Sex umferðarslys á Austurlandi í júní Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júlí 2022 18:14 Heilsugæsla Austurlands á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Alls voru sex umferðarslys, auk eins banaslyss, tilkynnt til lögreglunnar á Austurlandi í júnímánuði. Hlúa þurfti að alls níu einstaklingum vegna áverka sem þeir hlutu í slysunum. Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að engin slys hafi orðið í umdæminu í maí en strax nokkrar mínútur yfir miðnætti 1. júní hafi fyrsta slys mánaðarins átt sér stað. Ökumaður var þá á leiðinni til Egilsstaða um Fagradal og missti stjórn á bifreið sinni. Hann rann yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Þrír slösuðust í árekstrinum en allir með minni háttar meiðsli. Það var síðan daginn eftir sem bifreið keyrði út af Norðfjarðarvegi við Skorrastaði og valt. Tveir voru í bifreiðinni og leitaði farþegi læknisaðstoðar eftir en var ekki talinn vera alvarlega slasaður. Ökumaðurinn er talinn hafa dottað við aksturinn. Sex dögum síðar, þann 8. júní, varð önnur bílvelta, nú á Axarvegi við Þrívörðuhálsa. Ökumaður var einn í bílnum en hann var fluttur á heilsugæslu á Djúpavogi. Áverkar hans voru taldir minni háttar. Hann missti útsýni úr bifreið sinni sökum ryks sem þyrlaðist upp frá bifreið á undan. Þriðjudaginn 14. júní átti þriðja bílveltan sér stað er kind hljóp í veg fyrir bifreið á leið um Hróarstunguveg við Kirkjubæ á Héraði. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og velti henni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið í Neskaupstað talsvert lerkaður. Daginn eftir féll eldri maður á reiðhjóli á Egilsstöðum og er talinn hafa fótbrotnað. Sunnudaginn 19. júní var ökumaður á ferð á fjórhjóli á grófum malarslóða ofan Egilsstaða er hann missti stjórn á hjóli sínu og velti því eftir að hafa lent á grjóti. Hann fékk hjólið yfir sig og slasaðist nokkuð. Tveimur dögum síðar varð fjórða bílvelta mánaðarins í umdæminu er flutningabifreið keyrði út af Upphéraðsvegi við Ormarstaðaá í Fljótsdalshreppi. Ökumaður slasaðist talsvert og var fluttur til aðhlynningar á Egilsstöðum. Sama dag varð banaslys á Djúpavogi er erlendur ferðamaður lenti undir lyftara í Gleðivík. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu. Lögreglumál Samgönguslys Heilbrigðisstofnun Austurlands Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að engin slys hafi orðið í umdæminu í maí en strax nokkrar mínútur yfir miðnætti 1. júní hafi fyrsta slys mánaðarins átt sér stað. Ökumaður var þá á leiðinni til Egilsstaða um Fagradal og missti stjórn á bifreið sinni. Hann rann yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Þrír slösuðust í árekstrinum en allir með minni háttar meiðsli. Það var síðan daginn eftir sem bifreið keyrði út af Norðfjarðarvegi við Skorrastaði og valt. Tveir voru í bifreiðinni og leitaði farþegi læknisaðstoðar eftir en var ekki talinn vera alvarlega slasaður. Ökumaðurinn er talinn hafa dottað við aksturinn. Sex dögum síðar, þann 8. júní, varð önnur bílvelta, nú á Axarvegi við Þrívörðuhálsa. Ökumaður var einn í bílnum en hann var fluttur á heilsugæslu á Djúpavogi. Áverkar hans voru taldir minni háttar. Hann missti útsýni úr bifreið sinni sökum ryks sem þyrlaðist upp frá bifreið á undan. Þriðjudaginn 14. júní átti þriðja bílveltan sér stað er kind hljóp í veg fyrir bifreið á leið um Hróarstunguveg við Kirkjubæ á Héraði. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og velti henni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið í Neskaupstað talsvert lerkaður. Daginn eftir féll eldri maður á reiðhjóli á Egilsstöðum og er talinn hafa fótbrotnað. Sunnudaginn 19. júní var ökumaður á ferð á fjórhjóli á grófum malarslóða ofan Egilsstaða er hann missti stjórn á hjóli sínu og velti því eftir að hafa lent á grjóti. Hann fékk hjólið yfir sig og slasaðist nokkuð. Tveimur dögum síðar varð fjórða bílvelta mánaðarins í umdæminu er flutningabifreið keyrði út af Upphéraðsvegi við Ormarstaðaá í Fljótsdalshreppi. Ökumaður slasaðist talsvert og var fluttur til aðhlynningar á Egilsstöðum. Sama dag varð banaslys á Djúpavogi er erlendur ferðamaður lenti undir lyftara í Gleðivík. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu.
Lögreglumál Samgönguslys Heilbrigðisstofnun Austurlands Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41