Utah Jazz tilbúið að hlusta á tilboð í Donovan Mitchell Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 08:31 Donovan Mitchell gæti verið á förum frá Utah. Alex Goodlett/Getty Images Kevin Durant setti alla NBA-deildina í körfubolta í uppnám þegar hann tilkynnti að hann vildi yfirgefa Brooklyn Nets fyrir komandi leiktíð. Nú er nær öll lið deildarinnar til í að íhuga að skipta sínum bestu leikmönnum í von um að fá Durant í sínar raðir, Utah Jazz þar á meðal. Donovan Mitchell er án efa besti leikmaður Jazz en liðið endaði í 5. sæti Vesturdeildar á síðustu leiktíð og féll svo úr leik gegn Dallas Mavericks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þessi 25 ára gamli skotbakvörður hefur verið aðalmaðurinn í Utah undanfarin ár og hafði félagið gefið út að hann væri ósnertanlegur, þangað til nú. After previously shutting down inquiries on moving All-Star guard Donovan Mitchell, rival teams say the Utah Jazz are showing a willingness to listen on possible trade scenarios, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 12, 2022 Adrian Wojnarowski, maðurinn sem allt veit er kemur að NBA-deildinni, greindi frá nýverið að Jazz væri tilbúið að skoða markaðinn. Framkvæmdastjóri félagsins, Justin Zanik, sagði í viðtali að NBA-deildin væri alltaf að þróast og að hann gæti ekki sagt að einhver einn leikmaður væri ósnertanlegur. Zanik tók þó fram að félagið væri ekki markvisst að reyna skipta Mitchell út en samkvæmt Wojnarowski er Jazz tilbúið að skoða tilboð ef þau berast. Í raun er Utah til í að skoða skipti á hvaða leikmanni liðsins sem er en það sannaðist þegar Rudy Gobert var skipt til Minnesota Timberwolves. Má færa ágætis rök fyrir því að hann hafi verið næstbesti maður Utah en hann er nú horfinn á braut. Sama hvað er ljóst að það á nóg eftir að gerast á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar. Verður einkar forvitnilegt að sjá hvað verður um Kevin Durant sem og Donovan Mitchell. Sá síðarnefndi skoraði að meðaltali 26 stig í leik á síðustu leiktíð ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Donovan Mitchell er án efa besti leikmaður Jazz en liðið endaði í 5. sæti Vesturdeildar á síðustu leiktíð og féll svo úr leik gegn Dallas Mavericks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þessi 25 ára gamli skotbakvörður hefur verið aðalmaðurinn í Utah undanfarin ár og hafði félagið gefið út að hann væri ósnertanlegur, þangað til nú. After previously shutting down inquiries on moving All-Star guard Donovan Mitchell, rival teams say the Utah Jazz are showing a willingness to listen on possible trade scenarios, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 12, 2022 Adrian Wojnarowski, maðurinn sem allt veit er kemur að NBA-deildinni, greindi frá nýverið að Jazz væri tilbúið að skoða markaðinn. Framkvæmdastjóri félagsins, Justin Zanik, sagði í viðtali að NBA-deildin væri alltaf að þróast og að hann gæti ekki sagt að einhver einn leikmaður væri ósnertanlegur. Zanik tók þó fram að félagið væri ekki markvisst að reyna skipta Mitchell út en samkvæmt Wojnarowski er Jazz tilbúið að skoða tilboð ef þau berast. Í raun er Utah til í að skoða skipti á hvaða leikmanni liðsins sem er en það sannaðist þegar Rudy Gobert var skipt til Minnesota Timberwolves. Má færa ágætis rök fyrir því að hann hafi verið næstbesti maður Utah en hann er nú horfinn á braut. Sama hvað er ljóst að það á nóg eftir að gerast á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar. Verður einkar forvitnilegt að sjá hvað verður um Kevin Durant sem og Donovan Mitchell. Sá síðarnefndi skoraði að meðaltali 26 stig í leik á síðustu leiktíð ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira