Þjóðverjar klára B-riðill með fullt hús stiga Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 21:00 Fyrirliðinn Alexandra Popp skoraði eitt af mörkum Þýskalands í kvöld. Getty Images Þjóðverjar voru ekki í vandræðum og unnu öruggan 3-0 sigur á lánlausu lið Finna í lokaleik liðanna í B-riðli á EM í Englandi. Þýskaland var fyrir þennan leik búið að tryggja sér efsta sæti B-riðils og Finnland átti engan möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Þjóðverjar skoruðu fyrsta mark leiksins á 40. mínútu eftir afar snoturt samspil Þjóðverja inn í vítateig Finna. Boltinn berst þá út til hægri á Giulia Gwinn sem vippaði boltanum inn á markteig þar sem Sophia Kleinherne stóð ein og óvölduð og skoraði auðveldlega með kollinum. Alexandra Popp tvöfaldaði forskot Þjóðverja og aftur var það eftir fyrirgjöf frá hægri. Í þetta skipti var það Kathrin Hendrich sem sendi boltann fyrir markið á Popp sem skallaði knöttinn niður í jörðina og þaðan í netið framhjá Katriina Talaslahti í marki Finnlands. Varamaðurinn Nicole Anyomi skoraði þriðja mark Þýskalands á 63. mínútu. Finnum gekk þá illa að hreinsa boltann úr vítateig sínum eftir fyrirgjöf Linda Dallmann frá vinstri. Anyomi nýtir sér vandræðagang Finna, hirðir boltann og smellir honum í fjærhornið. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Þjóðverjar klára B-riðil með fullt hús stiga, á meðan Finnar fara heim af EM án stiga. Þjóðverjar mæta Austurríki í 8-liða úrslitum fimmtudaginn 21. júlí. Fótbolti EM 2022 í Englandi
Þjóðverjar voru ekki í vandræðum og unnu öruggan 3-0 sigur á lánlausu lið Finna í lokaleik liðanna í B-riðli á EM í Englandi. Þýskaland var fyrir þennan leik búið að tryggja sér efsta sæti B-riðils og Finnland átti engan möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Þjóðverjar skoruðu fyrsta mark leiksins á 40. mínútu eftir afar snoturt samspil Þjóðverja inn í vítateig Finna. Boltinn berst þá út til hægri á Giulia Gwinn sem vippaði boltanum inn á markteig þar sem Sophia Kleinherne stóð ein og óvölduð og skoraði auðveldlega með kollinum. Alexandra Popp tvöfaldaði forskot Þjóðverja og aftur var það eftir fyrirgjöf frá hægri. Í þetta skipti var það Kathrin Hendrich sem sendi boltann fyrir markið á Popp sem skallaði knöttinn niður í jörðina og þaðan í netið framhjá Katriina Talaslahti í marki Finnlands. Varamaðurinn Nicole Anyomi skoraði þriðja mark Þýskalands á 63. mínútu. Finnum gekk þá illa að hreinsa boltann úr vítateig sínum eftir fyrirgjöf Linda Dallmann frá vinstri. Anyomi nýtir sér vandræðagang Finna, hirðir boltann og smellir honum í fjærhornið. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Þjóðverjar klára B-riðil með fullt hús stiga, á meðan Finnar fara heim af EM án stiga. Þjóðverjar mæta Austurríki í 8-liða úrslitum fimmtudaginn 21. júlí.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti