„Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. júlí 2022 13:32 Stelpurnar okkar voru í góðu stuði á æfingu í Rotherham í gær. Vísir/Vilhelm Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. Gert er ráð fyrir methita á Bretlandseyjum í dag en hitinn í Lundúnum gæti verið sá mesti í öllum heiminum og gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn, annað hvort í dag eða á morgun. Svava Kristín Grétarsdóttur íþróttafréttamaður okkar er í Rotherham þessa stundina með Stelpunum okkar. „Staðan í dag, akkúrat núna, hún er allt í lagi. Ég er svo vön að vera á Spáni, en það er auðvitað mjög heitt og það verður kannski fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu,“ segir Svava aðspurð um hvernig veðrið er þessa stundina. Ísland mætir Frakklandi í kvöld um sæti í átta liða úrslitum en yfirvöld í Bretlandi hafa varað fólk við að hitinn geti ógnað heilsu og lífi manna. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig gefið út viðvörun til stuðningsmanna og hvetur stuðningsmenn til að vökva sig vel, nota höfuðfat og bera á sig sólarvörn. Leikurinn fer þó engu að síður fram með ákveðnum ráðstöfunum. „Það er þegar búið að ákveða að það verði vatnspása, ein í fyrri hálfleik og ein í seinni hálfleik, og það virðist vera sem að mótshaldarar séu að hafa smá áhyggjur af þessum hita sem verður í dag,“ segir Svava. Leikurinn sé þó það seint að sólinn verði farin af vellinum sem sé gott. Hvað leikinn sjálfan varðar segir Svava að það sé til mikils að vinna. „Þetta verður erfitt, það verður að segjast, Frakkland er auðvitað með eitt besta liðið í heimi í dag og við erum litla Ísland, en íslenska geðveikin á eftir að koma okkur ansi langt,“ segir hún létt í bragði. Gætu farið áfram þrátt fyrir tap í kvöld Þá verði einnig fróðleikt að fylgjast með hvernig leikur Ítalíu og Belgíu fer, en það væri best fyrir íslenska liðið ef sá leikur endar með jafntefli. „Þó að við töpum á móti Frakklandi, og það verður jafntefli á milli Ítalíu og Belgíu, þá getum við enn þá farið áfram. Þannig þetta er svolítið flókin staða,“ segir hún enn fremur. „En ég hef fulla trú á stelpunum okkar til að sækja sigur í kvöld, ég sé það bara alveg gerast.“ Leikurinn byrjar klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma en stuðningsmenn munu koma fyrr saman á fan zone-inu til að undirbúa sig. Búist er við fimmtán hundruð Íslendingum á svæðinu, jafnvel fleirum. „Það verður mikil stemning,“ segir Svava en hún verður sjálf á svæðinu og í beinni útsendingu á Vísi síðar í dag. EM 2022 í Englandi Bretland Veður Landslið kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leikur við Svía á heimavelli Manchester United í húfi Það er bara eitt laust sæti eftir í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta og í kvöld skýrist hvort að Ísland, Belgía eða Ítalía hreppir það sæti. 18. júlí 2022 12:30 Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins. 18. júlí 2022 11:30 Dagný var hetjan þegar stelpurnar komust síðast áfram í átta liða úrslitin Í annað skiptið í sögunni er íslenska kvennalandsliðið enn með á fullu baráttunni um sæti í átta liða úrslitum á Evrópumóti þegar aðeins einn leikur er eftir. 18. júlí 2022 10:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Gert er ráð fyrir methita á Bretlandseyjum í dag en hitinn í Lundúnum gæti verið sá mesti í öllum heiminum og gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn, annað hvort í dag eða á morgun. Svava Kristín Grétarsdóttur íþróttafréttamaður okkar er í Rotherham þessa stundina með Stelpunum okkar. „Staðan í dag, akkúrat núna, hún er allt í lagi. Ég er svo vön að vera á Spáni, en það er auðvitað mjög heitt og það verður kannski fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu,“ segir Svava aðspurð um hvernig veðrið er þessa stundina. Ísland mætir Frakklandi í kvöld um sæti í átta liða úrslitum en yfirvöld í Bretlandi hafa varað fólk við að hitinn geti ógnað heilsu og lífi manna. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig gefið út viðvörun til stuðningsmanna og hvetur stuðningsmenn til að vökva sig vel, nota höfuðfat og bera á sig sólarvörn. Leikurinn fer þó engu að síður fram með ákveðnum ráðstöfunum. „Það er þegar búið að ákveða að það verði vatnspása, ein í fyrri hálfleik og ein í seinni hálfleik, og það virðist vera sem að mótshaldarar séu að hafa smá áhyggjur af þessum hita sem verður í dag,“ segir Svava. Leikurinn sé þó það seint að sólinn verði farin af vellinum sem sé gott. Hvað leikinn sjálfan varðar segir Svava að það sé til mikils að vinna. „Þetta verður erfitt, það verður að segjast, Frakkland er auðvitað með eitt besta liðið í heimi í dag og við erum litla Ísland, en íslenska geðveikin á eftir að koma okkur ansi langt,“ segir hún létt í bragði. Gætu farið áfram þrátt fyrir tap í kvöld Þá verði einnig fróðleikt að fylgjast með hvernig leikur Ítalíu og Belgíu fer, en það væri best fyrir íslenska liðið ef sá leikur endar með jafntefli. „Þó að við töpum á móti Frakklandi, og það verður jafntefli á milli Ítalíu og Belgíu, þá getum við enn þá farið áfram. Þannig þetta er svolítið flókin staða,“ segir hún enn fremur. „En ég hef fulla trú á stelpunum okkar til að sækja sigur í kvöld, ég sé það bara alveg gerast.“ Leikurinn byrjar klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma en stuðningsmenn munu koma fyrr saman á fan zone-inu til að undirbúa sig. Búist er við fimmtán hundruð Íslendingum á svæðinu, jafnvel fleirum. „Það verður mikil stemning,“ segir Svava en hún verður sjálf á svæðinu og í beinni útsendingu á Vísi síðar í dag.
EM 2022 í Englandi Bretland Veður Landslið kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leikur við Svía á heimavelli Manchester United í húfi Það er bara eitt laust sæti eftir í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta og í kvöld skýrist hvort að Ísland, Belgía eða Ítalía hreppir það sæti. 18. júlí 2022 12:30 Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins. 18. júlí 2022 11:30 Dagný var hetjan þegar stelpurnar komust síðast áfram í átta liða úrslitin Í annað skiptið í sögunni er íslenska kvennalandsliðið enn með á fullu baráttunni um sæti í átta liða úrslitum á Evrópumóti þegar aðeins einn leikur er eftir. 18. júlí 2022 10:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Leikur við Svía á heimavelli Manchester United í húfi Það er bara eitt laust sæti eftir í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta og í kvöld skýrist hvort að Ísland, Belgía eða Ítalía hreppir það sæti. 18. júlí 2022 12:30
Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins. 18. júlí 2022 11:30
Dagný var hetjan þegar stelpurnar komust síðast áfram í átta liða úrslitin Í annað skiptið í sögunni er íslenska kvennalandsliðið enn með á fullu baráttunni um sæti í átta liða úrslitum á Evrópumóti þegar aðeins einn leikur er eftir. 18. júlí 2022 10:30