Noregur úr leik á EM Atli Arason skrifar 15. júlí 2022 21:00 Carina Wenninger og stöllur í Austurríki eru á leið í 8-liða úrslit á meðan Ada Hegerberg er á heimleið ásamt norska landsliðinu. Getty Images Austurríki fer áfram í 8-liða úrslit á EM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Noregi. Þær norsku eru næst sigursælasta lið Evrópumótsins á eftir Þýskalandi en komast ekki upp úr riðli sínum, annað Evrópumótið í röð. Austurríki skoraði frysta mark leiksins og var þar að verki Nicole Billa sem kom knettinum í netið eftir stórglæsilega sendingu Verena Hanshaw á 37. mínútu og þær austurísku leiddu með einu marki í hálfleik. Noregi gekk illa að skapa sér almennileg færi þangað til alveg undir lok leiksins en á 89. mínútu fengu þær fínt tækifæri til að jafna leikinn þegar Celin Bizet á fast skot innan í vítateig Austurríkis og boltinn virtist vera á leið upp í fjærhornið en Manuela Zinsberger, markvörður Austurríkis, náði að slá hönd í boltann. Einungis þrem mínútum síðar var norski markahrókurinn Ada Hegerberg í ákjósanlegu færi en aftur varði Zinsberger af stuttu færi. Austurríki fer því áfram í 8-liða úrslitin eftir 1-0 sigur og fögnuðu þær gífurlega eftir leikslok. Austurríki endar A-riðil í öðru sæti með sex stig en Noregur er á heimleið eftir að hafa einungis náð í einn sigur á mótinu. Austurríki mun mæta Þjóðverjum í 8-liða úrslitum fimmtudaginn 21. júlí. Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Noregur fór að hátta og England skoraði átta Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn í sögu EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu. 11. júlí 2022 21:05
Austurríki fer áfram í 8-liða úrslit á EM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Noregi. Þær norsku eru næst sigursælasta lið Evrópumótsins á eftir Þýskalandi en komast ekki upp úr riðli sínum, annað Evrópumótið í röð. Austurríki skoraði frysta mark leiksins og var þar að verki Nicole Billa sem kom knettinum í netið eftir stórglæsilega sendingu Verena Hanshaw á 37. mínútu og þær austurísku leiddu með einu marki í hálfleik. Noregi gekk illa að skapa sér almennileg færi þangað til alveg undir lok leiksins en á 89. mínútu fengu þær fínt tækifæri til að jafna leikinn þegar Celin Bizet á fast skot innan í vítateig Austurríkis og boltinn virtist vera á leið upp í fjærhornið en Manuela Zinsberger, markvörður Austurríkis, náði að slá hönd í boltann. Einungis þrem mínútum síðar var norski markahrókurinn Ada Hegerberg í ákjósanlegu færi en aftur varði Zinsberger af stuttu færi. Austurríki fer því áfram í 8-liða úrslitin eftir 1-0 sigur og fögnuðu þær gífurlega eftir leikslok. Austurríki endar A-riðil í öðru sæti með sex stig en Noregur er á heimleið eftir að hafa einungis náð í einn sigur á mótinu. Austurríki mun mæta Þjóðverjum í 8-liða úrslitum fimmtudaginn 21. júlí.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Noregur fór að hátta og England skoraði átta Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn í sögu EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu. 11. júlí 2022 21:05
Noregur fór að hátta og England skoraði átta Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn í sögu EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu. 11. júlí 2022 21:05
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti