Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2022 06:23 Skjáskot af síðunni. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. Um er að ræða vefsíðuna The Mapping Project, þar sem finna má gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Vefsíðan er hýst hjá fyrirtækinu 1984. Í bréfi ADL til utanríkisráðuneytisins segir meðal annars að samtökin hafi komið áhyggjum sínum á framfæri við sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og íslensk lögregluyfirvöld en hafi ekki fengið almennileg svör. Þá segjast samtökin harma áhugaleysi íslenskra embættismann gagnvart þessari ógn gegn gyðingum. Erlendir miðlar hafa eftir Sveini Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að yfirvöld á Íslandi muni vinna með kollegum sínum í Bandaríkjunum ef þess verður óskað en stjórnvöld hafi ekki heimild til að rannsaka glæpi sem beinast gegn einstaklingum í öðrum ríkjum. Talsmaður Alríkislögreglunnar í Boston, sem hefur áður sagst hafa málið til rannsóknar, vildi ekki tjá sig við bandaríska miðla þegar eftir því var leitað í gær. Þá er vitnað til fyrri ummæla forsvarsmanna 1984 um að fyrirtækið hýsi ekki síður sem hvetja til ofbeldis, hryðjuverka eða haturs. Á umræddri vefsíðu, Mapping Project, segir að tilgangurinn með henni sé að öðlast dýpri skilning á stuðningi stofnana í Massachusett við „nýlenduvæðingu“ Palestínu og þann skaða sem hún hefur valdið. Þá er á síðunni haft í hótunum gegn umræddum stofnunum, undir rós. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja. Bandaríkin Ísrael Kynþáttafordómar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Um er að ræða vefsíðuna The Mapping Project, þar sem finna má gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Vefsíðan er hýst hjá fyrirtækinu 1984. Í bréfi ADL til utanríkisráðuneytisins segir meðal annars að samtökin hafi komið áhyggjum sínum á framfæri við sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og íslensk lögregluyfirvöld en hafi ekki fengið almennileg svör. Þá segjast samtökin harma áhugaleysi íslenskra embættismann gagnvart þessari ógn gegn gyðingum. Erlendir miðlar hafa eftir Sveini Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að yfirvöld á Íslandi muni vinna með kollegum sínum í Bandaríkjunum ef þess verður óskað en stjórnvöld hafi ekki heimild til að rannsaka glæpi sem beinast gegn einstaklingum í öðrum ríkjum. Talsmaður Alríkislögreglunnar í Boston, sem hefur áður sagst hafa málið til rannsóknar, vildi ekki tjá sig við bandaríska miðla þegar eftir því var leitað í gær. Þá er vitnað til fyrri ummæla forsvarsmanna 1984 um að fyrirtækið hýsi ekki síður sem hvetja til ofbeldis, hryðjuverka eða haturs. Á umræddri vefsíðu, Mapping Project, segir að tilgangurinn með henni sé að öðlast dýpri skilning á stuðningi stofnana í Massachusett við „nýlenduvæðingu“ Palestínu og þann skaða sem hún hefur valdið. Þá er á síðunni haft í hótunum gegn umræddum stofnunum, undir rós. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja.
Bandaríkin Ísrael Kynþáttafordómar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira