28. september 2018 til að skrúfa fyrir gjaldtökuna.Stöð 2/Skjáskot Nýja hlutafélaginu verður einnig ætlað að halda utan um fjármögnun svokallaðra samvinnuverkefna en við sögðum í gær frá undirritun verksamnings um það fyrsta, sem er vegagerð um Hornafjörð. Í því verki felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. Samskonar fyrirkomulag verður haft um fimm önnur verkefni en af þeim eru Ölfusárbrú og Axarvegur næst í röðinni. Þegar gjaldtaka er boðuð í öllum jarðgöngum landsins blasir við að Hvalfjarðargöng yrðu að vera megingjaldstofninn. Þegar skoðuð er meðalumferð á dag sést að Hvalfjarðargöng gnæfa yfir önnur jarðgöng landsins með 7.600 bíla á sólarhring. Umferðin um þau er álíka mikil og um öll hin göngin samanlagt. Rétt er að hafa í huga að Dýrafjarðargöng, neðst á listanum, ná ekki fullu notagildi fyrr en búið verður að endurbyggja leiðina um Dynjandisheiði. Langmest umferð fer um Hvalfjarðargöng. Í öðru og þriðja sæti eru Vaðlaheiðargöng og Bolungarvíkurgöng og í fjórða sæti eru göngin undir Almannaskarð við Hornafjörð. Umferðartölur eru frá Vegagerðinni.Grafík/Stöð 2 En hvað þyrfti jarðgangagjald að verða hátt? Í fjármálaáætlun stjórnvalda er því lýst að stjórnvöld vilja ná 25 milljörðum króna af vegfarendum í jarðgangagjöld á 15 árum en það þýðir að fá þarf 1,7 milljarða króna á ári. Á síðasta heila ári sem rukkað var í Hvalfjarðargöng 2017 fékkst einn og hálfur milljarður króna í veggjöld. Áætlað er að Vaðlaheiðargöng fái 600 milljónir króna í veggjöld á þessu ári, til að gefa hugmynd um stærð tekjustofna í tveimur umferðarmestu göngum landsins. Sérfróðir menn sem Stöð 2 hefur rætt við telja að ef Hvalfjarðargöng eigi að standa undir helmingi jarðgangatolla megi gróflega áætla að gjald á hvern bíl þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem innheimt var síðustu árin, sem var milli 500 og 600 krónur. Þegar gjaldtaka hefjist að nýju sé ekki fjarri lagi að áætla að meðaltalsgjald þyrfti að bera á bilinu 250 til 300 krónur hvern á bíl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegtollar Hvalfjarðargöng Vegagerð Samgöngur Dýrafjarðargöng Vaðlaheiðargöng Sveitarfélagið Hornafjörður Hvalfjarðarsveit Akranes Reykjavík Tengdar fréttir Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 19. júlí 2022 17:52 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16
Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 19. júlí 2022 17:52
Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04