Sjáðu Halldór skrifa kveðjubréf Heimis, dramað í Keflavík og magnað mark Sveins Margeirs Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 13:30 Eyjamenn fögnuðu ákaft sínum fyrsta sigri í Bestu deildinni í sumar. Stöð 2 Sport Það var nóg um dramatík, frábær mörk og fjör í leikjunum fimm í Bestu deild karla í fótbolta um helgina. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Halldór Jón Sigurður Þórðarson stal senunni í Vestmannaeyjum þar sem hann skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍBV á Val. Leikurinn reyndist vera kveðjuleikur Heimis Guðjónssonar því Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari Vals í hans stað. Aron Jóhannsson skoraði bæði mörk Vals og jafnaði metin þegar korter var til leiksloka en Halldór gerði sigurmark ÍBV í uppbótartíma og Eyjamenn gátu þar með fagnað sínum fyrsta sigri í sumar. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Vals Leikur Keflavíkur og Breiðabliks reyndist mikil rússíbanareið en eftir að Keflavík hafði komist í 2-1, með mörkum frá Adam Árna Róbertssyni og Patrik Johannesen, náði Höskuldur Gunnlaugsson að tryggja Breiðablik sigur með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum. Seinna mark Höskuldar kom úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson, markahæsti maður deildarinnar, krækti í við litla hrifningu Keflvíkinga. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Breiðabliks KA-menn settu upp sýningu í Breiðholti með 5-0 sigri á Leikni. Þar stóð upp úr lokamarkið, magnað einstaklingsframtak úr smiðju Sveins Margeirs Haukssonar sem hóf það á því að leika á tvo Leiknismenn á eigin vallarhelmingi. Áður hafði Nökkvi Þeyr Þórisson skorað tvö mörk og þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson sitt markið hvor. Klippa: Mörk KA gegn Leikni Fyrr í dag var hér á Vísi fjallað um stórglæsilegt mark Ólafs Karls Finsen sem skoraði eitt af þremur mörkum Stjörnunnar í 3-0 sigri á ÍA. Emil Atlason skoraði fyrsta markið og Ísak Andri Sigurgeirsson það síðasta eftir undirbúning Emils. Klippa: Mörkin í sigri Stjörnunnar á ÍA Á laugardag mættust svo FH og Víkingur þar sem Víkingar unnu 3-0 útisigur með mörkum í seinni hálfleik, frá Loga Tómassyni, Birni Snæ Ingasyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni sem gerði sjálfsmark. Mark Birnis kom eftir sendingu Danijels Dejan Djuric sem kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Víkinga. Klippa: Mörkin úr leik FH gegn Víkings Besta deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Halldór Jón Sigurður Þórðarson stal senunni í Vestmannaeyjum þar sem hann skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍBV á Val. Leikurinn reyndist vera kveðjuleikur Heimis Guðjónssonar því Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari Vals í hans stað. Aron Jóhannsson skoraði bæði mörk Vals og jafnaði metin þegar korter var til leiksloka en Halldór gerði sigurmark ÍBV í uppbótartíma og Eyjamenn gátu þar með fagnað sínum fyrsta sigri í sumar. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Vals Leikur Keflavíkur og Breiðabliks reyndist mikil rússíbanareið en eftir að Keflavík hafði komist í 2-1, með mörkum frá Adam Árna Róbertssyni og Patrik Johannesen, náði Höskuldur Gunnlaugsson að tryggja Breiðablik sigur með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum. Seinna mark Höskuldar kom úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson, markahæsti maður deildarinnar, krækti í við litla hrifningu Keflvíkinga. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Breiðabliks KA-menn settu upp sýningu í Breiðholti með 5-0 sigri á Leikni. Þar stóð upp úr lokamarkið, magnað einstaklingsframtak úr smiðju Sveins Margeirs Haukssonar sem hóf það á því að leika á tvo Leiknismenn á eigin vallarhelmingi. Áður hafði Nökkvi Þeyr Þórisson skorað tvö mörk og þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson sitt markið hvor. Klippa: Mörk KA gegn Leikni Fyrr í dag var hér á Vísi fjallað um stórglæsilegt mark Ólafs Karls Finsen sem skoraði eitt af þremur mörkum Stjörnunnar í 3-0 sigri á ÍA. Emil Atlason skoraði fyrsta markið og Ísak Andri Sigurgeirsson það síðasta eftir undirbúning Emils. Klippa: Mörkin í sigri Stjörnunnar á ÍA Á laugardag mættust svo FH og Víkingur þar sem Víkingar unnu 3-0 útisigur með mörkum í seinni hálfleik, frá Loga Tómassyni, Birni Snæ Ingasyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni sem gerði sjálfsmark. Mark Birnis kom eftir sendingu Danijels Dejan Djuric sem kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Víkinga. Klippa: Mörkin úr leik FH gegn Víkings
Besta deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira