„Við erum ekki betri en þetta eins og staðan er“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2022 21:30 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét „Gríðarlega vonsvikinn, við vorum ömurlega lélegir. Skömminn skárri í seinni hálfleik en mjög slakir í fyrri hálfleik, þorðum ekki að spila og vorum ekki líkir sjálfum okkur ef við getum verið eitthvað,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson að loknu 1-1 jafntefli KR og Fram í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. KR lenti undir undir lok fyrri hálfleiks í leik kvöldsins en skiptingar Rúnars báru árangur og liðið jafnaði strax í upphafi þess síðari. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rúnar var eins og sést á upphafssvari hans vægast sagt ósáttur með sína menn. „Nei, ég vildi að ég hefði hana. Það vantaði aga í allt sem við vorum að gera, það vantaði betri hreyfingu á mansnkapinn. Við þurftum að reyna spila okkur betur út úr vörninni, Framarar lokuðu vel á okkur. Ekkert sem kom á óvart hvernig þeir vörðust okkar en við náðum ekki að leysa það,“ sagði Rúnar aðspurður hvort hann hefði einhver svör varðandi slaka byrjun KR-liðsins í dag. Rúnar gerði töluverðar breytingar í hálfleik og báru þær árangur í upphafi síðari hálfleiks. Segja má að KR hafi spilað útfærslu af 3-5-2 leikkerfi en Kennie Chopart var fjarverandi í dag og þá er fjöldi leikmanna enn á meiðslalistanum eða tæpir. „Við spiluðum örlítið betur í síðari hálfleik, skorum mjög snemma og þá hélt ég að við myndum kannski ná yfirhöndinni, róa okkur og spila aðeins meira. Um leið og við breyttum um kerfi þá breytti Fram um kerfi og náði að hægja á okkar sóknarleik. Þeir eru vel spilandi og góðir, gerðu okkur ofboðslega erfitt fyrir í dag og kannski ástæðan fyrir að við vorum ekki betri að Framararnir voru góðir.“ „Við verðum að halda áfram, leggja á okkur og bæta okkar leik. Þetta er búið að vera erfitt og er aftur erfitt á heimavelli núna eftir mjög góða viku eftir Evrópuleik en við náðum ekki að sýna sama karakter og í þeim leik. Kannski full óþolinmóðir oft en það er erfitt þegar illa gengur og menn eru að horfa upp fyrir sig, vilja komast hærra í töflunni og allt þetta. Vita kannski að innst inni ef við værum eins og menn þá værum við hærra í töflunni en taflan lýgur ekkert, við erum ekki betri en þetta eins og staðan er.“ Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
KR lenti undir undir lok fyrri hálfleiks í leik kvöldsins en skiptingar Rúnars báru árangur og liðið jafnaði strax í upphafi þess síðari. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rúnar var eins og sést á upphafssvari hans vægast sagt ósáttur með sína menn. „Nei, ég vildi að ég hefði hana. Það vantaði aga í allt sem við vorum að gera, það vantaði betri hreyfingu á mansnkapinn. Við þurftum að reyna spila okkur betur út úr vörninni, Framarar lokuðu vel á okkur. Ekkert sem kom á óvart hvernig þeir vörðust okkar en við náðum ekki að leysa það,“ sagði Rúnar aðspurður hvort hann hefði einhver svör varðandi slaka byrjun KR-liðsins í dag. Rúnar gerði töluverðar breytingar í hálfleik og báru þær árangur í upphafi síðari hálfleiks. Segja má að KR hafi spilað útfærslu af 3-5-2 leikkerfi en Kennie Chopart var fjarverandi í dag og þá er fjöldi leikmanna enn á meiðslalistanum eða tæpir. „Við spiluðum örlítið betur í síðari hálfleik, skorum mjög snemma og þá hélt ég að við myndum kannski ná yfirhöndinni, róa okkur og spila aðeins meira. Um leið og við breyttum um kerfi þá breytti Fram um kerfi og náði að hægja á okkar sóknarleik. Þeir eru vel spilandi og góðir, gerðu okkur ofboðslega erfitt fyrir í dag og kannski ástæðan fyrir að við vorum ekki betri að Framararnir voru góðir.“ „Við verðum að halda áfram, leggja á okkur og bæta okkar leik. Þetta er búið að vera erfitt og er aftur erfitt á heimavelli núna eftir mjög góða viku eftir Evrópuleik en við náðum ekki að sýna sama karakter og í þeim leik. Kannski full óþolinmóðir oft en það er erfitt þegar illa gengur og menn eru að horfa upp fyrir sig, vilja komast hærra í töflunni og allt þetta. Vita kannski að innst inni ef við værum eins og menn þá værum við hærra í töflunni en taflan lýgur ekkert, við erum ekki betri en þetta eins og staðan er.“
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira