Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2022 06:23 Skjáskot af síðunni. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. Um er að ræða vefsíðuna The Mapping Project, þar sem finna má gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Vefsíðan er hýst hjá fyrirtækinu 1984. Í bréfi ADL til utanríkisráðuneytisins segir meðal annars að samtökin hafi komið áhyggjum sínum á framfæri við sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og íslensk lögregluyfirvöld en hafi ekki fengið almennileg svör. Þá segjast samtökin harma áhugaleysi íslenskra embættismann gagnvart þessari ógn gegn gyðingum. Erlendir miðlar hafa eftir Sveini Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að yfirvöld á Íslandi muni vinna með kollegum sínum í Bandaríkjunum ef þess verður óskað en stjórnvöld hafi ekki heimild til að rannsaka glæpi sem beinast gegn einstaklingum í öðrum ríkjum. Talsmaður Alríkislögreglunnar í Boston, sem hefur áður sagst hafa málið til rannsóknar, vildi ekki tjá sig við bandaríska miðla þegar eftir því var leitað í gær. Þá er vitnað til fyrri ummæla forsvarsmanna 1984 um að fyrirtækið hýsi ekki síður sem hvetja til ofbeldis, hryðjuverka eða haturs. Á umræddri vefsíðu, Mapping Project, segir að tilgangurinn með henni sé að öðlast dýpri skilning á stuðningi stofnana í Massachusett við „nýlenduvæðingu“ Palestínu og þann skaða sem hún hefur valdið. Þá er á síðunni haft í hótunum gegn umræddum stofnunum, undir rós. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja. Bandaríkin Ísrael Kynþáttafordómar Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Um er að ræða vefsíðuna The Mapping Project, þar sem finna má gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Vefsíðan er hýst hjá fyrirtækinu 1984. Í bréfi ADL til utanríkisráðuneytisins segir meðal annars að samtökin hafi komið áhyggjum sínum á framfæri við sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og íslensk lögregluyfirvöld en hafi ekki fengið almennileg svör. Þá segjast samtökin harma áhugaleysi íslenskra embættismann gagnvart þessari ógn gegn gyðingum. Erlendir miðlar hafa eftir Sveini Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að yfirvöld á Íslandi muni vinna með kollegum sínum í Bandaríkjunum ef þess verður óskað en stjórnvöld hafi ekki heimild til að rannsaka glæpi sem beinast gegn einstaklingum í öðrum ríkjum. Talsmaður Alríkislögreglunnar í Boston, sem hefur áður sagst hafa málið til rannsóknar, vildi ekki tjá sig við bandaríska miðla þegar eftir því var leitað í gær. Þá er vitnað til fyrri ummæla forsvarsmanna 1984 um að fyrirtækið hýsi ekki síður sem hvetja til ofbeldis, hryðjuverka eða haturs. Á umræddri vefsíðu, Mapping Project, segir að tilgangurinn með henni sé að öðlast dýpri skilning á stuðningi stofnana í Massachusett við „nýlenduvæðingu“ Palestínu og þann skaða sem hún hefur valdið. Þá er á síðunni haft í hótunum gegn umræddum stofnunum, undir rós. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja.
Bandaríkin Ísrael Kynþáttafordómar Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira